Fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf. Innlent 14.7.2025 15:33 Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Landgangi var ekið í nef flugvélar Icelandair á laugardagsmorgun þegar honum var ekið að flugvélinni við komu til landsins. Þegar landgangurinn rakst í hana urðu skemmdir á vélinni. Innlent 14.7.2025 15:16 Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu. Innlent 14.7.2025 14:59 Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Innlent 14.7.2025 14:16 Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður. Veður 14.7.2025 14:07 „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Innlent 14.7.2025 14:03 Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. Innlent 14.7.2025 13:48 Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Innlent 14.7.2025 13:02 Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí. Innlent 14.7.2025 12:42 Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. Innlent 14.7.2025 12:18 Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Innlent 14.7.2025 12:13 Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. Innlent 14.7.2025 11:43 Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Í hádegisfréttum fylgjumst við með þingstörfunum á þessum síðasta degi Alþingis fyrir sumarfrí. Innlent 14.7.2025 11:40 Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Innlent 14.7.2025 11:22 „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. Innlent 14.7.2025 11:08 Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Innlent 14.7.2025 10:40 „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Innlent 14.7.2025 09:02 Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Uppgröftur er hafinn í Tuam í Galway-sýslu á Írlandi, þar sem talið er að nunnur hafi jarðsett allt að 800 ungabörn sem létust á heimili fyrir mæður og börn á árunum 1925 til 1961. Erlent 14.7.2025 07:37 Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Keith Kellogg hershöfðingi í Bandaríkjaher og Sérstakur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta kom til Úkraínu í morgun til skrafs og ráðagerða en búist er við því að rætt verði um frekari hernaðarstuðning fyrir Úkraínumenn og hertari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 14.7.2025 07:31 Tenerife-veður víða á landinu Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun. Innlent 14.7.2025 07:01 Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Þingfundur hefst klukkan 10 á Alþingi þar sem til stendur að ljúka þingstörfum fyrir sumarfrí. Innlent 14.7.2025 06:50 „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Innlent 14.7.2025 06:39 „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. Erlent 14.7.2025 06:34 Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. Innlent 13.7.2025 22:32 Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Félagið Ísland-Palestína hefur efnt til mótmæla gegn opinberri heimsókn Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, til Íslands í vikunni. Innlent 13.7.2025 22:26 „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Innlent 13.7.2025 20:51 „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hitinn á landinu næstu daga gæti náð hvorki meira né minna en 28 stigum og segir veðurfræðingur það raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Veður 13.7.2025 20:39 Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Innlent 13.7.2025 20:03 Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ 27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum segir lífið of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnar því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi, sem hann hefur þurft að berjast fyrir. Innlent 13.7.2025 19:00 Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Úkraínsk yfirvöld segjast hafa drepið tvo rússneska fulltrúa sem báru ábyrgð á dauða háttsetts úkraínsks ofursta sem var skotinn til bana á fimmtudag. Erlent 13.7.2025 18:37 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf. Innlent 14.7.2025 15:33
Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Landgangi var ekið í nef flugvélar Icelandair á laugardagsmorgun þegar honum var ekið að flugvélinni við komu til landsins. Þegar landgangurinn rakst í hana urðu skemmdir á vélinni. Innlent 14.7.2025 15:16
Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu. Innlent 14.7.2025 14:59
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Innlent 14.7.2025 14:16
Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður. Veður 14.7.2025 14:07
„Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Ferðamálastofa hefur hefur birt tölfræði á vefsíðu sinni um slys og hættuatvik sem tengjast ferðafólki í íslenskri náttúru. Sérfræðingur öryggismála hjá stofnuninni vonast til að miðlægur gagnagrunnur um slys í ferðaþjónustu verði tekinn í notkun í haust. Innlent 14.7.2025 14:03
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. Innlent 14.7.2025 13:48
Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Innlent 14.7.2025 13:02
Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí. Innlent 14.7.2025 12:42
Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. Innlent 14.7.2025 12:18
Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Innlent 14.7.2025 12:13
Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Ymur Art Runólfsson, fertugur karlmaður, beitti fjórum hnífum þegar hann varð móður sinni að bana í íbúð hennar í Breiðholti í október síðastliðnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi á hendur Ym. Innlent 14.7.2025 11:43
Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Í hádegisfréttum fylgjumst við með þingstörfunum á þessum síðasta degi Alþingis fyrir sumarfrí. Innlent 14.7.2025 11:40
Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Innlent 14.7.2025 11:22
„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. Innlent 14.7.2025 11:08
Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. Innlent 14.7.2025 10:40
„Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Innlent 14.7.2025 09:02
Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Uppgröftur er hafinn í Tuam í Galway-sýslu á Írlandi, þar sem talið er að nunnur hafi jarðsett allt að 800 ungabörn sem létust á heimili fyrir mæður og börn á árunum 1925 til 1961. Erlent 14.7.2025 07:37
Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Keith Kellogg hershöfðingi í Bandaríkjaher og Sérstakur ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta kom til Úkraínu í morgun til skrafs og ráðagerða en búist er við því að rætt verði um frekari hernaðarstuðning fyrir Úkraínumenn og hertari refsiaðgerðir gegn Rússum. Erlent 14.7.2025 07:31
Tenerife-veður víða á landinu Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun. Innlent 14.7.2025 07:01
Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Þingfundur hefst klukkan 10 á Alþingi þar sem til stendur að ljúka þingstörfum fyrir sumarfrí. Innlent 14.7.2025 06:50
„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Innlent 14.7.2025 06:39
„Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. Erlent 14.7.2025 06:34
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. Innlent 13.7.2025 22:32
Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Félagið Ísland-Palestína hefur efnt til mótmæla gegn opinberri heimsókn Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, til Íslands í vikunni. Innlent 13.7.2025 22:26
„Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Bifhjólafólk er orðið langþreytt á að bíða eftir að meira tillit sé tekið til þeirra í vegakerfinu. Þau hafi áhyggjur af stöðunni og vilji að rödd þeirra heyrist. Bifhjólamaður lést í umferðarslysi í Reykjavík í vikunni. Innlent 13.7.2025 20:51
„Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hitinn á landinu næstu daga gæti náð hvorki meira né minna en 28 stigum og segir veðurfræðingur það raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Veður 13.7.2025 20:39
Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. Innlent 13.7.2025 20:03
Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ 27 ára maður sem greindist með banvænan taugahrörnunarsjúkdóm á dögunum segir lífið of stutt til að vera neikvæður. Hann fagnar því að hafa fengið leyfi fyrir lífsnauðsynlegu lyfi, sem hann hefur þurft að berjast fyrir. Innlent 13.7.2025 19:00
Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Úkraínsk yfirvöld segjast hafa drepið tvo rússneska fulltrúa sem báru ábyrgð á dauða háttsetts úkraínsks ofursta sem var skotinn til bana á fimmtudag. Erlent 13.7.2025 18:37