Íslenski boltinn

Söndrurnar komu toppliðinu til bjargar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephany Mayor Gutierrez skoraði tvívegis gegn Fylki.
Stephany Mayor Gutierrez skoraði tvívegis gegn Fylki. vísir/eyþór
Fylkir var hársbreidd frá því að vinna topplið Þórs/KA í fyrsta leik Árbæinga undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar. Lokatölur 3-3.

Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var Fylkir 1-3 yfir og allt stefndi í fyrsta tap toppliðsins í Pepsi-deildinni. En nöfnurnar Sandra María Jessen og Sandra Stephany Mayor Gutierrez komu Þór/KA til bjargar með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Sandra Stephany kom Þór/KA yfir með marki úr vítaspyrnu á 43. mínútu. Aðeins mínútu síðar jafnaði Kailyn Johnson metin og hún var svo aftur á ferðinni á 44. mínútu þegar hún skoraði beint úr hornspyrnu. Þrjú mörk á jafn mörgum mínútum.

Á 51. mínútu skoraði Caragh Milligan þriðja mark Fylkis og kom Árbæingum í góða stöðu. En Akureyringar gáfust ekki upp.

Sandra María Jessen minnkaði muninn á 86. mínútu og Sandra Stephany jafnaði svo metin þremur mínútum síðar. Lokatölur 3-3 í hörkuleik.

Þór/KA er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en Fylkir er áfram í níunda og næstneðsta sæti, nú með fimm stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

Langþráður sigur FH-inga

Eftir þrjá leiki í röð án þess að fá stig eða skora mark vann FH 1-0 sigur á Haukum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×