Fréttir

Loft­á­rásir í kjöl­far á­kalls Trumps

Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans.

Erlent

Tekist á um leik­skóla­mál og á­rásir á Gasa

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf.

Innlent

Flogið á ný í München eftir mögu­legt drónaflug

Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu.

Erlent

Sleppum ekki al­veg við leiðindi

Djúp lægð skammt norður af Hjaltlandi veldur nú illviðri í norðvestanverðri Evrópu, ýmist hvössum vindi eða úrhellisrigningu, segir í textaspá Veðurstofunnar.

Veður

Rann­saka mögu­lega stunguárás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu.

Innlent

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliða­ár opnast

Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals.

Innlent

„Af hverju ertu svona í framan?“

Gunnar Örn Backman lýsir særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit.  Gunnar, sem er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu, segir útlitið ástæðu viðbragðs lögreglu enda vanur fordómum vegna útlits síns. Hann telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“

Innlent

„Al­gjör­lega al­veg út í hött“

Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi.

Innlent

Um­ferðin færist inn á íbúðagötur

Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn.

Innlent

Skipar Ísraelum að hætta að sprengja

„Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“

Erlent

Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti

Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð.

Innlent

Vann á öllum deildum leik­skólans

Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum.

Innlent

Segja Rússa heyja stríð við Vestur­lönd og síðustu ævidagarnir á Grund

Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum.

Innlent

„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023.

Innlent

Nýsestur á skrif­stofunni þegar hann fékk bíl í flasið

Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega.

Innlent

„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki.

Erlent

Fresta fram­kvæmdum vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku.

Innlent

Rekja and­lát dóttur að hluta til sam­særis­kenninga móður

Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum.

Erlent

Sýnist komið að seinni hluta í elds­um­brotum í Sundhnúksgígaröðinni

Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinan í Krýsuvík hafi eitthvað með kviku að gera en landsig hefur verið á svæðinu. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands sem telur líklegast að nú fari að hægja verulega á atburðarásinni í sundhnúksgígaröðinni þótt það sé vel mögulegt að eitt eða tvö eldgos gjósi áður.

Innlent