Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni að óþörfu í dag. Fréttablaðið/Ernir Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“ Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira