Fréttir

Mætti með hníf í sund og var vísað út

Manni var vísað út úr sundhöll fyrr í dag og á daginn kom að hann var með hníf í fórum sínum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Innlent

Biden í geisla­með­ferð við krabba­meini

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur hafið geislameðferð við blöðruhálskrabbameini. Meinið fannst í maí síðastliðnum en krabbamein í blöðruhálsi er gríðarlega algengt meðal karla yfir áttræðu.

Innlent

Fann fyrir á­kalli um ferska for­ystu

Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja.

Innlent

Sendir Svein Andra í mál við ríkið

Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. 

Innlent

„Þetta er pólitísk vakning“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ákvarðanataka í stjórnmálum hafi í auknum mæli markast af kerfisrækni, rétttrúnaði og öðrum kreddum í stað almennrar skynsemi. Hann segir mikinn fjölda fólks á öllum aldri hafa gengið til liðs við Miðflokkinn að undanförnu. Um sé að ræða pólitíska vakningu og vinsældir flokksins skýrist af því að hann þori að segja það sem þurfi meðan aðrir þegja.

Innlent

Segir tölur um ungloðnu gríðar­lega já­kvæðar

Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað.

Innlent

Gíslar á heim­leið og gleði­fréttir af loðnunni

Hamas samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Bandaríkjaforseti segist hafa trú á að Ísraelar og Hamas haldi sig við friðarsamkomulag hans.

Innlent

Hafa frest til mánu­dags til að sleppa gíslunum

Hamas-samtökin hafa frest til hádegis á mánudag til þess að sleppa öllum tuttugu gíslunum sem enn eru í haldi samtakanna og eru taldir á lífi. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir samtökin nú vinna að því að safna saman gíslunum og segist fullviss um að samtökin og Ísraelsstjórn haldi áætlun samkvæmt vopnahléssamkomulaginu. 

Erlent

Valtýr furðar sig á ó­hróðri, níði og að­dróttunum syst­kina

Valtýr Sigurðsson, sem hafði umsjón með rannsókn á Geirfinnsmálinu fyrir hálfri öld, furðar sig á óhróðri, persónulegu níði og ólögmætum aðdróttunum í nýlegri skoðunargrein. Sú staðreynd að lögregluyfirvöld hafi ekki hlustað á aðstandendur nýlegrar bókar með kenningum segi sína sögu.

Innlent

Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar

Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni.

Innlent

Magga Stína komin til Amsterdam

Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, lenti í Amsterdam seint í gærkvöldi eftir að hún var látin laus úr haldi Ísraela. Fyrr í vikunni var hún handtekin ásamt öðrum meðlimum Frelsisflotans við tilraun til þess að koma hjálpargögnum á Gasa. 

Innlent

Allt að á­tján stig fyrir austan á morgun

Útlit er fyrir rigningu og þokusúld víða á landinu í dag, úrkomulítið á norðanverðu landinu framan af degi en rigning eftir hádegi. Á morgun verður minnkandi suðvestanátt, rigning með köflum en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 10 - 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Veður

Tapsárir ung­lingar lofuðu að lækka

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hávaðasamt unglingasamkvæmi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um þrjá vini var að ræða sem sögðust tapsárir vegna taps fótboltalandsliðsins gegn Úkraínu. 

Innlent

Halla og Þor­björg á leið til Kína

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar.

Innlent

Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í kvöld að hundrað prósent tollar yrðu lagðar á allar vörur frá Kína. Þessi hundrað prósent sagði hann bætast við þá tolla sem innflytjendur borga þegar fyrir kínverskar vörur. Tilkynningin markar enn aðra stigmögnunina í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína.

Erlent

Beygju­vasarnir stór­hættu­legir

Hjólreiðamaður segir beygjuvasa við stærri gatnamót vera stórhættulega. Hann segir það betra fyrir alla, sama hvaða ferðamáta þeir nýta sér, að vasarnir séu fjarlægðir.

Innlent

Kourani fluttur á Klepp

Mohamad Kourani hefur verið fluttur á réttargeðdeild á Kleppi þar sem hann gengst undir lyfjameðferð. Síðastliðnu ári hefur hann varið í einangrunarklefa vegna árásargjarnar og ofbeldisfullar hegðunar.

Innlent

Fékk sýn og vakti heims­at­hygli

Vopnahlé á Gaza tók gildi í hádeginu og tugþúsundir Palestínumanna héldu heim. Margra beið þó ekkert annað en húsarústir. Stærsta mannúðaraðgerð frá seinni heimstyrjöld er fram undan og í kvöldfréttum sjáum við myndir frá Gaza og ræðum við framkvæmdastjóra Rauða krossins.

Innlent

Enginn njósni um barna­af­mæli borgarinnar

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi.

Innlent