Erlent Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og nokkur fjöldi er slasaður eftir að hluti brúar hrundi í suður-kóresku borginni Anseong í nótt. Talið er að tíu verkamenn hið minnsta hafi fallið af brúnni sem er í smíðum. Erlent 25.2.2025 08:45 Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Erlent 25.2.2025 08:08 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. Erlent 24.2.2025 23:34 Valdi dauða með aftökusveit Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Erlent 24.2.2025 21:50 Segir Selenskí á leið til Washington Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 24.2.2025 18:57 Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 17:12 Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 15:22 Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Erlent 24.2.2025 13:36 Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Erlent 24.2.2025 10:43 Formaður sænska Miðflokksins hættir Muharrem Demirok hefur ákveðið að segja af sér sem formaður sænska Miðflokksins. Hann hefur gegnt formennsku í flokknum í tvö ár. Erlent 24.2.2025 08:55 Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. Erlent 24.2.2025 06:56 Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. Erlent 24.2.2025 06:40 Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. Erlent 23.2.2025 22:35 Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. Erlent 23.2.2025 18:06 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 23.2.2025 16:15 Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Frans páfi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna veikinda sinna. Þar segist hann hafa trú á meðferðinni sem hann nú hlýtur á sjúkrahúsi í Róm. Erlent 23.2.2025 15:02 Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Erlent 23.2.2025 09:58 Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. Erlent 22.2.2025 18:26 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Erlent 22.2.2025 10:07 Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. Erlent 22.2.2025 09:37 Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Erlent 21.2.2025 14:12 Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör. Erlent 21.2.2025 13:31 Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Erlent 21.2.2025 11:26 Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Alríkisdómari hefur neitað kröfu verkalýðsfélaga um að stöðva fjöldauppsagnir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum og vísað máli þeirra frá. Erlent 21.2.2025 07:58 Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði. Erlent 21.2.2025 07:00 Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandarískur dómari tók upp skammbyssu sem hann bar í hulstri á ökkla og skaut eiginkonu sína til bana. Þau höfðu þá rifist um fjármál á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Erlent 20.2.2025 14:55 Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. Erlent 20.2.2025 14:05 Trump fetar í fótspor Breivik „Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik. Erlent 20.2.2025 11:57 Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Meðlimir Hamas-samtakanna afhentu starfsmönnum Rauða krossins lík fjögurra ísraelskra gísla í morgun. Þar á meðal voru lík Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslanna sem Hamas-liðar tóku í Ísrael þann 7. október 2023. Erlent 20.2.2025 11:41 Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Erlent 20.2.2025 10:12 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og nokkur fjöldi er slasaður eftir að hluti brúar hrundi í suður-kóresku borginni Anseong í nótt. Talið er að tíu verkamenn hið minnsta hafi fallið af brúnni sem er í smíðum. Erlent 25.2.2025 08:45
Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Erlent 25.2.2025 08:08
Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. Erlent 24.2.2025 23:34
Valdi dauða með aftökusveit Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Erlent 24.2.2025 21:50
Segir Selenskí á leið til Washington Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 24.2.2025 18:57
Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að Rússar dragi herlið sitt þegar í stað frá Úkraínu. Aðeins 93 af 193 löndum greiddu atkvæði með tillögunni. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 17:12
Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Skurðlæknir á eftirlaunum sem sakaður er um að hafa nauðgað eða misnotað 299 fyrrverandi sjúklinga sem í flestum tilfellum eru börn játar flest brot sín. Málið kom til kasta dómstóla í Frakklandi í dag. AFP greinir frá. Erlent 24.2.2025 15:22
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Erlent 24.2.2025 13:36
Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Erlent 24.2.2025 10:43
Formaður sænska Miðflokksins hættir Muharrem Demirok hefur ákveðið að segja af sér sem formaður sænska Miðflokksins. Hann hefur gegnt formennsku í flokknum í tvö ár. Erlent 24.2.2025 08:55
Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. Erlent 24.2.2025 06:56
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. Erlent 24.2.2025 06:40
Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. Erlent 23.2.2025 22:35
Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Þýskalandi er Kristilegum Demókrötum spáð sigri með um 29 prósent atkvæða. Harðlínuhægriflokknum AfD er spáð 19,5 prósentum sem er söguleg niðurstaða í tólf ára sögu flokksins. Erlent 23.2.2025 18:06
Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 23.2.2025 16:15
Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Frans páfi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna veikinda sinna. Þar segist hann hafa trú á meðferðinni sem hann nú hlýtur á sjúkrahúsi í Róm. Erlent 23.2.2025 15:02
Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Evrópa fylgist grannt með Þjóðverjum þegar þeir ganga að kjörborðinu í dag. Skoðanakannanir benda til þess að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata verði næsti kanslari. Erlent 23.2.2025 09:58
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. Erlent 22.2.2025 18:26
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. Erlent 22.2.2025 10:07
Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni. Erlent 22.2.2025 09:37
Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Ítrekaðar aftökur rússneskra hermanna á úkraínskum stríðsföngum eru líklega kerfisbundnar en ekki einangruð atvik. Vekur það spurningar um afstöðu og aðkomu yfirmanna rússneska hersins og yfirvalda í Kreml. Erlent 21.2.2025 14:12
Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör. Erlent 21.2.2025 13:31
Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum. Erlent 21.2.2025 11:26
Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Alríkisdómari hefur neitað kröfu verkalýðsfélaga um að stöðva fjöldauppsagnir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum og vísað máli þeirra frá. Erlent 21.2.2025 07:58
Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði. Erlent 21.2.2025 07:00
Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandarískur dómari tók upp skammbyssu sem hann bar í hulstri á ökkla og skaut eiginkonu sína til bana. Þau höfðu þá rifist um fjármál á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Erlent 20.2.2025 14:55
Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. Erlent 20.2.2025 14:05
Trump fetar í fótspor Breivik „Sá sem bjargar landi sínu brýtur engin lög,“ sagði Donald Trump á samfélagsmiðlum síðustu helgi. Frasinn er gjarnan eignaður Napóleon Bónaparte og hefur verið notaður af ýmsum mönnum, þar á meðal forseta El Salvador og Anders Behring Breivik. Erlent 20.2.2025 11:57
Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Meðlimir Hamas-samtakanna afhentu starfsmönnum Rauða krossins lík fjögurra ísraelskra gísla í morgun. Þar á meðal voru lík Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslanna sem Hamas-liðar tóku í Ísrael þann 7. október 2023. Erlent 20.2.2025 11:41
Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Erlent 20.2.2025 10:12