Fréttir

„Draumar geta ræst“

Móðir sem beið eftir NPA þjónustu í tvö ár segir líf sitt og dóttur sinnar gjörbreytt nú þegar að hún hefur fengið þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Hún segir draum hafa ræst og fagnar frelsinu sem fylgir því að geta loks gert hefðbundna hluti. - Tómas Arnar hitti mæðgurnar á leikvelli

Innlent

Grind­víkingum blöskrar um­ræðan í Vikunni

Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár.

Innlent

Stór­tap Air Greenland vegna aflýstra flug­ferða til Nuuk

Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni.

Erlent

Nýr for­maður SUS vill sækja til hægri

Júlíus Viggó Ólafsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Engin mótframboð bárust í embætti formanns eða til stjórnar. Sambandið fékk þó ekki aðeins nýjan formann, heldur einnig nýtt merki.

Innlent

Miður að börn fylgi for­eldrum en ekki öfugt

Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins.

Innlent

Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna

Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag.

Innlent

„Þetta er ekki á borði þing­flokksins“

Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið.

Innlent

Óttast á­hrifin á vinnandi mæður

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Síðasti fuglinn floginn

Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar.

Innlent

Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn

Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína.

Innlent

Síma­frí en ekki síma­bann

Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. 

Innlent

Sendir þjóð­varð­liðið til Chicago

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref.

Erlent

Stjórnar­for­maður RÚV vill að Ísrael verði tafar­laust vikið úr Euro­vision

Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík.

Innlent

Gekk ber­serks­gang og beraði sig

Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína.

Innlent

Segja stutt í sam­komu­lag en sprengjum rignir enn

Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag.

Erlent