Fréttir

Svíar líta til kjarn­orku­vopna

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna.

Erlent

Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi

Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr.

Innlent

Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE

Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni.

Erlent

Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir

Eftir tæplega fjögurra ára átök nálgast fjöldi rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafa fallið, særst eða horfið í átökunum frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu tvær milljónir. Rússar eru sagðir hafa misst nærri því 1.200 þúsund menn en Úkraínumenn tæplega sex hundruð þúsund.

Erlent

Engar kveðjur fengið frá Krist­rúnu

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur.

Innlent

Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur

Sænsk yfirvöld hyggjast lækka sakhæfisaldur úr fimmtán árum í þrettán ár. Yfirvöld ytra glíma við fjölda barna sem ganga í raðir glæpasamtaka. Lægri sakhæfisaldur ætti þó einungis við í alvarlegri glæpum.

Erlent

Borgar­full­trúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum

Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag.

Innlent

Ekki hægt að full­yrða að and­lát hafi tengst Co­vid-19 bólu­setningu

Tveir óháðir sérfræðingar meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlát fjögurra einstaklinga árið 2023 hafi verið í beinu orsakasamhengi við Covid-19 bólusetningu. Andlát einstaklinganna voru skráð í dánarmeinarskrá vegna bólusetninga við Covid-19. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð.

Innlent

Kynna einn fram­bjóðanda á dag næstu daga

Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík.

Innlent

Verka­lýðs­hreyfingin úti á túni með sitt tal?

Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR.

Innlent

Enga á­kvörðun tekið um Þór­dísi Kol­brúnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem sendiherra en sögusagnir þess efnis hafa verið á kreiki undanfarið. Hún segir að missir yrði af Þórdísi Kolbrúnu á þingi ef hún hyrfi til annarra starfa.

Innlent

Heiða tekur annað sætið í Reykja­vík

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Hún óskar Pétri Marteinssyni aftur til hamingju með sigurinn og öllum þeim sem tryggðu sér sæti á lista og segist áfram ætla að vinna í þágu borgarinnar á grundvelli hugsjóna sinna og jafnaðarstefnunnar.

Innlent

Meiri hveralykt af vatninu vegna við­halds og við­gerðar

Tímabundið getur verið meiri hveralykt af vatni en venjulega í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum vegna íblöndunar súlfíts í heita vatnið. Íblöndunin er vegna viðhalds og viðgerðar HS Orku á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fólk sem viðkvæmt er fyrir súlfíti í matvælum er bent á að heita vatnið sé ekki ætlað til neyslu eða til matreiðslu.

Innlent

Heiða hefur ekki heldur svarað upp­stillingar­nefnd

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti.

Innlent

„Móðir allra samninga“

Nýr fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og Indlands er sagður munu leiða til þess að útflutningur aðildarríkjanna til Indlands mun tvöfaldast fyrir árið 2032. Næstum allir tollar verða afnumdir eða lækkaðir verulega, sem mun spara evrópskum fyrirtækjum fjóra milljarða evra.

Erlent

Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu

Dönsk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um beinan peningastyrk til barnafjölskyldna, lífeyrisþega, bótaþega og námsmanna sem ætlað er að mæta hækkandi matvöruverði í landinu. Um er að ræða skattfrjálsa einskiptisgreiðslu, svokallaðan „matartékka“, sem nemur tæpum 50 þúsund íslenskum krónum til einstaklinga sem uppfylla skilyrði til greiðslunnar, en tæpar 20 þúsund krónur til námsmanna. Þá standa yfir viðræður milli stjórnmálaflokka um lækkun virðisaukaskatts á matvöru.

Erlent

„Þetta er auð­vitað glæsi­legt fyrir flokkinn“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu.

Innlent

Þing­fundi ekki frestað vegna handboltans

Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent

Leitað að fleira fólki á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík

Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar.

Innlent