Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 62-84 | Fín frammistaða en bitlaus sóknarleikur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2017 18:15 Þóra Kristín Jónsdóttir keyrir upp að körfu Svartfjallalands. vísir/andri marinó Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði 62-84 fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni í dag. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik og vörnin var lengst af góð en sóknin gekk illa, þá sérstaklega í 3. leikhluta þar sem íslenska liðið skoraði aðeins átta stig. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í liði Íslands með 23 stig. Helena Sverrisdóttir hitti illa en skilaði 18 stigum, 10 fráköstum og níu stoðsendingum. Flestar, ef ekki allar, stoðsendingar Helenu voru á Hildi. Íslenska liðið byrjaði leikinn af fínum krafti og hélt í við það svartfellska framan af. Eftir að Helena Sverrisdóttir setti niður þrist og minnkaði muninn í 10-12 tók spænskur þjálfari Svartfjallalands, Roberto Iniguez, leikhlé, enda mjög ósáttur við varnarleik sinna stelpna. Eftir þetta dró í sundur með liðunum. Íslenska vörnin réði lítið við Jelenu Dubljevic, fyrirliða Svartfjallalands, sem skoraði 15 stig í 1. leikhluta. Að sama skapi hrökk íslenska sóknin í baklás þegar Helena hvíldi. Svartfjallaland leiddi með níu stigum, 15-24, eftir 1. leikhluta og var með yfirhöndina framan af 2. leikhluta. Svartfellingar komust í 17-30 en Íslendingar svöruðu með 8-0 kafla og minnkuðu muninn í fimm stig, 25-30. Íslenska vörnin hélt vel í 2. leikhluta og samvinna Helenu og Hildar Bjargar skilaði góðum körfum. Staðan í hálfleik var 32-37, gestunum frá Svartfjallalandi í vil og allt opið fyrir seinni hálfleikinn. Í 3. leikhluta sýndi svartfellska liðið hvers það er megnugt. Íslensku stelpurnar áttu í miklum vandræðum í sókninni, sérstaklega síðustu mínútur leikhlutans þar sem þær náðu varla skotum á körfuna og töpuðu boltarnir hrönnuðust upp. Alls tapaði Ísland 23 boltum í leiknum í dag. Svartfjallaland leiddi með 21 stigi, 40-61, fyrir lokaleikhlutann. Ísland spilaði ágætlega í honum en náði aldrei að minnka muninn að neinu ráði. Lokatölur 62-84, Svartfellingum í vil. Ísland mætir Slóvakíu ytra í næsta leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn. Körfubolti
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði 62-84 fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni í dag. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik og vörnin var lengst af góð en sóknin gekk illa, þá sérstaklega í 3. leikhluta þar sem íslenska liðið skoraði aðeins átta stig. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í liði Íslands með 23 stig. Helena Sverrisdóttir hitti illa en skilaði 18 stigum, 10 fráköstum og níu stoðsendingum. Flestar, ef ekki allar, stoðsendingar Helenu voru á Hildi. Íslenska liðið byrjaði leikinn af fínum krafti og hélt í við það svartfellska framan af. Eftir að Helena Sverrisdóttir setti niður þrist og minnkaði muninn í 10-12 tók spænskur þjálfari Svartfjallalands, Roberto Iniguez, leikhlé, enda mjög ósáttur við varnarleik sinna stelpna. Eftir þetta dró í sundur með liðunum. Íslenska vörnin réði lítið við Jelenu Dubljevic, fyrirliða Svartfjallalands, sem skoraði 15 stig í 1. leikhluta. Að sama skapi hrökk íslenska sóknin í baklás þegar Helena hvíldi. Svartfjallaland leiddi með níu stigum, 15-24, eftir 1. leikhluta og var með yfirhöndina framan af 2. leikhluta. Svartfellingar komust í 17-30 en Íslendingar svöruðu með 8-0 kafla og minnkuðu muninn í fimm stig, 25-30. Íslenska vörnin hélt vel í 2. leikhluta og samvinna Helenu og Hildar Bjargar skilaði góðum körfum. Staðan í hálfleik var 32-37, gestunum frá Svartfjallalandi í vil og allt opið fyrir seinni hálfleikinn. Í 3. leikhluta sýndi svartfellska liðið hvers það er megnugt. Íslensku stelpurnar áttu í miklum vandræðum í sókninni, sérstaklega síðustu mínútur leikhlutans þar sem þær náðu varla skotum á körfuna og töpuðu boltarnir hrönnuðust upp. Alls tapaði Ísland 23 boltum í leiknum í dag. Svartfjallaland leiddi með 21 stigi, 40-61, fyrir lokaleikhlutann. Ísland spilaði ágætlega í honum en náði aldrei að minnka muninn að neinu ráði. Lokatölur 62-84, Svartfellingum í vil. Ísland mætir Slóvakíu ytra í næsta leik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn.