Griezmann skaut Frökkum í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 21:00 Antoine Griezmann fagnar marki sínu ásamt Paul Pogba. vísir/epa Það verður Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Frakka á heimsmeisturum Þjóðverja í Marseille í kvöld. Antoine Griezmann var hetja Frakka en hann skoraði bæði mörkin og er nú komin með sex mörk í heildina á EM. Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja frá Griezmann á 7. mínútu. Eftir þessa góðu byrjun franska liðsins tók það þýska yfir og stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Emre Can komst næst því að skora en Hugo Lloris varði vel frá honum eftir 14 mínútna leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks breyttist leikurinn þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu á Bastian Schweinsteiger fyrir að handleika boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu. Þjóðverjar töpuðu þá boltanum inni í eigin vítateig, Paul Pogba sendi fyrir frá vinstri, Neuer sló boltann frá en ekki nógu langt og Griezmann nýtti sér það og skoraði sitt annað mark. Þjóðverjar fengu færi til að minnka muninn eftir þetta en tókst ekki að skora. Bestu færin féllu Joshua Kimmich í skaut; hann átti hörkuskot í stöngina tveimur mínútum eftir seinna mark Griezmann og svo varði Lloris stórkostlega skalla frá honum í uppbótartíma. Heimsmeistarnir náðu hins vegar ekki að skora og Frakkar fögnuðu 2-0 sigri og sæti í úrslitaleiknum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
Það verður Frakkland sem mætir Portúgal í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Þetta var ljóst eftir 2-0 sigur Frakka á heimsmeisturum Þjóðverja í Marseille í kvöld. Antoine Griezmann var hetja Frakka en hann skoraði bæði mörkin og er nú komin með sex mörk í heildina á EM. Frakkar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Manuel Neuer þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja frá Griezmann á 7. mínútu. Eftir þessa góðu byrjun franska liðsins tók það þýska yfir og stjórnaði ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Emre Can komst næst því að skora en Hugo Lloris varði vel frá honum eftir 14 mínútna leik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks breyttist leikurinn þegar ítalski dómarinn Nicola Rizzoli dæmdi vítaspyrnu á Bastian Schweinsteiger fyrir að handleika boltann innan vítateigs. Griezmann fór á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni á 72. mínútu. Þjóðverjar töpuðu þá boltanum inni í eigin vítateig, Paul Pogba sendi fyrir frá vinstri, Neuer sló boltann frá en ekki nógu langt og Griezmann nýtti sér það og skoraði sitt annað mark. Þjóðverjar fengu færi til að minnka muninn eftir þetta en tókst ekki að skora. Bestu færin féllu Joshua Kimmich í skaut; hann átti hörkuskot í stöngina tveimur mínútum eftir seinna mark Griezmann og svo varði Lloris stórkostlega skalla frá honum í uppbótartíma. Heimsmeistarnir náðu hins vegar ekki að skora og Frakkar fögnuðu 2-0 sigri og sæti í úrslitaleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira