Fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Hvergi eru lokunardagar í leikskólum eins margir og í Reykjavík samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög landsins samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands. Þannig voru lokunardagar leikskóla á haustönn 2024 tífalt fleiri á hvert barn í Reykjavík samanborið við næstu fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins samkvæmt úttektinni. Innlent 5.11.2025 06:02 Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa. Erlent 4.11.2025 23:16 Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Þrjár reynslumiklar lögreglukonur lýsa því hvernig þær voru um árabil áreittar af eltihrelli og hvernig lögregluembætti séu án úrræða í slíkum málum. Allt viðbragð sé svifaseint, lítið gert úr málunum og engin vernd í boði. Ein lögreglukonan neyddist til að fara í útkall að eigin heimili og þá sefur sonur annarrar enn með kylfu undir rúmi. Innlent 4.11.2025 22:42 Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Innlent 4.11.2025 21:44 Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Portúgalskir sjóliðar og lögreglumenn stöðvuðu á dögunum eins konar kafbát sem notaður er til fíkniefnasmygls yfir Atlantshafið. Um borð fundust fjórir menn og 1,7 tonn af kókaíni en þetta er í annað sinn á árinu sem Portúgalar stöðva bát sem þennan. Erlent 4.11.2025 21:14 Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna. Innlent 4.11.2025 20:20 Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. Innlent 4.11.2025 20:01 Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Lögreglukonur sem lentu í eltihrelli segja að halda þurfi betur utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. Sálfræðingur segir eltihrella geta haft gríðarleg áhrif á starfsgetu lögreglumanna. Innlent 4.11.2025 19:12 Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Vísindamönnum í Mexíkó hefur nokkrum sinnum tekist að taka upp hjörð háhyrninga ráðast á og drepa hvíthákarla. Háhyrningarnir éta svo orkuríka lifur hákarlanna og lítið sem ekkert annað. Erlent 4.11.2025 18:48 Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum nýttu kerfisvillu til að margfalda upphæðir við millifærslur. Í kvöldfréttum Sýnar verður greint frá nýjum upplýsingum í málinu og farið yfir hvernig verknaðurinn átti sér stað. Innlent 4.11.2025 18:07 Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum barst á fimmta tímanum ábendingar um bát í vandræðum út af Gróttu sem ekki reyndust á rökum reistar. Þyrla var kölluð út og þrír bátar frá björgunarsveitum í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík. Innlent 4.11.2025 18:04 Fer fram og til baka með SNAP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Erlent 4.11.2025 17:53 Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. Innlent 4.11.2025 17:01 Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms og hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum fimm sem grunaðir eru um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum. Innlent 4.11.2025 15:37 Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sex hundruð kennarar um allt land hafa fengið aðgang að gervigreindartólum til að undirbúa kennslu. Markmiðið er að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar en samt sem áður er ekki verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla. Innlent 4.11.2025 15:24 „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02 Starfsmaður Múlaborgar ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 4.11.2025 14:50 Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50 Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Innlent 4.11.2025 14:12 Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4.11.2025 13:09 „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Innlent 4.11.2025 13:01 Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46 Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4.11.2025 11:38 Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Í hádegisfréttum fjöllum við um uppsagnirnar hjá Icelandair sem ráðist var í í morgun. Innlent 4.11.2025 11:32 Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Erlent 4.11.2025 11:28 „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Kona með POTS segir lífsgæðin hennar hafa verið tekin af henni þegar Sjúkratryggingar Íslands hættu að niðurgreiða vökvagjöf sem meðferð við sjúkdómnum. Fjárhagur hennar leyfir ekki að greiða sjálf fyrir meðferðina. Innlent 4.11.2025 11:23 Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 4.11.2025 11:20 Ölvaður en ekki barnaníðingur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk. Innlent 4.11.2025 10:53 Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Innlent 4.11.2025 09:54 Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Innlent 4.11.2025 07:59 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Hvergi eru lokunardagar í leikskólum eins margir og í Reykjavík samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög landsins samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands. Þannig voru lokunardagar leikskóla á haustönn 2024 tífalt fleiri á hvert barn í Reykjavík samanborið við næstu fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins samkvæmt úttektinni. Innlent 5.11.2025 06:02
Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa. Erlent 4.11.2025 23:16
Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Þrjár reynslumiklar lögreglukonur lýsa því hvernig þær voru um árabil áreittar af eltihrelli og hvernig lögregluembætti séu án úrræða í slíkum málum. Allt viðbragð sé svifaseint, lítið gert úr málunum og engin vernd í boði. Ein lögreglukonan neyddist til að fara í útkall að eigin heimili og þá sefur sonur annarrar enn með kylfu undir rúmi. Innlent 4.11.2025 22:42
Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Innlent 4.11.2025 21:44
Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Portúgalskir sjóliðar og lögreglumenn stöðvuðu á dögunum eins konar kafbát sem notaður er til fíkniefnasmygls yfir Atlantshafið. Um borð fundust fjórir menn og 1,7 tonn af kókaíni en þetta er í annað sinn á árinu sem Portúgalar stöðva bát sem þennan. Erlent 4.11.2025 21:14
Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Einn fyrrverandi stjórnarmaður og einn núverandi stjórnarmaður Ungra Miðflokksmanna sem viðrað hafa umdeildar skoðanir opinberlega tala ekki fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar. Þetta segir formaður Ungra Miðflokksmanna. Hann segir einstaklinga bera ábyrgð á eigin orðum, allir séu velkomnir í hreyfinguna. Innlent 4.11.2025 20:20
Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. Innlent 4.11.2025 20:01
Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Lögreglukonur sem lentu í eltihrelli segja að halda þurfi betur utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. Sálfræðingur segir eltihrella geta haft gríðarleg áhrif á starfsgetu lögreglumanna. Innlent 4.11.2025 19:12
Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Vísindamönnum í Mexíkó hefur nokkrum sinnum tekist að taka upp hjörð háhyrninga ráðast á og drepa hvíthákarla. Háhyrningarnir éta svo orkuríka lifur hákarlanna og lítið sem ekkert annað. Erlent 4.11.2025 18:48
Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Mennirnir sem eru grunaðir um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum nýttu kerfisvillu til að margfalda upphæðir við millifærslur. Í kvöldfréttum Sýnar verður greint frá nýjum upplýsingum í málinu og farið yfir hvernig verknaðurinn átti sér stað. Innlent 4.11.2025 18:07
Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum barst á fimmta tímanum ábendingar um bát í vandræðum út af Gróttu sem ekki reyndust á rökum reistar. Þyrla var kölluð út og þrír bátar frá björgunarsveitum í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík. Innlent 4.11.2025 18:04
Fer fram og til baka með SNAP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Erlent 4.11.2025 17:53
Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. Innlent 4.11.2025 17:01
Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms og hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum fimm sem grunaðir eru um að hafa stolið hundruðum milljóna af íslenskum bönkum. Innlent 4.11.2025 15:37
Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sex hundruð kennarar um allt land hafa fengið aðgang að gervigreindartólum til að undirbúa kennslu. Markmiðið er að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar en samt sem áður er ekki verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla. Innlent 4.11.2025 15:24
„Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Oddviti Framsóknar í Reykjavík segir meirihlutann í borgarstjórn sýna algjört ábyrgðarleysi í fjárhagsáætlun sinni fyrir næsta ár og til 2030. Hann á ekki von á því að áætlanir um milljarðaafgang standist, sér í lagi vegna stöðunnar sem uppi er í efnahagsmálum. Innlent 4.11.2025 15:02
Starfsmaður Múlaborgar ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns um tvítugt, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt um fjórar vikur. Innlent 4.11.2025 14:50
Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. Innlent 4.11.2025 14:50
Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Stefnt er að því að leiðtogaprófkjör fari fram hjá Viðreisn í Reykjavík snemma á næsta ári, í janúar eða í síðasta lagi í byrjun febrúar. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við embættið og hafa þrír til fjórir þegar viðrað áhuga á að sækjast eftir embættinu innan flokksins að sögn formanns Viðreisnarfélagsins í Reykjavík. Innlent 4.11.2025 14:12
Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4.11.2025 13:09
„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. Innlent 4.11.2025 13:01
Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að stöðugum og sterkum rekstri í A- og B-hluta. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 18,7 milljarða króna og EBITDA verði 69,6 milljarðar króna. Á árunum 2027 til 2030 er gert ráð fyrir batnandi afkomu og vaxandi EBITDA. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að afkoma ársins verði jákvæð um 14,6 milljarða króna. Þar af verður afkoma A-hluta jákvæð um 381 milljón, samanborið við 4,7 milljarða afgang í fyrra. Innlent 4.11.2025 11:46
Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Tæplega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- og fíkniefnalagabrot. Hann hefur einnig endurtekið rofið skilorð með slíku háttarlega sínu. Innlent 4.11.2025 11:38
Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Í hádegisfréttum fjöllum við um uppsagnirnar hjá Icelandair sem ráðist var í í morgun. Innlent 4.11.2025 11:32
Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Erlent 4.11.2025 11:28
„Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Kona með POTS segir lífsgæðin hennar hafa verið tekin af henni þegar Sjúkratryggingar Íslands hættu að niðurgreiða vökvagjöf sem meðferð við sjúkdómnum. Fjárhagur hennar leyfir ekki að greiða sjálf fyrir meðferðina. Innlent 4.11.2025 11:23
Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Boðað hefur verið til blaðamannafundar þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri kynnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Fjárhagsáætlun verður lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Innlent 4.11.2025 11:20
Ölvaður en ekki barnaníðingur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að veitingastaðnum KFC í Mosfellsbæ á sjötta tímanum síðdegis í gær vegna ölvaðs einstaklings sem var með ógnandi tilburði við starfsfólk. Innlent 4.11.2025 10:53
Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu. Innlent 4.11.2025 09:54
Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Innlent 4.11.2025 07:59