Fréttir

Allt muni snúast um per­sónurnar þrjár

Fyrrverandi vígslubiskup á Hólum reiknar með að fleiri prestar verði tilnefndir í biskupskjöri en þeir tveir sem gefið hafa kost á sér til embættisins hingað til. Hún telur presta sammála um að rödd kirkjunnar þurfi að heyrast hærra og það verði þeim efst í huga þegar gengið verður til kosninga.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Handtaka lögreglu á aðfangadag, landris við Svartsengi, biskupskjör og jólaverslun verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent

Auðunn látinn taka skellinn

Auðunn Atlason, sem gegndi stöðu sérfræðings í alþjóðamálum í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, var látinn súpa seyðið af samskiptaleysi því sem leiddi til þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu alls­herj­arþings Sam­einuðu þjóðanna.

Innlent

Taka sér frí frá flug­eldum

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri.

Innlent

Wolfgang Schäuble látinn

Wolfgang Schäuble, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, er látinn, 81 árs að aldri. Hann var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara á tímum skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Erlent

Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu

Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands.

Innlent

Reynsluboltinn sem Svan­hildur tekur við af í Washington

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum frá árinu 2019, á að baki þriggja áratuga langan farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún yfirgefur senn sendiráðið vestanhafs. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður hans frá árinu 2012-2020 og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði skipuð í stað Bergdísar.

Innlent

Rík­harður Sveins­son er látinn

Ríkharður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, er látinn, 56 ára að aldri. Greint var frá andlátinu á heimasíðu Skáksambands Íslands á dögunum en Ríkharður lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans 20. desember.

Innlent

Tvíeyki tók gas­kúta Grind­víkinga ó­frjálsri hendi

Gaskútur og grillábreiða voru horfin þegar Aron Ágústsson íbúi í Grindavík og fjölskylda hans sneri aftur heim til Grindavíkur í dag. Hann segir furðulegt að óprúttnir aðilar komist inn í bæinn og að munir hverfi þrátt fyrir fullyrðingar lögreglustjóra um að ekkert sé að óttast.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við förum yfir færðina í fréttatímanum nú þegar margir snúa heim eftir jólahald síðustu daga. Björgunarsveitir þurftu að aðstoða ökumenn vegna ófærðar í dag. Akstursskilyrði eru slæm og gul viðvörun í gildi.

Innlent

Helga og Guð­rún sækjast eftir em­bætti biskups

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafa báðar gefið kost á sér í embætti biskups. Kosið verður í mars.

Innlent

Fæðuöryggi Ís­lands á stríðs­tímum

Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk.

Innlent

Naval­ní heilsast vel og sendir há­tíðar­kveðjur

Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. 

Erlent