Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 11:18 Alexa fylgir Amazon Echo. Vísir/Getty Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. Þýðingarstofan Skopos bendir á þetta í frétt sinni.Svo virðist sem að Amazon hafi hug á því að kenna Alexu fleiri tungumál en auk íslenskusérfræðings er einnig auglýst eftir sérfræðingum í dönsku, þýsku, norsku, sænsku og þýsku svo dæmi séu tekin en alls leitar Amazon nú að málfræðingum fyrir fjórtán tungumál. Alexa fylgir Amazon Echo, snjallhátalara Amazon og skilur Alexa margvíslegar raddskipanir líkt og Vísir hefur fjallað um.Sjá einnig:„Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisinsVísir/GettyÍ auglýsingunni er leitað eftir málfræðingum sem hafa íslensku að móðurmáli, hafa góða þekkingu á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og eru vel að sér í forritun, m.a. reglulegum segðum og skipanalínum í Unix/Linux. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Á markað eru að koma heimilistæki sem hægt er að stýra með röddinni og telja sérfræðingar að ekki sé langt í að hægt verði að eiga samskipti við öll helstu tæki á heimilinu. Bent hefur þó verið á að íslenskan eigi undir högg að sækja enda sé ekki sjálgefið að stórfyrirtæki ákveði að láta íslenskuna fylgja með stafrænum aðstoðarmönnum sínum.Sjá einnig: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniAmazon hefur áður sýnt íslenskunni áhuga en Polly, talgervill Amazon, getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku.Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram. Því sé mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við Google, Microsoft, Apple og Amazon láti íslenskuna fylgja með í vörum sem geti talað eða skilið tungumál og því hlýtur það að teljast afar jákvætt skref að Amazon horfi til íslenskunnar. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. Þýðingarstofan Skopos bendir á þetta í frétt sinni.Svo virðist sem að Amazon hafi hug á því að kenna Alexu fleiri tungumál en auk íslenskusérfræðings er einnig auglýst eftir sérfræðingum í dönsku, þýsku, norsku, sænsku og þýsku svo dæmi séu tekin en alls leitar Amazon nú að málfræðingum fyrir fjórtán tungumál. Alexa fylgir Amazon Echo, snjallhátalara Amazon og skilur Alexa margvíslegar raddskipanir líkt og Vísir hefur fjallað um.Sjá einnig:„Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisinsVísir/GettyÍ auglýsingunni er leitað eftir málfræðingum sem hafa íslensku að móðurmáli, hafa góða þekkingu á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og eru vel að sér í forritun, m.a. reglulegum segðum og skipanalínum í Unix/Linux. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Á markað eru að koma heimilistæki sem hægt er að stýra með röddinni og telja sérfræðingar að ekki sé langt í að hægt verði að eiga samskipti við öll helstu tæki á heimilinu. Bent hefur þó verið á að íslenskan eigi undir högg að sækja enda sé ekki sjálgefið að stórfyrirtæki ákveði að láta íslenskuna fylgja með stafrænum aðstoðarmönnum sínum.Sjá einnig: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniAmazon hefur áður sýnt íslenskunni áhuga en Polly, talgervill Amazon, getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku.Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram. Því sé mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við Google, Microsoft, Apple og Amazon láti íslenskuna fylgja með í vörum sem geti talað eða skilið tungumál og því hlýtur það að teljast afar jákvætt skref að Amazon horfi til íslenskunnar.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30