Markaveisla á velli heilagrar Maríu | Ronaldo með fernu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2019 22:06 Jadon Sancho skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska landsliðið í kvöld. vísir/getty England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
England er enn með fullt hús stiga í undankeppni EM 2020 eftir sigur á Kósóvó, 5-3, á St. Mary's vellinum í Southampton í kvöld. Þetta var fyrsta tap Kósóvóa í 16 leikjum. Þeir byrjuðu leikinn reyndar af krafti og komust yfir eftir 34 sekúndur þegar Valon Berisha nýtti sér mistök Michaels Keane og skoraði. Þá tóku Englendingar yfir og skoruðu fimm mörk fyrir hálfleik. Jadon Sancho skoraði tvö mörk, sín fyrstu fyrir landsliðið, og þeir Raheem Sterling og Harry Kane sitt markið hvor. Mergim Vojvoda, varnarmaður Kósóvó, skoraði einnig sjálfsmark. Kósóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í 5-3 með mörkum frá Berisha og Vedat Muriqi. Kane klúðraði síðan vítaspyrnu en fleiri urðu mörkin ekki. Kósóvó er í 3. sæti A-riðils með átta stig, einu stigi á eftir Tékklandi sem vann 0-3 útisigur á Svartfjallalandi. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu Litháen, 1-5, í B-riðli. Þetta er í áttunda sinn sem Ronaldo skorar þrjú mörk eða meira í landsleik. Alls eru landsliðsmörk hans 93 talsins. William Carvalho var einnig á skotskónum fyrir Portúgal sem er með átta stig í 2. sæti riðilsins. Litháen er á botninum með eitt stig. Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Serbía Lúxemborg, 1-3. Aleksandar Mitrovic skoraði tvö mörk fyrir Serba sem eru í 3. sæti riðilsins með sjö stig. Lúxemborgarar eru í því fjórða með fjögur stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill England 5-3 Kósóvó Svartfjallaland 0-3 TékklandB-riðill Litháen 1-5 Portúgal Lúxemborg 1-3 SerbíaH-riðill Albanía 4-2 Ísland Frakkland 3-0 Andorra Moldóva 0-4 Tyrkland
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00 Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Umfjöllun: Albanía - Ísland 4-2 | Eltingarleikur í Elbasan og allt önnur og erfiðari staða í baráttunni um sæti á EM Íslendingar náðu sér engan veginn á strik gegn Albönum og töpuðu 4-2. 10. september 2019 21:00
Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum Frakkland og Tyrkland styrktu stöðu sína í H-riðli undankeppni EM 2020 með sigrum í kvöld. 10. september 2019 21:09