Fréttir Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Erlent 10.4.2024 10:10 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Innlent 10.4.2024 09:54 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Innlent 10.4.2024 08:59 Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. Innlent 10.4.2024 08:57 Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Erlent 10.4.2024 08:48 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. Innlent 10.4.2024 08:28 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. Innlent 10.4.2024 08:03 Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Innlent 10.4.2024 08:00 Foreldrar skotárásarmanns dæmdir í fangelsi Foreldrar drengs sem framdi skotárás í skóla í Michican árið 2021 hafa verið dæmd í tíu til fimmtán ára langt fangelsi fyrir aðild sína að málinu og fengu þau dóma fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 10.4.2024 07:48 Evrópuþingmenn greiða atkvæði um umdeilda löggjöf Evrópuþingið mun í dag ganga til atkvæðagreiðslu um nýja löggjöf um móttöku flóttamanna, þar sem markmiðið er að samræma vinnulag milli ríkja. Erlent 10.4.2024 07:32 Bætir í vind og úrkomu í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt víðast hvar á landinu í dag. Það mun þó blása svolítið með suðurströndinni og má gera ráð fyrir strekkingi þar. Veður 10.4.2024 07:13 Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Erlent 10.4.2024 06:50 Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. Innlent 10.4.2024 06:45 Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. Innlent 10.4.2024 06:29 Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Erlent 10.4.2024 00:06 Telur málin miklu fleiri en menn grunar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra segir tækifæri fólgin í öllum breytingum. Hún tjáði sig um komandi verkefni áður en hún fór á ríkisráðsfund á Bessastöðum fyrr í kvöld. Innlent 9.4.2024 23:19 Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Innlent 9.4.2024 23:04 Dvölin í Búlgaríu dýrmæt reynsla á Bessastöðum Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi, einnig þekkt sem ísdrottningin, segir dvöl sína í Búlgaríu hafa veitt henni dýrmæta reynslu í landkynningum. Hún hafi starfað sem eins konar heiðursráðsmaður Íslands þar úti og telur að það hafi þjálfað hana vel til að gegna embætti forseta. Innlent 9.4.2024 22:39 Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Innlent 9.4.2024 22:07 Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Innlent 9.4.2024 22:06 Þrír teknir höndum á Bessastöðum Blásið var til mótmæla vegna ríkisráðsfundar þar sem ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum. Roði, félag ungra sósíalista og aðstandendur Samstöðutjaldsins stóðu að mótmælunum. Samskipti mótmælenda og lögreglu voru ekki með öllu friðsæl og þrír voru handteknir. Innlent 9.4.2024 21:56 Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ Innlent 9.4.2024 20:36 Ávarp Guðna: Greinamunur á að vera skráður á Ísland.is og vera í framboði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði fjölmiðla að loknum fyrri ríkisráðsfundi af tveimur sem fara fram á Bessastöðum í kvöld. Innlent 9.4.2024 20:28 Mótmælt við Bessastaði Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Innlent 9.4.2024 20:21 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Innlent 9.4.2024 20:00 „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. Innlent 9.4.2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. Innlent 9.4.2024 19:20 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Ráðherrar í verðandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mættu allir sem einn á Bessastaði í kvöld þar sem tveir fundir fóry fram. Bein útsending var frá Bessastöðum á Vísi og Stöð 2 Vísi. Innlent 9.4.2024 18:12 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan. Innlent 9.4.2024 18:09 Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs fallinn frá Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“. Erlent 9.4.2024 17:18 « ‹ 321 322 323 324 325 326 327 328 329 … 334 ›
Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Erlent 10.4.2024 10:10
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Innlent 10.4.2024 09:54
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. Innlent 10.4.2024 08:59
Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. Innlent 10.4.2024 08:57
Lífguðu við meira en 160 ára gamalt þungunarrofsbann Yfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum geta framfylgt lögum sem voru sett þegar konur höfðu ekki kosningarétt sem leggja nær algert bann við þungunarrofi og gera það glæpsamlegt samkvæmt niðurstöðu hæstaréttar ríkisins. Erlent 10.4.2024 08:48
„Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. Innlent 10.4.2024 08:28
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. Innlent 10.4.2024 08:03
Óku í hlið bíls til að stöðva ofsaakstur á Akranesi Ungur karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja brota. Annars vegar var hann ákærður fyrir að hrækja á andlit lögreglumanns. Hins vegar var honum gefið að sök að stela bíl og aka honum ansi glæfralega, þangað til lögregla stöðvaði för hans með því að keyra í hlið bílsins. Innlent 10.4.2024 08:00
Foreldrar skotárásarmanns dæmdir í fangelsi Foreldrar drengs sem framdi skotárás í skóla í Michican árið 2021 hafa verið dæmd í tíu til fimmtán ára langt fangelsi fyrir aðild sína að málinu og fengu þau dóma fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 10.4.2024 07:48
Evrópuþingmenn greiða atkvæði um umdeilda löggjöf Evrópuþingið mun í dag ganga til atkvæðagreiðslu um nýja löggjöf um móttöku flóttamanna, þar sem markmiðið er að samræma vinnulag milli ríkja. Erlent 10.4.2024 07:32
Bætir í vind og úrkomu í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt víðast hvar á landinu í dag. Það mun þó blása svolítið með suðurströndinni og má gera ráð fyrir strekkingi þar. Veður 10.4.2024 07:13
Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Erlent 10.4.2024 06:50
Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. Innlent 10.4.2024 06:45
Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. Innlent 10.4.2024 06:29
Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Erlent 10.4.2024 00:06
Telur málin miklu fleiri en menn grunar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra segir tækifæri fólgin í öllum breytingum. Hún tjáði sig um komandi verkefni áður en hún fór á ríkisráðsfund á Bessastöðum fyrr í kvöld. Innlent 9.4.2024 23:19
Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Innlent 9.4.2024 23:04
Dvölin í Búlgaríu dýrmæt reynsla á Bessastöðum Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi, einnig þekkt sem ísdrottningin, segir dvöl sína í Búlgaríu hafa veitt henni dýrmæta reynslu í landkynningum. Hún hafi starfað sem eins konar heiðursráðsmaður Íslands þar úti og telur að það hafi þjálfað hana vel til að gegna embætti forseta. Innlent 9.4.2024 22:39
Alveg óvíst hvort ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir jafnvel meiri styr munu standa um ríkisstjórnina undir forystu Bjarna Benediktssonar en Katrínar Jakobsdóttur. Stólaskiptin feli ekki í sér mikla efnisbreytingu en mikla ásýndarbreytingu sem hann telur að geti reynst ríkisstjórninni erfið þegar fram í sækir. Innlent 9.4.2024 22:07
Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Innlent 9.4.2024 22:06
Þrír teknir höndum á Bessastöðum Blásið var til mótmæla vegna ríkisráðsfundar þar sem ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum. Roði, félag ungra sósíalista og aðstandendur Samstöðutjaldsins stóðu að mótmælunum. Samskipti mótmælenda og lögreglu voru ekki með öllu friðsæl og þrír voru handteknir. Innlent 9.4.2024 21:56
Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ Innlent 9.4.2024 20:36
Ávarp Guðna: Greinamunur á að vera skráður á Ísland.is og vera í framboði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði fjölmiðla að loknum fyrri ríkisráðsfundi af tveimur sem fara fram á Bessastöðum í kvöld. Innlent 9.4.2024 20:28
Mótmælt við Bessastaði Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Innlent 9.4.2024 20:21
Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Innlent 9.4.2024 20:00
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. Innlent 9.4.2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. Innlent 9.4.2024 19:20
Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Ráðherrar í verðandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mættu allir sem einn á Bessastaði í kvöld þar sem tveir fundir fóry fram. Bein útsending var frá Bessastöðum á Vísi og Stöð 2 Vísi. Innlent 9.4.2024 18:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Bjarni Benediktsson segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Ný ríkisstjórn verður formlega sett í embætti á Bessastöðum í kvöld. Við förum yfir atburði dagsins og verðum í beinni þaðan. Innlent 9.4.2024 18:09
Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs fallinn frá Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“. Erlent 9.4.2024 17:18