Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til á fjórða tímanum í dag eftir að ferðamenn veltu bíl sínum á Snæfellsnesi. Slysið er talið alvarlegt og voru þrír fluttir á Landspítalann, en ekki er vitað með líðan þeirra.
Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni fór áhöfnin á TF-LIF á vettvang og lenti þyrlan aftur í Fossvogi skömmu fyrir hálf sex í kvöld.
