Fótbolti

Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg er meiddur.
Jóhann Berg er meiddur. vísir/vilhelm
Erik Hamrén hefur tilkynnt íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.

Birkir Már Sævarsson, næstleikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var ekki valinn og heldur ekki Rúrik Gíslason.

Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með vegna meiðsla og Alfreð Finnbogason er heldur ekki i hópnum. Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru í hópnum en þeir eru án félags.

Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum laugardaginn 7. september. Þriðjudaginn 10. september sækir Ísland Albaníu heim.

Íslendingar eru með níu stig í H-riðli líkt og heimsmeistarar Frakka og Tyrkir.

Hópurinn

Markverðir:

Ögmundur Kristinsson | AEL

Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon

Hannes Þór Halldórsson | Valur

Aðrir leikmenn:

Hjörtur Hermannsson | Bröndby

Sverrir Ingi Ingason | PAOK

Kári Árnason | Víkingur R.

Ragnar Sigurðsson | Rostov

Jón Guðni Fjóluson | Krasnodar

Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva

Ari Freyr Skúlason | Oostende

Samúel Kári Friðjónsson | Vålerenga

Rúnar Már Sigurjónsson | Astana

Birkir Bjarnason | án félags

Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt

Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi

Emil Hallfreðsson | án félags

Arnór Ingvi Traustason | Malmö

Kolbeinn Sigþórsson | AIK

Gylfi Sigurðsson | Everton

Jón Daði Böðvarsson | Millwall

Viðar Örn Kjartansson | Rubin Kazan

Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar

Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva






Fleiri fréttir

Sjá meira
×