Fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, segir ánægjulegt að sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafi verið samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær. Praktísk vinna við sameiningu hefst núna en formlega tekur sameiningin gildi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 21.9.2025 10:26 Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Páll Magnússon leysir Kristján Kristjánsson af í þætti dagsins og fær til sín fjölbreytta gesti. Innlent 21.9.2025 09:47 Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37 Telur áform ráðherra vanhugsuð Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Innlent 21.9.2025 07:44 Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis. Veður 21.9.2025 07:29 Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Hafnarfirði og tilkynnt um mann með sveðju utandyra í Kópavogi. Tveir voru handteknir sem óku undir áhrifum á lögreglubíl og reyndu svo að skipta um sæti. Innlent 21.9.2025 07:23 Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Innlent 21.9.2025 07:03 Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir. Erlent 21.9.2025 00:03 Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Afgana gefi þeir ekki eftir yfirráð yfir Bagram herstöðinni svokölluðu, sem áður var undir stjórn Bandaríkjamanna. Erlent 20.9.2025 23:48 Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Erlent 20.9.2025 22:00 Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Erlent 20.9.2025 21:41 Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Talsverður meirihluti íbúa Skorradalshrepps og Borgarbyggðar greiddu atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem lauk í dag. Innlent 20.9.2025 20:49 Efast um að olíuleit beri árangur Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Innlent 20.9.2025 20:07 Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Innlent 20.9.2025 20:04 Píratar taka upp formannsembætti Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Innlent 20.9.2025 19:55 Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 20.9.2025 18:00 Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli 25 ára maður er grunaður um að hafa myrt sjúkraflutningamann í Svíþjóð í dag. Sjúkraflutningamaðurinn var að sinna útkalli þegar ráðist var á hana. Erlent 20.9.2025 16:33 Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Vegna framkvæmda hafa Veitur lokað annari akrein Hálsabrautar við Hestháls. Þar með fækkar útgönguleiðum úr Árbænum næstu fjórar vikurnar, og fleiri þurfa að aka um gatnamót Höfðabakka þar sem umdeildar framkvæmdir fóru fram í sumar. Innlent 20.9.2025 16:22 Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Netárás á erlent innritunarkerfi gæti komið til með hafa áhrif á flugferðir Icelandair. Forstöðumaður samskipta segir að allir ferðalangar verða látnir vita verði breytingar á ferðum þeirra. Innlent 20.9.2025 15:54 Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. Innlent 20.9.2025 14:49 „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Innlent 20.9.2025 14:45 Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. Innlent 20.9.2025 13:46 Trump og Selenskí funda á ný Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Erlent 20.9.2025 13:16 „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Innlent 20.9.2025 12:03 Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varhald yfir honum. Innlent 20.9.2025 11:56 Vill breyta nafni Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði. Innlent 20.9.2025 11:41 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18 Landsþing Viðreisnar hafið Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari. Innlent 20.9.2025 10:04 Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Stórir alþjóðaflugvellir í Evrópu geta ekki innritað farþega rafrænt vegna netárásar. Árásin hefur leitt til mikilla tafa á flugferðum vítt og breitt um álfuna. Erlent 20.9.2025 09:44 Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn. Innlent 20.9.2025 09:31 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Guðveig Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, segir ánægjulegt að sameining Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafi verið samþykkt með meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær. Praktísk vinna við sameiningu hefst núna en formlega tekur sameiningin gildi eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Innlent 21.9.2025 10:26
Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Páll Magnússon leysir Kristján Kristjánsson af í þætti dagsins og fær til sín fjölbreytta gesti. Innlent 21.9.2025 09:47
Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37
Telur áform ráðherra vanhugsuð Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum. Innlent 21.9.2025 07:44
Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis. Veður 21.9.2025 07:29
Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Hafnarfirði og tilkynnt um mann með sveðju utandyra í Kópavogi. Tveir voru handteknir sem óku undir áhrifum á lögreglubíl og reyndu svo að skipta um sæti. Innlent 21.9.2025 07:23
Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Innlent 21.9.2025 07:03
Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir. Erlent 21.9.2025 00:03
Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Afgana gefi þeir ekki eftir yfirráð yfir Bagram herstöðinni svokölluðu, sem áður var undir stjórn Bandaríkjamanna. Erlent 20.9.2025 23:48
Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Erlent 20.9.2025 22:00
Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Grænlendingar eru drjúgir hvalveiðimenn. Kvótinn í ár leyfir þessari næstu nágrannaþjóð Íslendinga að veiða þrjátíu og eitt stórhveli og hátt í tvöhundruð hrefnur. Erlent 20.9.2025 21:41
Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Talsverður meirihluti íbúa Skorradalshrepps og Borgarbyggðar greiddu atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem lauk í dag. Innlent 20.9.2025 20:49
Efast um að olíuleit beri árangur Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Innlent 20.9.2025 20:07
Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Innlent 20.9.2025 20:04
Píratar taka upp formannsembætti Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar. Innlent 20.9.2025 19:55
Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 20.9.2025 18:00
Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli 25 ára maður er grunaður um að hafa myrt sjúkraflutningamann í Svíþjóð í dag. Sjúkraflutningamaðurinn var að sinna útkalli þegar ráðist var á hana. Erlent 20.9.2025 16:33
Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Vegna framkvæmda hafa Veitur lokað annari akrein Hálsabrautar við Hestháls. Þar með fækkar útgönguleiðum úr Árbænum næstu fjórar vikurnar, og fleiri þurfa að aka um gatnamót Höfðabakka þar sem umdeildar framkvæmdir fóru fram í sumar. Innlent 20.9.2025 16:22
Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Netárás á erlent innritunarkerfi gæti komið til með hafa áhrif á flugferðir Icelandair. Forstöðumaður samskipta segir að allir ferðalangar verða látnir vita verði breytingar á ferðum þeirra. Innlent 20.9.2025 15:54
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. Innlent 20.9.2025 14:49
„Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Innlent 20.9.2025 14:45
Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. Innlent 20.9.2025 13:46
Trump og Selenskí funda á ný Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Erlent 20.9.2025 13:16
„Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varðhald yfir honum. Hún segist ekki muna eftir samskonar máli og að brot gerist ekki alvarlegri. Innlent 20.9.2025 12:03
Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Afbrotafræðingur segir skiljanlegt að fólki blöskri að maður gangi laus sem sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni á grunnskólaaldri. Maðurinn var látinn laus að loknu þriggja daga gæsluvarðhaldi og fór lögregla ekki fram á lengra varhald yfir honum. Innlent 20.9.2025 11:56
Vill breyta nafni Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði. Innlent 20.9.2025 11:41
Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18
Landsþing Viðreisnar hafið Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari. Innlent 20.9.2025 10:04
Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Stórir alþjóðaflugvellir í Evrópu geta ekki innritað farþega rafrænt vegna netárásar. Árásin hefur leitt til mikilla tafa á flugferðum vítt og breitt um álfuna. Erlent 20.9.2025 09:44
Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Peningakassa var stolið af hóteli í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að atvikið hafi náðst á upptökuvél og að annar gerandinn sé þekktur af lögreglu. Þar kemur einnig fram að málið sé í rannsókn. Innlent 20.9.2025 09:31