Fréttir

Tveir hand­teknir í fíkniefnamáli fyrir austan

Lögreglan á Austurlandi handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga á fertugsaldri á Seyðisfirði sem eru grunaðir í fíkniefnamáli. Málið er enn í rannsókn og lýtur meðal annars að framleiðslu fíkniefna og dreifingu.

Innlent

Fimm tóku fyrstu skóflu­stunguna að Borgarlínu

Samgönguráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú klukkan 12:30. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu, sem hefur verið á teikniborðinu í áratug. Af því tilefni hefur verið boðað til viðburðar og sýnt verður frá honum hér á Vísi.

Innlent

Hótaði að kveikja í sam­býlis­konu og stjúpsyni

Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu.

Innlent

Kannast ekki við að vera látinn

Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún.

Innlent

Mikil hálka þegar bana­slysið varð

Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða.

Innlent

Styrkur gróður­húsa­loft­tegunda aldrei aukist eins hratt

Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt.

Erlent

Mikið sjónar­spil eftir að Starship sprakk

Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils.

Erlent

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir.

Innlent

Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgar­línu

Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag.

Innlent

Sann­færð um að nýtt bókunar­kerfi leysi vandann

Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segist sannfærð um að nýtt bókunarkerfi verði til þess að auka til muna þáttöku kvenna í brjóstakrabbameinsskimun. Það sé nauðsynlegt til að bjarga mannslífum. Mikið vanti upp á þátttökuna.

Innlent

„Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“

Rithöfundurinn Neil Gaiman neitar því staðfastlega að hafa nokkurn tímann brotið gegn konum og þvingað þær til að gera eitthvað gegn vilja þeirra. Hann viðurkennir þó að hafa átt að gera betur.

Erlent

Imran Khan í fjór­tán ára fangelsi

Dómstóll í Pakistan hefur dæmt Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi og fangelsi frá árinu 2023.

Erlent

Hvessir sunnan- og austan­til í kvöld

Lægðin sem olli snjókomunni á Norður- og Austurlandi í nótt fjarlægist nú landið og má reikna með fremur hægum vindi á landinu í dag. Víða eru líkur á stöku éljum og má reikna með frosti á bilinu núll til átta stig. Það hvessir hins vegar í kvöld og hafa verið gefnar út gular viðvaranir sunnan- og austantil vegna hvassviðris.

Veður

Fé­lag for­stöðu­manna fundar um bréf ráð­herra um hag­ræðingu

Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út.

Innlent

Af­henda dóms­mála­ráð­herra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku

Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi vinnur nú að því, ásamt Sigurð Björgvini, að taka saman niðurstöður rannsóknar þeirra á því hver hafi myrt Geirfinn Einarsson 19. nóvember 1974. Niðurstöðurnar, og ýmis skjöl, verða afhent dómsmálaráðherra í næstu viku. Jón Ármann fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráðherra Finna fer fram á nálgunarbann

Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur farið fram á nálgunarbann gegn manni á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi á morgun. Fram kemur í frétt finnska miðilsins Helsingin Sanomat að þegar séu í gildi í það minnsta tvö nálgunarbönn á manninn vegna ógnandi og óviðeigandi hegðunar hans.

Erlent

Harm­leikurinn í Súða­vík, far­aldur veggjalúsar og vatna­vextir

Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld.

Innlent