Varamennirnir breyttu öllu fyrir enska liðið í sigri á Wales | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2016 14:45 Daniel Sturridge fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Sjá meira
Varamennirnir Daniel Sturridge og Jamie Vardy tryggði Englendingum 2-1 sigur á Wales og þar með toppsætið í B-riðlinum á Evrópumótinu í Frakklandi. Gareth Bale kom Wales yfir í fyrri hálfleik með marki beint úr aukaspyrnu af 32 metra færi en Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og það bar árangur því þeir skoruðu báðir. Jamie Vardy var ekki lengi að jafna metin og Daniel Sturridge skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. Englendingar eru því komnir með 4 stig og á toppinn í riðlinum en Wales og Slóvakía eru með 3 stig. England mætir Slóvakíu í lokaumferðinni en Wales spilar við Rússland. Gareth Bale kom Wales í 1-0 í lok fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukaspyrnu en hann hefur þar með skorað aukaspyrnumark í tveimur fyrstu leikjum velska liðsins á EM. Englendingar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og Raheem Sterling fékk besta færið. Það var hinsvegar Wales sem skoraði eina markið úr aukaspyrnu af um 32 metra færi en Joe Hart átti að gera þar betur. Gareth Bale er skeinuhættur skotmaður og markvörður Manchester City réði ekki við skotið hans þrátt fyrir að það hafi verið af mjög löngu færi. Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, skipti bæði Daniel Sturridge og Jamie Vardy inná í hálfleik og Vardy var ekki lengi að jafna metin. Hann fékk þá boltann frá Ashley Williams, fyrirliði Wales, og skoraði úr markteignum. Það héldu allir að Vardy væri rangstæður enda langt fyrir innan en síðan kom í ljós að hann fékk boltann frá varnarmanni Wales en ekki samherja. Enska liðið hélt áfram að sækja og markið kom ekki fyrr en í uppbótartímanum. Daniel Sturridge skoraði þá eftir tilviljunarkennt en árangursríkt samspil ensku landsliðmannanna inn í teig. Sturridge fékk boltann á endanum frá Deli Alli og kom boltanum í markið. Ensku leikmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok enda þetta var afar mikilvægur sigur fyrir liðið ekki síst eftir vonbrigðin í lokin á móti Rússum. Nú var lukkan hinsvegar í liðið með þeim ensku í uppbótartímanum.Bale kemur Wales í 1-0 Bale með ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu! Wales, sem hefur ekki sigrað England í 32 ár, leiðir í hálfleik. 1-0. pic.twitter.com/bZz8uVVtgd— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Vardy jafnar metin Rangstaða. Rangstaða. Rangstaða. EKKI RANGSTAÐA! Vardy skorar fyrir England! 1-1 pic.twitter.com/t2oCuiE2p4— Síminn (@siminn) June 16, 2016 Daniel Sturridge skorar sigurmarkið Daniel Sturridge í uppbótartíma! 2-1 fyrir Englandi gegn Wales! pic.twitter.com/DS60awHyG1— Síminn (@siminn) June 16, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Sjá meira