Hlutabréfamarkaðir hrynja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 09:46 Markaðurinn bregst mjög illa við tíðindum um væntanlegt brotthvarf Breta úr ESB Vísir/Getty Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hafa hríðfallið það sem af er degi eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslur Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.Breska pundið hefur fallið um tíu prósent og hefur ekki verið lægra síðan 1985. Fjárfestar voru einnig snöggir til að losa sig við hlutabréf í evrópskum fyrirtækjum og hafa hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fallið um sjö til tíu prósent. Hlutabréf breskra banka hrundu í morgun en hlutabréf bankanna Barclays og RBS féllu um allt að 30 prósent. Úrslit kosninganna urðu ljós á meðan markaðir í Asíu voru enn opnir og féll hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan um sjö prósent. Olíuverð hefur einnig lækkað í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem búist er við að muni hafa enn frekar áhrif á heimsmarkaði en mikil óvissa ríkir nú um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands úr ESB muni hafa. „Þetta er ógnvekjandi og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir James Butterfill, sérfræðingur hjá ETF Securites í London. „Mjög margir munu tapa miklum fjárhæðum.“ Forsvarsmenn Englandsbanka segjast fylgjast vel með þróuninni á mörkuðum og að þeir muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að bregðast við stöðunni og róa fjárfesta. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu hafa hríðfallið það sem af er degi eftir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslur Breta þar sem ákveðið var að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið.Breska pundið hefur fallið um tíu prósent og hefur ekki verið lægra síðan 1985. Fjárfestar voru einnig snöggir til að losa sig við hlutabréf í evrópskum fyrirtækjum og hafa hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fallið um sjö til tíu prósent. Hlutabréf breskra banka hrundu í morgun en hlutabréf bankanna Barclays og RBS féllu um allt að 30 prósent. Úrslit kosninganna urðu ljós á meðan markaðir í Asíu voru enn opnir og féll hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan um sjö prósent. Olíuverð hefur einnig lækkað í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem búist er við að muni hafa enn frekar áhrif á heimsmarkaði en mikil óvissa ríkir nú um hvaða áhrif brotthvarf Bretlands úr ESB muni hafa. „Þetta er ógnvekjandi og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir James Butterfill, sérfræðingur hjá ETF Securites í London. „Mjög margir munu tapa miklum fjárhæðum.“ Forsvarsmenn Englandsbanka segjast fylgjast vel með þróuninni á mörkuðum og að þeir muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að bregðast við stöðunni og róa fjárfesta.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25