Fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Erlent 21.11.2024 12:13 Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Innlent 21.11.2024 12:09 „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. Innlent 21.11.2024 12:00 Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Samfylkingin bætir við sig tæpum þremur prósentustigum á einni viku samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Maskínu. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur bæta hvor um sig við sig einu prósentustigi. Sósíalistar tapa fylgi en haldast inni á þingi. Innlent 21.11.2024 12:00 Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum minnir á að svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar er talið mengað af sprengjum, bæði virkum og óvirkum. Tilefnið er umferð ferðamanna um svæðið vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Innlent 21.11.2024 11:52 Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. Erlent 21.11.2024 11:36 Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi flokkanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Innlent 21.11.2024 11:28 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. Innlent 21.11.2024 10:59 Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. Innlent 21.11.2024 10:53 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Erlent 21.11.2024 10:52 Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. Innlent 21.11.2024 10:39 Borgarísjaki en enginn björn Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær. Innlent 21.11.2024 10:37 Svartsengi keyrt á varaafli Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. Innlent 21.11.2024 10:20 Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara. Erlent 21.11.2024 09:31 Hraun náð Njarðvíkuræð „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. Innlent 21.11.2024 09:04 Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Innlent 21.11.2024 07:36 John Prescott fallinn frá Breski stjórnmálamaðurinn John Prescott er látinn, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra Bretlands um tíu ára skeið, í stjórnartíð Tony Blair. Erlent 21.11.2024 07:36 Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Útlit er fyrir norðlæga átt í dag þar sem víða verður stinningsgola en allhvasst á Austfjörðum fyrripart dags. Veður 21.11.2024 07:24 Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins er klofin eftir flokkslínum varðandi það hvort birta eigi skýrslu um rannsókn nefndarinnar á meintum brotum Matt Gaetz. Erlent 21.11.2024 07:14 Hraun rann yfir Grindavíkurveg Hraun rann yfir Grindavíkurveg upp úr klukkan half fimm í nótt og nálgast það nú Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á umræddri hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund. Innlent 21.11.2024 07:11 Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Fjallað er um eldgosið sem hófst í gærkvöldi í fjölmiðlum erlendis, en þó í talsvert minna mæli en fyrir tæpu ári síðan. Innlent 21.11.2024 03:24 Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. Innlent 21.11.2024 01:46 Kort af staðsetningu gossprungunnar Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst. Innlent 21.11.2024 01:21 Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Innlent 21.11.2024 01:07 Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. Innlent 21.11.2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. Innlent 20.11.2024 23:51 Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 á miðvikudag. Sprungan liggur austan Grindavíkurvegar í norðaustur. Um er að ræða sjötta elgosið á árinu og það tíunda síðan goshrinan hófst í mars 2021. Innlent 20.11.2024 23:07 Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 20.11.2024 23:01 Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Innlent 20.11.2024 23:00 Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir. Erlent 20.11.2024 22:08 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 334 ›
Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. Erlent 21.11.2024 12:13
Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Rúmlega fimmtug hjón eru ekki vitund hrædd við eldgosið og gistu heima hjá sér í Grindavík í nótt þrátt fyrir rýmingu. Þau segjast ekki vera neinir þverhausar, bara fólk með sjálfstæða hugsun sem vill verja rétt sinn til að vera heima hjá sér. Innlent 21.11.2024 12:09
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. Innlent 21.11.2024 12:00
Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Samfylkingin bætir við sig tæpum þremur prósentustigum á einni viku samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Maskínu. Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur bæta hvor um sig við sig einu prósentustigi. Sósíalistar tapa fylgi en haldast inni á þingi. Innlent 21.11.2024 12:00
Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum minnir á að svæði sunnan Voga og Reykjanesbrautar er talið mengað af sprengjum, bæði virkum og óvirkum. Tilefnið er umferð ferðamanna um svæðið vegna eldgossins sem hófst í gærkvöldi. Innlent 21.11.2024 11:52
Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Áströlsk unglingsstúlka er fjórða ungmennið sem lætur lífið af völdum tréspíra í Laos. Tvær danskar konur á þrítugsaldri létust eftir að hafa drukkið áfengi sem var mengað tréspíra í vikunni. Erlent 21.11.2024 11:36
Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Í hádegisfréttum fjöllum við um glænýja könnun Maskínu um fylgi flokkanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Innlent 21.11.2024 11:28
Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. Innlent 21.11.2024 10:59
Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Hraun náði Grindavíkurvegi upp úr klukkan hálf fimm í nótt. Myndir sem ljósmyndari Vísis tók á vettvangi í morgun sýna vel eyðilegginguna sem hrauntungurnar hafa í för með sér. Innlent 21.11.2024 10:53
Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Erlent 21.11.2024 10:52
Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er ómarkviss, margar aðgerðanna eru ófjármagnaðar og ávinningur þeirra hefur ekki verið metinn, að dómi Loftslagsráðs. Árangursmat áætlunarinnar eru einnig sagt afar bjartsýnt af þessum sökum. Innlent 21.11.2024 10:39
Borgarísjaki en enginn björn Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær. Innlent 21.11.2024 10:37
Svartsengi keyrt á varaafli Orkuveruð í Svartsengi er nú keyrt á varaafli, eftir að Svartsengislína fór út. Rafmagnslaust er í Grindavík. HS Orka fylgist grannt með stöðunni á Njarðvíkuræð, sem sér Suðurnesjunum fyrir heitu vatni. Innlent 21.11.2024 10:20
Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Huglægt listaverk seldist á uppboði fyrir 6,2 milljónir dala (um 850 milljónir króna) í New York í gær. Um er að ræða banana sem festur hefur verið á hvítan vegg með límbandi og var listaverkið keypt af auðugum rafmyntabraskara. Erlent 21.11.2024 09:31
Hraun náð Njarðvíkuræð „Nú fylgjumst við bara í raun og veru með rennsli hraunsins; hraunið hefur náð þessari veitulínu, Njarðvíkurlínunni,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um stöðu mála við Grindavík. Innlent 21.11.2024 09:04
Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Innlent 21.11.2024 07:36
John Prescott fallinn frá Breski stjórnmálamaðurinn John Prescott er látinn, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra Bretlands um tíu ára skeið, í stjórnartíð Tony Blair. Erlent 21.11.2024 07:36
Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Útlit er fyrir norðlæga átt í dag þar sem víða verður stinningsgola en allhvasst á Austfjörðum fyrripart dags. Veður 21.11.2024 07:24
Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins er klofin eftir flokkslínum varðandi það hvort birta eigi skýrslu um rannsókn nefndarinnar á meintum brotum Matt Gaetz. Erlent 21.11.2024 07:14
Hraun rann yfir Grindavíkurveg Hraun rann yfir Grindavíkurveg upp úr klukkan half fimm í nótt og nálgast það nú Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á umræddri hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund. Innlent 21.11.2024 07:11
Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Fjallað er um eldgosið sem hófst í gærkvöldi í fjölmiðlum erlendis, en þó í talsvert minna mæli en fyrir tæpu ári síðan. Innlent 21.11.2024 03:24
Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. Innlent 21.11.2024 01:46
Kort af staðsetningu gossprungunnar Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst. Innlent 21.11.2024 01:21
Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Innlent 21.11.2024 01:07
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. Innlent 21.11.2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. Innlent 20.11.2024 23:51
Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina klukkan 23:14 á miðvikudag. Sprungan liggur austan Grindavíkurvegar í norðaustur. Um er að ræða sjötta elgosið á árinu og það tíunda síðan goshrinan hófst í mars 2021. Innlent 20.11.2024 23:07
Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir í um tvær vikur. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður heimsótti Holtagarða í kvöldfréttunum en þar er utankjörfundaratkvæðagreiðsla haldin fyrir höfuðborgarsvæðið. Innlent 20.11.2024 23:01
Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Innlent 20.11.2024 23:00
Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir. Erlent 20.11.2024 22:08