Fréttir

Af hættustigi niður á óvissustig

Almannavarnastig hefur verið fært af hættustigi niður á óvissustig þar sem eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell er lokið. Það er Ríkislögreglustjóri sem ákveður þetta í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Innlent

Kom út í plús eftir fram­boðið

Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús.

Innlent

Fram­boð Katrínar mun dýrara en Höllu

Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar.

Innlent

Átta milljónir úr eigin vasa

Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa.

Innlent

Rann­sókn lög­reglu á á­höfn Hugins VE lokið

Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum.

Innlent

Hvessir aftur þegar líður á daginn

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda framan af degi en að hvessi svo aftur þegar líður á daginn. Gera má ráð fyrir hvassviðri norðvestantil, en annars víða strekkings vindi.

Veður

„Aldrei upp­lifað annan eins storm“

„Nú þegar erum við búnir að keyra fram hjá tveimur húsbílum sem hafa farið út af veginum,“ segir Björn Steinbekk ljósmyndari sem er þessa stundina staddur norður á landi, nánar tiltekið á Möðrudalsöræfum þar sem gríðarlegt hvassviðri með tilheyrandi sandbyljum gerir ökumönnum erfitt um vik.

Innlent

Telja að eld­gosinu sé lokið

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segja að svo virðist sem eldgosinu á Reykjanesskaga sé lokið. Verulega hafi dregið úr krafti gossins síðustu daga og í dag hafi ekki sést til glóðar þegar flogið var yfir eldstöðvarnar.

Innlent