Fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA. Erlent 29.8.2025 10:36 Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29.8.2025 10:31 Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. Innlent 29.8.2025 09:58 Shinawatra bolað úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. Erlent 29.8.2025 09:53 Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Innlent 29.8.2025 09:41 Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Slagsmál brutust út á mexíkóska þinginu á miðvikudag milli öldungardeildarþingmanns og forseta öldungadeildarinnar vegna deilna um ræðutíma. Átökin hófust með lítilsháttar stimpingum sem breyttust í heilmikinn hasar. Erlent 29.8.2025 09:38 Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 29.8.2025 09:35 „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. Innlent 29.8.2025 09:28 Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. Innlent 29.8.2025 08:31 Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Skoski þingmaðurinn Colin Smyth hefur verið ákærður fyrir að koma falinni myndavél fyrir á salerni í skoska þinginu. Fyrr í mánuðinum var Smyth handtekinn fyrir að vera með ósæmilegt myndefni af börnum í fórum sér. Erlent 29.8.2025 08:15 Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu. Innlent 29.8.2025 07:34 Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Lekinn er sagður á erfiðum stað í kerfinu og mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann. Innlent 29.8.2025 07:24 Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29.8.2025 07:18 Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Erlent 29.8.2025 07:00 Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum. Innlent 29.8.2025 06:31 Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem var til vandræða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og með hníf meðferðis. Innlent 29.8.2025 06:10 „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðulostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Innlent 28.8.2025 22:56 „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Mennta- og barnamálaráðherra segir samræmdar reglur um símabann í grunnskólum í mótun. Skólastjóri telur að stjórnvöld eigi að snúa sér að brýnni málum og hvetur þau til að hætta vitleysunni. Innlent 28.8.2025 22:02 Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Læknir á Landspítalanum nýtti sér aðgang sinn að sjúkraskrám til að afla einkafyrirtæki sem hann starfaði hjá meðfram læknastörfum viðskiptavina með því að beina sjúklingum í viðskipti við fyrirtækið með smáskilaboðum. Innlent 28.8.2025 21:33 Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. Innlent 28.8.2025 21:02 Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Erlent 28.8.2025 20:58 Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Innlent 28.8.2025 20:40 Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Innlent 28.8.2025 20:23 Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Innlent 28.8.2025 19:42 Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Innlent 28.8.2025 19:04 Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana. Innlent 28.8.2025 18:01 Greip í húna en var gripinn mígandi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Innlent 28.8.2025 17:50 Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. Innlent 28.8.2025 17:22 Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík. Innlent 28.8.2025 16:50 Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Innlent 28.8.2025 16:16 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Afhjúpaði eigin njósnara á X Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, afhjúpaði eigin njósnara á dögunum. Hún tilkynnti í síðustu viku að 37 starfsmenn nokkurra leyniþjónusta hefðu verið sviptir heimild til að skoða leynilegar upplýsingar og nafngreindi þá í yfirlýsingu. Þar af var einn sem hafði unnið sem leynilegur útsendari CIA. Erlent 29.8.2025 10:36
Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Samkvæmt nýrri könnun eru aðeins nítján prósent borgarbúa ánægð með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. 45 prósent borgarbúa eru óánægð með störf hennar og 36 prósent segjast í meðallagi ánægð. Innlent 29.8.2025 10:31
Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð aftur á mánudaginn klukkan 06:30 eftir rúmlega tveggja vikna lokun vegna vinnu við viðhald og endurbætur. Innlent 29.8.2025 09:58
Shinawatra bolað úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands hefur úrskurðað að forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, skuli vikið úr embætti. Ákvörðunin kemur í kjölfar símtals hennar við Hun Sen, þáverandi leiðtoga Kambódíu, sem var lekið. Í símtalinu gagnrýndi hún meðal annars taílenska herinn og kallaði kambódíska leiðtogann „frænda“. Erlent 29.8.2025 09:53
Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Innlent 29.8.2025 09:41
Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Slagsmál brutust út á mexíkóska þinginu á miðvikudag milli öldungardeildarþingmanns og forseta öldungadeildarinnar vegna deilna um ræðutíma. Átökin hófust með lítilsháttar stimpingum sem breyttust í heilmikinn hasar. Erlent 29.8.2025 09:38
Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Erlent 29.8.2025 09:35
„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar. Innlent 29.8.2025 09:28
Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. Innlent 29.8.2025 08:31
Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Skoski þingmaðurinn Colin Smyth hefur verið ákærður fyrir að koma falinni myndavél fyrir á salerni í skoska þinginu. Fyrr í mánuðinum var Smyth handtekinn fyrir að vera með ósæmilegt myndefni af börnum í fórum sér. Erlent 29.8.2025 08:15
Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu. Innlent 29.8.2025 07:34
Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Heitavatnslaust er í öllum Grafarvogi eftir að lögn bilaði í nótt. Lekinn er sagður á erfiðum stað í kerfinu og mun taka töluverðan tíma að lagfæra hann. Innlent 29.8.2025 07:24
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29.8.2025 07:18
Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Erlent 29.8.2025 07:00
Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum. Innlent 29.8.2025 06:31
Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem var til vandræða á bar í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var í annarlegu ástandi og með hníf meðferðis. Innlent 29.8.2025 06:10
„Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segist furðulostin yfir ummælum Guðmundar Arnars Sigmundssonar, forstöðumanns netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar um að Ísland sé útsett fyrir rafmyntaþvott glæpamanna. Ummælin séu óábyrgð af hálfu starfsmanns hins opinbera og ekki á rökum reist. Innlent 28.8.2025 22:56
„Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Mennta- og barnamálaráðherra segir samræmdar reglur um símabann í grunnskólum í mótun. Skólastjóri telur að stjórnvöld eigi að snúa sér að brýnni málum og hvetur þau til að hætta vitleysunni. Innlent 28.8.2025 22:02
Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Læknir á Landspítalanum nýtti sér aðgang sinn að sjúkraskrám til að afla einkafyrirtæki sem hann starfaði hjá meðfram læknastörfum viðskiptavina með því að beina sjúklingum í viðskipti við fyrirtækið með smáskilaboðum. Innlent 28.8.2025 21:33
Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum. Innlent 28.8.2025 21:02
Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Erlent 28.8.2025 20:58
Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Innlent 28.8.2025 20:40
Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Jóhannes Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó segir ganga vel hjá strætó eftir að tíðni ferða var fjölgað til muna þann 17. ágúst síðastliðinn. Breytingarnar kosti strætó um 400 milljónir en vögnum var fjölgað um 25 og starfsfólki um 60 manns. Innlent 28.8.2025 20:23
Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Innlent 28.8.2025 19:42
Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott. Innlent 28.8.2025 19:04
Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana. Innlent 28.8.2025 18:01
Greip í húna en var gripinn mígandi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Innlent 28.8.2025 17:50
Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð. Innlent 28.8.2025 17:22
Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík. Innlent 28.8.2025 16:50
Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“. Innlent 28.8.2025 16:16