Gullvottun í jafnréttismálum og Ísland efst á lista yfir framlög til málaflokksins Heimsljós 28. apríl 2022 11:50 UN Women Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, UNDP, hefur veitt Íslandi gullvottun fyrir vinnu á sviði jafnréttismála og þróunarsamvinnu. Samkvæmt nýjum tölum frá OECD er Ísland efst á lista þjóða yfir framlög til jafnréttismála sem hlutfall af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Af framlögum Íslands runnu 88 prósent til verkefna sem tengjast jafnréttismálum og valdeflingu kvenna og stúlkna. Utanríkisráðherra tók formlega við viðurkenningu um gullvottunina úr höndum Achim Steiner, yfirmanni UNDP, við sérstaka athöfn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Markmið vottunarinnar er meðal annars að efla stjórnendur og starfsfólk utanríkisráðuneytisins, einkum á sviði þróunarsamvinnu, í stefnumótun og framkvæmd verkefna í jafnréttismálum, og styrkja áherslur á sviði jafnréttismála í samvinnu við stjórnvöld í samstarfsríkjum Íslands. „Um 2,5 milljarðar kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem í gildi eru lög sem fela í sér mismunun á grundvelli kynferðis,“ sagði Achim Steiner við athöfnina. „Gullvottunin sem Ísland hlýtur hér í dag undirstrikar frumkvöðlastarf Íslands á sviði jafnréttismála og drifkraft við að brjóta niður þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir jafnrétti á heimsvísu. Ísland er lykilsamstarfsaðili UNDP í jafnréttismálum, en jafnrétti kynjanna er undirstaða sjálfbærrar þróunar og forsenda þess hægt sé að útrýma fátækt í heiminum.“ Meðal þeirra atriða sem voru nefnd sérstaklega framúrskarandi í úttekt UNDP vegna jafnréttisvottunarinnar má nefna frumkvæði Íslands innan mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um árlegan jafnlaunadag sem haldinn hefur verið hátíðlegur frá árinu 2020, vinnu Íslands á sviði þróunarsamvinnu í Malaví þar sem unnið er heildstætt með samfélögum við að stuðla að kyn- og frjósemisheilbrigði og starfi í Úganda þar sem Ísland aðstoðar héraðsyfirvöld við útrýma skaðlegum samfélagsviðhorfum um tíðir kvenna og þar með auka aðgengi stúlkna að menntun. „Jafnréttismál eru sennilega mikilvægasta mannréttindamálið. Gullið undirstrikar leiðtogahlutverk Íslands á sviði jafnréttismála og hlökkum við til frekara samstarfs við UNDP á þessu sviði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við athöfnina. Verjum hlutfallslega mestu til jafnréttismála Samkvæmt nýjum tölum frá Þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, var á árunum 2019 til 2020 varið alls 56,5 milljörðum Bandaríkjadala af framlögum til tvíhliða þróunarsamvinnu til jafnréttismála, eða að meðaltali 45 prósentum af heildarframlögum. Af einstaka framlagsríkjum ráðstafaði Ísland hlutfallslega mestu til málaflokksins eða 88 prósentum. Kanada er með sama hlutfall og Írland, Holland og Svíþjóð fylgja fast á eftir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Utanríkisráðherra tók formlega við viðurkenningu um gullvottunina úr höndum Achim Steiner, yfirmanni UNDP, við sérstaka athöfn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Markmið vottunarinnar er meðal annars að efla stjórnendur og starfsfólk utanríkisráðuneytisins, einkum á sviði þróunarsamvinnu, í stefnumótun og framkvæmd verkefna í jafnréttismálum, og styrkja áherslur á sviði jafnréttismála í samvinnu við stjórnvöld í samstarfsríkjum Íslands. „Um 2,5 milljarðar kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem í gildi eru lög sem fela í sér mismunun á grundvelli kynferðis,“ sagði Achim Steiner við athöfnina. „Gullvottunin sem Ísland hlýtur hér í dag undirstrikar frumkvöðlastarf Íslands á sviði jafnréttismála og drifkraft við að brjóta niður þær hindranir sem enn standa í vegi fyrir jafnrétti á heimsvísu. Ísland er lykilsamstarfsaðili UNDP í jafnréttismálum, en jafnrétti kynjanna er undirstaða sjálfbærrar þróunar og forsenda þess hægt sé að útrýma fátækt í heiminum.“ Meðal þeirra atriða sem voru nefnd sérstaklega framúrskarandi í úttekt UNDP vegna jafnréttisvottunarinnar má nefna frumkvæði Íslands innan mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um árlegan jafnlaunadag sem haldinn hefur verið hátíðlegur frá árinu 2020, vinnu Íslands á sviði þróunarsamvinnu í Malaví þar sem unnið er heildstætt með samfélögum við að stuðla að kyn- og frjósemisheilbrigði og starfi í Úganda þar sem Ísland aðstoðar héraðsyfirvöld við útrýma skaðlegum samfélagsviðhorfum um tíðir kvenna og þar með auka aðgengi stúlkna að menntun. „Jafnréttismál eru sennilega mikilvægasta mannréttindamálið. Gullið undirstrikar leiðtogahlutverk Íslands á sviði jafnréttismála og hlökkum við til frekara samstarfs við UNDP á þessu sviði,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við athöfnina. Verjum hlutfallslega mestu til jafnréttismála Samkvæmt nýjum tölum frá Þróunarsamvinnunefnd OECD, DAC, var á árunum 2019 til 2020 varið alls 56,5 milljörðum Bandaríkjadala af framlögum til tvíhliða þróunarsamvinnu til jafnréttismála, eða að meðaltali 45 prósentum af heildarframlögum. Af einstaka framlagsríkjum ráðstafaði Ísland hlutfallslega mestu til málaflokksins eða 88 prósentum. Kanada er með sama hlutfall og Írland, Holland og Svíþjóð fylgja fast á eftir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent