Sunna Rannveig sigraði Kelly D'Angelo Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. júlí 2017 01:00 Mjölnir/Vísir Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn þriðja bardaga í röð í nótt í Kansas. Sunna sigraði Kelly D’Angelo eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu. Bardaginn var nokkuð jafn til að byrja með og skiptust þær á höggum. Báðar voru að lenda höggum en Sunna náði að stjórna Kelly upp við búrið í 1. lotu um tíma. Sunna var þó komin með blóðnasir strax í 1. lotu. Önnur lotan var einfaldlega frábær hjá Sunnu. Hún náði glæsilegri fellu snemma í 2. lotu og leyfði Kelly ekkert að standa upp. Hún stjórnaði henni allan tímann í gólfinu, náði nokkrum fínum olnbogum og hafði algjöra yfirburði. Kelly varðist ágætlega í gólfinu og náði Sunna ekki að ógna með uppgjafartökum. Þriðja lotan var nokkuð lík 1. lotunni þar sem þær skiptust á höggum. Kelly var hikandi við að sækja af ótta við að vera tekin niður og reyndi að beita gagnárásum. Báðar voru að ná höggum inn en Sunna var þó að hafa betur standandi. Þegar skammt var eftir af 3. lotunni náði hún annarri fellu sem innsiglaði lotuna. Dómararnir voru allir sammála um hver hefði unnið bardagann. Þetta var sannfærandi sigur hjá Sunnu og frábær frammistaða. Kelly D'Angelo var fyrir bardagann ósigruð í MMA og hnefaleikum og var þetta því hennar fyrsta tap á bardagaferlinum. Sigurinn var afar sannfærandi hjá Sunnu og hefur hún vaxið gríðarlega sem bardagaíþróttamaður síðan hún tók sinn fyrsta bardaga í Invicta í september. Sunna hefur unnið alla atvinnubardaga sína og er nú 3-0 sem atvinnumaður. Sunna þakkaði kærlega fyrir stuðninginn eftir bardagann og getur gengið stolt frá borði. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Sunna á leið í stríð 15. júlí 2017 09:00 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn þriðja bardaga í röð í nótt í Kansas. Sunna sigraði Kelly D’Angelo eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu. Bardaginn var nokkuð jafn til að byrja með og skiptust þær á höggum. Báðar voru að lenda höggum en Sunna náði að stjórna Kelly upp við búrið í 1. lotu um tíma. Sunna var þó komin með blóðnasir strax í 1. lotu. Önnur lotan var einfaldlega frábær hjá Sunnu. Hún náði glæsilegri fellu snemma í 2. lotu og leyfði Kelly ekkert að standa upp. Hún stjórnaði henni allan tímann í gólfinu, náði nokkrum fínum olnbogum og hafði algjöra yfirburði. Kelly varðist ágætlega í gólfinu og náði Sunna ekki að ógna með uppgjafartökum. Þriðja lotan var nokkuð lík 1. lotunni þar sem þær skiptust á höggum. Kelly var hikandi við að sækja af ótta við að vera tekin niður og reyndi að beita gagnárásum. Báðar voru að ná höggum inn en Sunna var þó að hafa betur standandi. Þegar skammt var eftir af 3. lotunni náði hún annarri fellu sem innsiglaði lotuna. Dómararnir voru allir sammála um hver hefði unnið bardagann. Þetta var sannfærandi sigur hjá Sunnu og frábær frammistaða. Kelly D'Angelo var fyrir bardagann ósigruð í MMA og hnefaleikum og var þetta því hennar fyrsta tap á bardagaferlinum. Sigurinn var afar sannfærandi hjá Sunnu og hefur hún vaxið gríðarlega sem bardagaíþróttamaður síðan hún tók sinn fyrsta bardaga í Invicta í september. Sunna hefur unnið alla atvinnubardaga sína og er nú 3-0 sem atvinnumaður. Sunna þakkaði kærlega fyrir stuðninginn eftir bardagann og getur gengið stolt frá borði.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Sunna á leið í stríð 15. júlí 2017 09:00 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sjá meira
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00