Viðskipti erlent

Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann
Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann Vísir/EPA
Heildarkostnaður S-kóreska tæknirisans Samsung við að hætta sölu og taka Samsung Galaxy Note 7 síma sinn af markaði mun nema um 616 milljörðum króna að mati fyrirtækisins.

Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann eftir að í ljós kom að hætta er á að hann ofhitni og springi. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að framleiðslu og sölu símanna hefur verið hætt vegna eldhættu vegna galla í rafhlöðu þeirra. Fyrirtækið innkallaði 2,5 milljónir síma og skipti þeim út fyrir nýja sem áttu að vera öruggir.

Hefur Samsung lækkað afkomuspá sína fyrir þriðja ársfjórðung ársins um 264 milljarða vegna símans. Síminn átti að vera flaggskip Samsung á símamarkaði og helsti keppinautur iPhone 7 síma Apple sem kynntur var til sögunnar skömmu á eftir Galaxy Note 7.

Reiknað er þó með að Samsung muni hagnast um 520 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi, þrátt fyrir vandræði símans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×