Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 21:00 Dmitri Payet var aðalmaðurinn í kvöld. vísir/afp Frakkland hafði betur gegn Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Stade de France í Saint-Denis. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oliver Giroud Frökkum yfir með skallamarki á 57. mínútu. Hann stökk upp samhliða rúmenska markverðinum Tatarusanu og stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Dmitri Payet. Kannski hefði átt að dæma aukaspyrnu á Giroud sem fór með olnbogann í hendurnar á markverðinum áður en hann skallaði boltann í autt netið. Hann slapp með skrekkinn og Frakkar komnir í 1-0. Giroud hefur verið í miklum ham fyrir Frakka að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu sex leikjum fyrir franska landsliðið. Á 65. mínútu fengu Rúmenar vítaspyrnu þegar Patrice Evra braut klaufalega af sér í teignum. Bogdan Stancu fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hugo Lloris í markinu. Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli kom Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, gestgjöfunum til bjargar með algjörlega frábæru marki á 89. mínútu. Payet fékk sendingu fyrir utan teiginn frá N'Golo Kante og þrumaði boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í samskeytin fjær. Algjörlega óverjandi og gæti verið eitt af mörkum keppninnar. Lokatölur, 2-1, og Frakkarnir byrja á sigri. Payet lagði upp fyrra markið, skoraði sigurmarkið og átti í heildina frábæran leik. Hann lagði upp átta færi fyrir félaga sína í leiknum en Giroud skoraði úr því sjötta sem hann lagði upp. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Frakkland hafði betur gegn Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Stade de France í Saint-Denis. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oliver Giroud Frökkum yfir með skallamarki á 57. mínútu. Hann stökk upp samhliða rúmenska markverðinum Tatarusanu og stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Dmitri Payet. Kannski hefði átt að dæma aukaspyrnu á Giroud sem fór með olnbogann í hendurnar á markverðinum áður en hann skallaði boltann í autt netið. Hann slapp með skrekkinn og Frakkar komnir í 1-0. Giroud hefur verið í miklum ham fyrir Frakka að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu sex leikjum fyrir franska landsliðið. Á 65. mínútu fengu Rúmenar vítaspyrnu þegar Patrice Evra braut klaufalega af sér í teignum. Bogdan Stancu fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hugo Lloris í markinu. Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli kom Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, gestgjöfunum til bjargar með algjörlega frábæru marki á 89. mínútu. Payet fékk sendingu fyrir utan teiginn frá N'Golo Kante og þrumaði boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í samskeytin fjær. Algjörlega óverjandi og gæti verið eitt af mörkum keppninnar. Lokatölur, 2-1, og Frakkarnir byrja á sigri. Payet lagði upp fyrra markið, skoraði sigurmarkið og átti í heildina frábæran leik. Hann lagði upp átta færi fyrir félaga sína í leiknum en Giroud skoraði úr því sjötta sem hann lagði upp.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira