Fréttir Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Innlent 10.6.2024 14:01 Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. Erlent 10.6.2024 13:34 Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Innlent 10.6.2024 13:10 Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Innlent 10.6.2024 13:01 Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. Erlent 10.6.2024 12:48 Fjósalykt leggst yfir Seyðisfjörð Seyðfirðingar hafa verið varaðir við „sveitalykt“ sem á að leggjast yfir bæinn á næstu dögum. Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, munu dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin á næstu dögum. Innlent 10.6.2024 12:17 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Erlent 10.6.2024 12:12 „Rosa fínt“ ef fólk hætti að kveikja í sinu Eldur var í sinu á þremur stöðum við vegkant á Vesturlandi, í nágrenni við Brúarfoss og Fíflholt á Mýrum. Slökkvilið frá Borgarnesi brást við kallinu og slökkti eldinn greiðlega en að öllum líkindum var um íkveikju að ræða. Eldarnir voru með nánast nákvæmlega kílómeters millibili. Innlent 10.6.2024 12:09 Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. Innlent 10.6.2024 12:05 Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. Innlent 10.6.2024 11:46 Fólkið sem er talið hafa brotið á Maltverjanum látið laust Tveir sakborningar sem grunaðir erum um að brjóta á maltneskum karlmanni í Reykholti í Biskupstungum lok aprílmánaðar hafa ekki verið úrskurðaðir í frekara gæsluvarðhald. Innlent 10.6.2024 11:40 Kvöldfréttir RÚV færðar til klukkan níu í sumar Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins verða færðar frá klukkan sjö til klukkan níu. Er það gert til að lágmarka raskanir vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst á föstudagskvöld sem og Ólympíuleikana í París. Innlent 10.6.2024 11:35 Þrír liggja undir grun en eru líklegast komnir úr landi Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot. Innlent 10.6.2024 11:29 Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. Innlent 10.6.2024 10:39 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 10.6.2024 10:25 Willum vill pakka tóbaki í ljótasta lit í heimi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð, sem fer núna til samráðs, sem varðar pakkningar á öllum tóbaksvörum. Innlent 10.6.2024 10:15 Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Innlent 10.6.2024 09:48 Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. Erlent 10.6.2024 09:27 Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. Innlent 10.6.2024 09:06 Mánaðarverkfalli í Færeyjum lýkur Verkfall sem staðið hefur yfir síðastliðnar fjórar vikur í Færeyjum lauk í gærkvöldi. Til þess að binda enda á verkfallið skrifuðu félag atvinnurekenda þar í landi og fimm stórra verkalýðsfélaga undir kjarasamning. Erlent 10.6.2024 08:06 Furða sig á að starfsfólkið þegi ennþá Konur sem segjast sem unglingar hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu stjórnenda á meðferðarheimili á Laugalandi áður Varpholti, furða sig á þögn annarra starfsmanna. Þá er fyrrverandi forstjóri Barnarverndarstofu sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð um heimilið fyrir opinberri nefnd. Innlent 10.6.2024 08:00 Setti sig í samband við ráðgjafa Biden til að mótmæla gagnrýni á AGD Leikarinn George Clooney setti sig í samband við ráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum til að kvarta yfir afstöðu Bandaríkjastjórnar gagnvart ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins að óska eftir handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu. Erlent 10.6.2024 07:10 Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Innlent 10.6.2024 06:40 Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. Erlent 9.6.2024 23:32 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. Innlent 9.6.2024 22:54 Forsætisráðherrann segir af sér Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“ Erlent 9.6.2024 22:11 Iðnaðarnjósnir raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum hér á landi. Innlent 9.6.2024 21:00 Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Innlent 9.6.2024 20:20 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Erlent 9.6.2024 19:23 Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. Innlent 9.6.2024 19:04 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Innlent 10.6.2024 14:01
Lést af náttúrulegum orsökum Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. Erlent 10.6.2024 13:34
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Innlent 10.6.2024 13:10
Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Innlent 10.6.2024 13:01
Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. Erlent 10.6.2024 12:48
Fjósalykt leggst yfir Seyðisfjörð Seyðfirðingar hafa verið varaðir við „sveitalykt“ sem á að leggjast yfir bæinn á næstu dögum. Héraðsverk, verktakinn í varnargörðunum, munu dreifa kúamykju yfir uppgræðslusvæðin á næstu dögum. Innlent 10.6.2024 12:17
Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Erlent 10.6.2024 12:12
„Rosa fínt“ ef fólk hætti að kveikja í sinu Eldur var í sinu á þremur stöðum við vegkant á Vesturlandi, í nágrenni við Brúarfoss og Fíflholt á Mýrum. Slökkvilið frá Borgarnesi brást við kallinu og slökkti eldinn greiðlega en að öllum líkindum var um íkveikju að ræða. Eldarnir voru með nánast nákvæmlega kílómeters millibili. Innlent 10.6.2024 12:09
Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. Innlent 10.6.2024 12:05
Enn þrætt um þróun íslenskunnar: „Fjögur slösuðust í hörðum árekstri“ Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli, vill gjalda varhug við því sem hann kallar tilraunastarfsemi í notkun íslenskunnar. Innlent 10.6.2024 11:46
Fólkið sem er talið hafa brotið á Maltverjanum látið laust Tveir sakborningar sem grunaðir erum um að brjóta á maltneskum karlmanni í Reykholti í Biskupstungum lok aprílmánaðar hafa ekki verið úrskurðaðir í frekara gæsluvarðhald. Innlent 10.6.2024 11:40
Kvöldfréttir RÚV færðar til klukkan níu í sumar Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins verða færðar frá klukkan sjö til klukkan níu. Er það gert til að lágmarka raskanir vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst á föstudagskvöld sem og Ólympíuleikana í París. Innlent 10.6.2024 11:35
Þrír liggja undir grun en eru líklegast komnir úr landi Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot. Innlent 10.6.2024 11:29
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. Innlent 10.6.2024 10:39
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 10.6.2024 10:25
Willum vill pakka tóbaki í ljótasta lit í heimi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð, sem fer núna til samráðs, sem varðar pakkningar á öllum tóbaksvörum. Innlent 10.6.2024 10:15
Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Innlent 10.6.2024 09:48
Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. Erlent 10.6.2024 09:27
Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. Innlent 10.6.2024 09:06
Mánaðarverkfalli í Færeyjum lýkur Verkfall sem staðið hefur yfir síðastliðnar fjórar vikur í Færeyjum lauk í gærkvöldi. Til þess að binda enda á verkfallið skrifuðu félag atvinnurekenda þar í landi og fimm stórra verkalýðsfélaga undir kjarasamning. Erlent 10.6.2024 08:06
Furða sig á að starfsfólkið þegi ennþá Konur sem segjast sem unglingar hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu stjórnenda á meðferðarheimili á Laugalandi áður Varpholti, furða sig á þögn annarra starfsmanna. Þá er fyrrverandi forstjóri Barnarverndarstofu sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð um heimilið fyrir opinberri nefnd. Innlent 10.6.2024 08:00
Setti sig í samband við ráðgjafa Biden til að mótmæla gagnrýni á AGD Leikarinn George Clooney setti sig í samband við ráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum til að kvarta yfir afstöðu Bandaríkjastjórnar gagnvart ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins að óska eftir handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu. Erlent 10.6.2024 07:10
Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Innlent 10.6.2024 06:40
Öfgahægrið sækir í sig veðrið en miðjan heldur Flokkar sem teljast til öfgahægrisins sóttu verulega í sig veðrið í Evrópuþingskosningum sem lauk í dag. Þrátt fyrir það bendir allt til þess að bandalag miðjuflokka muni halda meirihluta þingsæta. Erlent 9.6.2024 23:32
Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. Innlent 9.6.2024 22:54
Forsætisráðherrann segir af sér Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“ Erlent 9.6.2024 22:11
Iðnaðarnjósnir raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum hér á landi. Innlent 9.6.2024 21:00
Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Innlent 9.6.2024 20:20
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Erlent 9.6.2024 19:23
Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. Innlent 9.6.2024 19:04