Ancelotti: Pérez bað mig um að breyta hlutverki Bale Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 22:45 Ancelotti vildi ekki breyta leikkerfi Real Madrid til að þóknast Bale. vísir/getty Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira