Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:10 Natasha Anasi og Berglind Rós Ágústsdóttir. Mynd/S2 Sport Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark EM 2021 í Englandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag 23manna hóp fyrir næsta verkefni kvennalandsliðsins sem eru þrír leikir á Pinatar æfingamótinu í mars. Tveir nýliðar eru í hópnum, en þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Natasha Anasi hafa aldrei áður verið valdar. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkis og Natasha Anasi er fyrirliði Keflavíkur. Natasha Anasi fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári eins og Cloé Lacasse en þær eru miklir félagar síðan þær spiluðu saman með ÍBV. Berglind Rós Ágústsdóttir er fyrirliði Fylkisliðsins sem tryggði sér Reyjavíkurmeistaratitilinn á dögunum. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik því markverðirnir Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið þó svo að þær hafi verið áður í hópnum. Það eru forföll hjá íslenska liðinu. Ásta Eir Árnadóttir gaf ekki kost á sér og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru meiddar. Undanfarin ár hefur íslenska liðið tekur þátt í Algarve Cup á sama tíma, en í ár er það mót minna í sniðum og fékk liðið því ekki sæti þar. Ísland tekur þátt í þessu móti á Pinatar á Spáni í staðinni og mætir þar Norður Írlandi 4. mars, Skotlandi 7. mars og Úkraínu 10. mars. Æfingamótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir tvo mikilvæga leiki í undankeppni EM 2021 í apríl. Þá mætir Ísland Slóvakíu og Ungverjalandi, en báðir leikirnir fara fram ytra. Our squad for the Pinatar Cup in Spain at the start of March. We play Northern Ireland, Scotland and Ukraine. Hópur A landsliðs kvenna sem fer á Pinatar Cup á Spáni í byrjun mars.#dottirpic.twitter.com/e6OQNafMaA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 13, 2020 Landsliðshópurinn á Pinatar mótinu: Markverðir Sandra Sigurðardóttir, Val | 27 leikir Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Valgeirsdóttir, KR | NýliðiVarnarmenn Hallbera Guðný Gísladóttir, Val | 109 leikir Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård | 81 leikur, 6 mörk Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki | Nýliði Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården | 27 leikir Guðný Árnadóttir, Val | 5 leikir Anna Rakel Pétursdóttir, Uppsala | 6 leikir Natasha Anasi, Keflavík | Nýliði Elísa Viðarsdóttir, Val | 36 leikirMiðjumenn Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi | 85 leikir, 25 mörk Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki | 5 leikir, 1 mark Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki | 100 leikir, 9 mörk Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH | 18 leikir Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki | 27 leikir, 2 mörkSóknarmenn Fanndís Friðriksdóttir, Val | 106 leikir, 17 mörk Berglind Björg Þorvaldsdóttir, AC Milan | 44 leikir, 4 mörk Elín Metta Jensen, Val | 46 leikir, 14 mörk Hlín Eiríksdóttir, Val | 12 leikir, 3 mörk Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad | 19 leikir, 1 mark
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira