Southgate og Hoddle líklegastir til að taka við enska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2016 12:33 Næstu landsliðsþjálfarar Englands? vísir/epa/getty Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær. Southgate hefur þjálfað enska U-21 ára liðið frá 2013 en hann var áður knattspyrnustjóri Middlesbrough.Sjá einnig: The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Næstur á blaði hjá veðbönkum er Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 58 ára gamall, hefur ekki stýrt liði frá 2006 þegar hann hætti hjá Wolves. Síðan þá hefur Hoddle rekið knattspyrnuakademíu á Spáni og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, er þriðji líklegasti kosturinn í landsliðsþjálfarastarfið samkvæmt veðbönkum og Alan Shearer, sem hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, sá fjórði.Shearer er ofarlega á lista veðbanka yfir næsta landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir afar takmarkaða reynslu af þjálfun.vísir/gettySjálfur vill Shearer sjá Southgate og Hoddle taka við enska landsliðinu. „Hoddle er frábær þjálfari sem hefur enn margt að bjóða,“ sagði Shearer sem lék undir stjórn Hoddles í landsliðinu. Honum líst líka vel á Southgate. „Þetta snýst um að hafa leiðtoga og Southgate er klárlega svoleiðis týpa, líkt og Hoddle sem var frábær fyrir England.“Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband Harry Redknapp, sem var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna 2012, er ekki jafn spenntur fyrir Southgate. „Af hverju ætti hann að vera ofar á lista en stjórar sem hafa sannað sig eins og Steve Bruce og Sam Allardyce?“ sagði Redknapp. „Ég kann vel við Southgate, hann er frábær náungi, en hvað hefur hann afrekað?“ bætti Redknapp við en hann hefur ekki mikla trú á að enska knattspyrnusambandið finni rétta manninn í starf næsta landsliðsþjálfara. Hann stakk hins vegar upp á Tim Sherwood í starfið. „Hann hefur ástríðu og áhuga. Hann er ungur, fullur af orku og þekkir leikinn,“ sagði Redknapp en Sherwood var rekinn frá Aston Villa í lok október 2015. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær. Southgate hefur þjálfað enska U-21 ára liðið frá 2013 en hann var áður knattspyrnustjóri Middlesbrough.Sjá einnig: The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Næstur á blaði hjá veðbönkum er Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands. Hoddle, sem er 58 ára gamall, hefur ekki stýrt liði frá 2006 þegar hann hætti hjá Wolves. Síðan þá hefur Hoddle rekið knattspyrnuakademíu á Spáni og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Eddie Howe, knattspyrnustjóri Bournemouth, er þriðji líklegasti kosturinn í landsliðsþjálfarastarfið samkvæmt veðbönkum og Alan Shearer, sem hefur litla sem enga reynslu af þjálfun, sá fjórði.Shearer er ofarlega á lista veðbanka yfir næsta landsliðsþjálfara Englands þrátt fyrir afar takmarkaða reynslu af þjálfun.vísir/gettySjálfur vill Shearer sjá Southgate og Hoddle taka við enska landsliðinu. „Hoddle er frábær þjálfari sem hefur enn margt að bjóða,“ sagði Shearer sem lék undir stjórn Hoddles í landsliðinu. Honum líst líka vel á Southgate. „Þetta snýst um að hafa leiðtoga og Southgate er klárlega svoleiðis týpa, líkt og Hoddle sem var frábær fyrir England.“Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband Harry Redknapp, sem var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna 2012, er ekki jafn spenntur fyrir Southgate. „Af hverju ætti hann að vera ofar á lista en stjórar sem hafa sannað sig eins og Steve Bruce og Sam Allardyce?“ sagði Redknapp. „Ég kann vel við Southgate, hann er frábær náungi, en hvað hefur hann afrekað?“ bætti Redknapp við en hann hefur ekki mikla trú á að enska knattspyrnusambandið finni rétta manninn í starf næsta landsliðsþjálfara. Hann stakk hins vegar upp á Tim Sherwood í starfið. „Hann hefur ástríðu og áhuga. Hann er ungur, fullur af orku og þekkir leikinn,“ sagði Redknapp en Sherwood var rekinn frá Aston Villa í lok október 2015.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira