Burnley fékk á sig jöfnunarmark á 97. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 17:15 Ashley Barnes hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu. vísir/getty Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 66 mínúturnar þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli við á Wolves á Molineux í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Raúl Jiménez skoraði jöfnunarmark Úlfanna úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ashley Barnes kom Burnley yfir á 13. mínútu. Hann þrumaði þá boltanum í netið fyrir utan vítateig. Þetta var fjórða mark Barnes á tímabilinu og þrettánda mark hans á árinu 2019. Aðeins Sergio Agüero (16) og Sadio Mané (15) hafa skorað fleiri.13 - Only Sergio Agüero (16) and Sadio Mané (15) have scored more Premier League goals than Ashley Barnes (13) in 2019. Streak. — OptaJoe (@OptaJoe) August 25, 2019 Ben Mee, fyrirliði Burnley, var nálægt því að auka forystu gestanna þegar hann skallaði í slá í fyrri hálfleik. Wolves var mun meira með boltann í leiknum en skapaði sér fá færi. Í uppbótartíma braut Erik Pieters, varnarmaður Burnley, á Jiménez innan vítateigs og Anthony Taylor benti á punktinn. Jiménez skoraði úr spyrnunni og tryggði Úlfunum stig. Þeir hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu. Wolves og Watford eru einu liðin í ensku úrvalsdeildinni sem hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu. Burnley er í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 66 mínúturnar þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli við á Wolves á Molineux í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Raúl Jiménez skoraði jöfnunarmark Úlfanna úr vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Ashley Barnes kom Burnley yfir á 13. mínútu. Hann þrumaði þá boltanum í netið fyrir utan vítateig. Þetta var fjórða mark Barnes á tímabilinu og þrettánda mark hans á árinu 2019. Aðeins Sergio Agüero (16) og Sadio Mané (15) hafa skorað fleiri.13 - Only Sergio Agüero (16) and Sadio Mané (15) have scored more Premier League goals than Ashley Barnes (13) in 2019. Streak. — OptaJoe (@OptaJoe) August 25, 2019 Ben Mee, fyrirliði Burnley, var nálægt því að auka forystu gestanna þegar hann skallaði í slá í fyrri hálfleik. Wolves var mun meira með boltann í leiknum en skapaði sér fá færi. Í uppbótartíma braut Erik Pieters, varnarmaður Burnley, á Jiménez innan vítateigs og Anthony Taylor benti á punktinn. Jiménez skoraði úr spyrnunni og tryggði Úlfunum stig. Þeir hafa gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu. Wolves og Watford eru einu liðin í ensku úrvalsdeildinni sem hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu. Burnley er í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig.