Fréttir

Allt bendi til þess að breytingar séu í far­vatninu

Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins.

Erlent

Viðveru­stjórn er hluti af sér­fræðiþekkingu mann­auðs­fólks

Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega?

Innlent

Tár féllu, veður­guðir léku sér og stór­menni kvöddu sviðið

Þegar farið er yfir myndirnar sem ljósmyndarar og tökumenn fréttastofu Sýnar tóku á árinu 2025 má segja að mótmæli og pólitískar sviptingar hafi verið áberandi. Myndir af eldsumbrotum voru færri en árin á undan en í safninu er að finna fjölmörg önnur kunnuleg stef úr daglegu lífi samheldinnar þjóðar á hjara veraldar.

Innlent

Annar eig­andi skemmti­staðarins í Sviss í haldi

Jacques Moretti, annar tveggja eigenda Le Constellation, bars í Crans-Montana í svissnesku Ölpunum, er nú í gæsluvarðhaldi. Hann, og eiginkona hans, eru grunuð um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi vegna elds sem kviknaði á barnum á nýársnótt. Fjörutíu eru látin og fleiri en hundrað slösuð, flest táningar.

Erlent

Frost og hægur vindur

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði vestur af Skotlandi beina til okkar norðaustan- og austanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þannig eigi að vera fremur hægur vindur í dag en strekkingur við suðausturströndina.

Veður

Slökktu eld í djúpgámi í Kópa­vogi

Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi.

Innlent

Kviknaði í rusla­gámi í Kefla­vík

Eldur kviknaði í stórum opnum ruslagámi hjá grenndargámnum fyrir utan gömlu slökkvistöðina í Keflavík í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldatertu en ekki er hægt að slá neinu á föstu í þeim efnum.

Innlent

„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“

Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 

Innlent

Ráðast í út­tekt á hljóðdempun á höfuð­borgar­svæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt.

Innlent

Á­kærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnar­firði

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins.

Innlent

Miklar tafir á Hellis­heiði vegna slyss

Miklar umferðartafir urðu á Hellisheiði vegna umferðarslyss tveggja bíla við gatnamót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar. Tveir voru í hvorum bíl og enginn var fluttur á sjúkrahús eða slasaðist alvarlega. 

Innlent

Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filipps­eyjum

Að minnsta kosti tveir eru látnir og 36 er saknað eftir að fjall úr rusli og braki hrundi yfir sorpvinnslustöð á ruslahaug á Filippseyjum. Flóð rusls og braks flæddi yfir hús og eru margir sagðir hafa lokast inni. Þrettán var bjargað í nótt en einn þeirra lést í.

Erlent

„Ég veit ekkert hvað er í gangi“

Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð.

Innlent

Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ

Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti.

Innlent

Bresk stjórn­völd segja við­brögð X „móðgandi“

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum.

Erlent

Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra.

Erlent

Fram­sókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður odd­viti

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki.

Innlent

Tóku fimmta olíu­skipið: Svona virkar „skuggaflotinn“

Bandarískir hermenn tóku í morgun yfir stjórn olíuflutningaskipsins Olina á Karíbahafinu. Skipið er sagt bera olíu frá Venesúela og mun því hafa verið siglt undir fölsku flaggi. Þetta er fimmta skipið tengt Venesúela sem Bandaríkjamenn taka yfir á nokkrum vikum.

Erlent

Enn eitt burðardýrið á leið í steininn

Karlmaður frá Litáen hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á þremur lítrum af kókaíni á vökvaformi. Maðurinn játaði brot sitt en ekkert benti til þess að hann hefði verið eigandi efnanna.

Innlent

Klappar fyrir ferða­löngunum í ó­veðrinu

Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður.

Innlent

Stendur fastur fyrir og for­dæmir Trump

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir stjórnvöld í landinu ekki munu gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Hann segir mótmælendur skemmdarverkamenn sem séu að reyna Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs.

Erlent