Helena hrökk í gang og stelpurnar tryggðu sér silfur á fimmtu leikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 12:06 Helena Sverrisdóttir var nálægt þrennunni í dag með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó eftir fimmtán stiga sigur á Lúxemborg í lokaleik liðsins á leikunum. Ísland vann leikinn 59-44 en þetta var óopinber úrslitaleikur um silfrið þar sem Malta hafði þegar tryggt sér gullverðlaunin með sínum þriðja sigri í röð í gær. Helena Sverrisdóttir minnti á sig og var með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var næststigahæst með 10 stig. Íslenska liðið hafði ekki spilað í hálft ár fyrir þessa leiki á Smáþjóðaleikunum og lykilmenn eins og Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir hafa allar ekkert verið með liðinu í meira en fimmtán mánuði. Það sást vel á mjög slökum fyrsta leik en liðið hefur síðan spilað betur með hverjum leik. Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék ekki í tapinu á móti Möltu í fyrsta leik vegna meiðsla og klikkaði síðan á öllum átta skotum sínum utan af velli í öðrum leiknum á móti Kýpur. Helena fann aftur á móti taktinn í dag þar sem hún hitti úr 5 af 9 skotum sínum og öllum sjö vítunum. Hún var að vinna sín fimmtu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag. Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel á mótinu en hún skoraði 10 stig í þessum leik sem var hennar fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Íslenska liðið komst í 9-0 í byrjun leiksins, var 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann, vann síðan annan leikhlutann 18-10 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 31-19. Íslenska liðið var síðan með gott tak á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 7 stoðsendingar, 7 fráköst Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10 stig Sara Rún Hinriksdóttir 6 stig, 6 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 10 fráköst Hildur Björg Kjartansdóttir 5 stig, 8 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 5 stig Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stigÍslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina: 1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1997 á Íslandi - gullverðlaun 2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull) 2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull) 2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2015 á Íslandi - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2017 í San Marínó - silfurverðlaun (Malta vann gull)Samantekt hjá íslenska kvennalandsliðinu: Gull - 1 - (1997) Silfur - 8 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013, 2015, 2017) Brons - 2 - (1991, 2003)Flest gullverðlaun: 7 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013, 2015) 3 - Malta (2003, 2009, 2017) 1 - Ísland (1997) Körfubolti Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó eftir fimmtán stiga sigur á Lúxemborg í lokaleik liðsins á leikunum. Ísland vann leikinn 59-44 en þetta var óopinber úrslitaleikur um silfrið þar sem Malta hafði þegar tryggt sér gullverðlaunin með sínum þriðja sigri í röð í gær. Helena Sverrisdóttir minnti á sig og var með 21 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var næststigahæst með 10 stig. Íslenska liðið hafði ekki spilað í hálft ár fyrir þessa leiki á Smáþjóðaleikunum og lykilmenn eins og Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir hafa allar ekkert verið með liðinu í meira en fimmtán mánuði. Það sást vel á mjög slökum fyrsta leik en liðið hefur síðan spilað betur með hverjum leik. Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir lék ekki í tapinu á móti Möltu í fyrsta leik vegna meiðsla og klikkaði síðan á öllum átta skotum sínum utan af velli í öðrum leiknum á móti Kýpur. Helena fann aftur á móti taktinn í dag þar sem hún hitti úr 5 af 9 skotum sínum og öllum sjö vítunum. Hún var að vinna sín fimmtu silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag. Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel á mótinu en hún skoraði 10 stig í þessum leik sem var hennar fyrsti landsleikur í byrjunarliði. Íslenska liðið komst í 9-0 í byrjun leiksins, var 13-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann, vann síðan annan leikhlutann 18-10 og var tólf stigum yfir í hálfleik, 31-19. Íslenska liðið var síðan með gott tak á leiknum í seinni hálfleiknum og sigurinn var aldrei í mikilli hættu.Atkvæðamestar í íslenska liðinu í leiknum: Helena Sverrisdóttir 21 stig, 7 stoðsendingar, 7 fráköst Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10 stig Sara Rún Hinriksdóttir 6 stig, 6 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 10 fráköst Hildur Björg Kjartansdóttir 5 stig, 8 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 5 stig Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stigÍslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina: 1989 á Kýpur - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1991 í Andorra - bronsverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1993 á Möltu - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1995 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 1997 á Íslandi - gullverðlaun 2003 á Möltu - bronsverðlaun (Malta vann gull) 2005 í Andorra - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2009 á Kýpur - silfurverðlaun (Malta vann gull) 2013 í Lúxemborg - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2015 á Íslandi - silfurverðlaun (Lúxemborg vann gull) 2017 í San Marínó - silfurverðlaun (Malta vann gull)Samantekt hjá íslenska kvennalandsliðinu: Gull - 1 - (1997) Silfur - 8 - (1989, 1993, 1995, 2005, 2009, 2013, 2015, 2017) Brons - 2 - (1991, 2003)Flest gullverðlaun: 7 - Lúxemborg (1989, 1991, 1993, 1995, 2005, 2013, 2015) 3 - Malta (2003, 2009, 2017) 1 - Ísland (1997)
Körfubolti Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum