Fréttir Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:08 „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Innlent 10.10.2025 12:20 Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Erlent 10.10.2025 12:19 Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um friðaráætlunina á Gasa sem ísraelsk stjórnvöld féllust á í gærkvöldi. Innlent 10.10.2025 11:36 Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma. Erlent 10.10.2025 11:26 Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvóti verði að hámarki tæp 44 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2025 til 2026. Ráðgjöfin byggir á mælingum á loðnustofninum sem voru gerðar í síðasta mánuði. Endurmeta á ráðgjöfina eftir áramót. Innlent 10.10.2025 11:14 Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ Innlent 10.10.2025 11:01 Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. Innlent 10.10.2025 10:20 Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Erlent 10.10.2025 10:17 Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, fer fram milli klukkan 10 og 17 í dag. Innlent 10.10.2025 09:30 Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Erlent 10.10.2025 09:03 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 10.10.2025 08:32 Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Kynningarfundur borgarstjóra um athafnaborgina - atvinnulíf og uppbyggingu innviða hefst klukkan 9 og stendur í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan. Innlent 10.10.2025 08:32 Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Stjórnvöld í Taívan hyggjast reisa loftvarnahjúp til að vernda landið gegn utanaðkomandi ógnum. Þetta tilkynnti William Lai, forseti Taívan, degi eftir að stjórnvöld vöruðu við því að Kínverjar ynnu að því að auka getu sína til að ráðast á landið. Erlent 10.10.2025 07:47 Harðar árásir á Kænugarð í nótt Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar. Erlent 10.10.2025 07:32 Vindur fer smá saman minnkandi Vindur fer nú smám saman minnkandi á landinu og eftir hádegi verður víða gola eða kaldi. Veður 10.10.2025 07:08 Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn. Innlent 10.10.2025 07:02 Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Erlent 10.10.2025 06:56 Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. Erlent 9.10.2025 22:47 Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Innlent 9.10.2025 22:00 Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. Innlent 9.10.2025 21:32 Annar andstæðingur Trumps ákærður Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Erlent 9.10.2025 21:17 Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag Innlent 9.10.2025 19:39 Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Innlent 9.10.2025 19:37 Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41 Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. Innlent 9.10.2025 18:07 Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. Erlent 9.10.2025 17:39 Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Innlent 9.10.2025 17:11 Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ Innlent 9.10.2025 16:44 Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Refsing yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var ákærður fyrir að nauðga Gisele Pelicot meðan hún lá meðvitundarlaus hefur verið þyngd úr níu ára fangelsi í tíu ár. Erlent 9.10.2025 16:27 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10.10.2025 13:08
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Innlent 10.10.2025 12:20
Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Erlent 10.10.2025 12:19
Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um friðaráætlunina á Gasa sem ísraelsk stjórnvöld féllust á í gærkvöldi. Innlent 10.10.2025 11:36
Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma. Erlent 10.10.2025 11:26
Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvóti verði að hámarki tæp 44 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2025 til 2026. Ráðgjöfin byggir á mælingum á loðnustofninum sem voru gerðar í síðasta mánuði. Endurmeta á ráðgjöfina eftir áramót. Innlent 10.10.2025 11:14
Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist hafa fengið líflátshótun átján mínútum eftir að hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að Magga Stína væri búin að tryggja frið á Gasa. Hann segir dæmið sýna að móðgunargirni hafi orðið að dyggð í því sem hann kallar „vókíska menningu vinstrimanna.“ Innlent 10.10.2025 11:01
Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er nú laus úr haldi Ísraela og á leið til Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan mun hún fljúga til Amsterdam í Hollandi þar sem hún mun hitta Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, dóttur sína. Þar mun hún hvíla sig í nokkra daga áður en hún heldur heim til Íslands. Innlent 10.10.2025 10:20
Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Perúska þingið samþykkti að svipta Dinu Boluarte forseta landsins embætti í dag. Ástæðan er meint getuleysi ríkisstjórnar hennar í að taka á glæpaöldu sem gengur yfir landið. Þingforsetinn tekur við embætti forseta tímabundið í hennar stað. Erlent 10.10.2025 10:17
Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, fer fram milli klukkan 10 og 17 í dag. Innlent 10.10.2025 09:30
Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Erlent 10.10.2025 09:03
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 10.10.2025 08:32
Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Kynningarfundur borgarstjóra um athafnaborgina - atvinnulíf og uppbyggingu innviða hefst klukkan 9 og stendur í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan. Innlent 10.10.2025 08:32
Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Stjórnvöld í Taívan hyggjast reisa loftvarnahjúp til að vernda landið gegn utanaðkomandi ógnum. Þetta tilkynnti William Lai, forseti Taívan, degi eftir að stjórnvöld vöruðu við því að Kínverjar ynnu að því að auka getu sína til að ráðast á landið. Erlent 10.10.2025 07:47
Harðar árásir á Kænugarð í nótt Rússar gerðu í nótt harðar árásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu og notuðu til verksins dróna og skotflaugar. Erlent 10.10.2025 07:32
Vindur fer smá saman minnkandi Vindur fer nú smám saman minnkandi á landinu og eftir hádegi verður víða gola eða kaldi. Veður 10.10.2025 07:08
Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Móðir ungs manns sem ók aftan á kyrrstæðan bíl sem lagt var í kanti Reykjanesbrautar að næturlagi segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Bíllinn hafi staðið á sama staðnum í nokkrar vikur, en lögregla segir enga tilkynningu hafa borist og bíllinn því ekki verið fjarlægður. Bíll mannsins og kyrrstæði bíllinn gjöreyðilögðust við áreksturinn. Innlent 10.10.2025 07:02
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Erlent 10.10.2025 06:56
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. Erlent 9.10.2025 22:47
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Innlent 9.10.2025 22:00
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. Innlent 9.10.2025 21:32
Annar andstæðingur Trumps ákærður Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Erlent 9.10.2025 21:17
Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Tilviljunin ein réði því að Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, væri stödd á Íslandi þegar heimsögulegar fréttir um vopnahlé á Gasa berast. Fréttastofa fékk að fylgja Dr. Varsen eftir á nokkrum stöðum í dag Innlent 9.10.2025 19:39
Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Lögreglan hefur aldrei þurft að leita að eins mörgum börnum og í ár. Lögreglumaður sem sinnir þessum verkefnum segir ráðaleysi ríkja í málaflokknum og nú verði ráðamenn að opna augun fyrir vandanum. Mæður lýsa honum sem bjargvætti. Innlent 9.10.2025 19:37
Hægagangur á rússneska hagkerfinu Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað. Erlent 9.10.2025 18:41
Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. Innlent 9.10.2025 18:07
Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Austurríkiskanslari og flokksbræður hans eru sagðir beita sér fyrir því að Eurovision fari ekki fram í landinu á næsta ári ef Ísrael verður meinuð þátttaka í keppninni. Talsmaður flokksins segir ótækt að banna listamanni af gyðingaættum að taka þátt í keppninni. Erlent 9.10.2025 17:39
Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Innlent 9.10.2025 17:11
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ Innlent 9.10.2025 16:44
Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Refsing yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var ákærður fyrir að nauðga Gisele Pelicot meðan hún lá meðvitundarlaus hefur verið þyngd úr níu ára fangelsi í tíu ár. Erlent 9.10.2025 16:27