Fréttir

Mafíósar dæmdir til dauða

Ellefu meðlimir hinnar kínversku Ming-fjölskyldu hafa verið dæmdir til dauða í heimalandinu. 28 aðrir fjölskyldumeðlimir hlutu vægari dóma en fjölskyldan framdi ýmsa glæpi í gegnum samtök sín í Mjanmar, skammt frá landamærunum við Kína. 

Erlent

Freista þess að koma aðildar­umsókn Úkraínu fram hjá Or­bán

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins vinnur nú að því að breyta reglum um inngöngu nýrra ríkja í sambandið til þess að reyna að mjaka umsóknarferli Úkraínu og Moldóvu áfram. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja ný ríki en Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, leggst þvert gegn inngöngu Úkraínu.

Erlent

Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gekk á fund atvinnuráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir lausn frá embætti. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að auglýsa stöðu forstjóra. Þorsteinn segir ljóst að hann njóti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram og því sé betra að annar taki við sem fyrst.

Innlent

Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en á­stæðan sorg­leg

Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir.

Innlent

„Ó­vænt og líka mjög leiðin­legt“

„Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi.

Innlent

Föst í Portúgal: „Sið­laust“ að fljúga vélunum út í morgun

Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins.

Innlent

Fara yfir stöðuna vegna Play og skipu­leggja sig

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu.

Innlent

Bíl­stjórinn þrettán ára

Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára.

Innlent

Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum

Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu.

Erlent

Aldrei neinn af­sláttur gefinn í flugprófunum

Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands.

Innlent

„Virðist bitna á sak­lausum ferða­mönnum“

Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum.

Innlent

„Á­kveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu

Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast.

Innlent

Um­fangs­miklar á­rásir og símengað neyslu­vatn

Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent

Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar

Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk.

Innlent