Íslenski boltinn

Sigríður Lára skaut Eyjakonum í undanúrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigríður Lára var valin í EM-hópinn.
Sigríður Lára var valin í EM-hópinn. vísir/anton
Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna þegar hún skoraði eina mark leiksins gegn Haukum á Hásteinsvelli í undanúrslitunum í kvöld.

Liðin mættust á sama stað á þriðjudaginn og þá vann ÍBV 3-0 sigur.

Eyjakonur þurftu að hafa meira fyrir sigrinum í kvöld. Færin voru fá og leikurinn frekar tíðindalítill.

Sigríður Lára skoraði sigurmarkið á 77. mínútu eftir sendingu frá Adrienne Jordan.

Fleiri urðu mörkin ekki og ÍBV fagnaði sigri og sæti í undanúrslitunum. Eyjakonur komust alla leið í úrslit í fyrra þar sem þær töpuðu fyrir Blikum.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir

EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×