Sjaldan snjóað jafn mikið á höfuðborgarsvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2015 11:35 Aðeins fimmtán sinnum frá árinu 1949 hefur mælst meiri snjókoma á einum sólahring. Vísir/Pjetur Það snjóaði gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu í nótt en aðeins fimmtán sinnum frá árinu 1949 hefur mælst meiri snjókoma á einum sólahring. Snjódýpt í Reykjavík mældist í morgun 32 sentimetrar. Er það mesta snjódýpt í Reykjavík í nóvember síðan 1979 og sú fjórða mesta í Reykjavík frá stofnun Veðurstofu Íslands samkvæmt Sigurði Þór Guðjónssyni veðursagnfræðingi. Upp úr ellefu í gærkvöldi tók að snjóa í borginni en samkvæmt upplýsingum frá Birtu Líf Kristinsdóttir, vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, snjóaði nær linnulaust til klukkan sex í morgun. Ekki gert var ráð fyrir svo mikilli ofankomu en síðdegis í gær var þó ljóst að nokkuð myndi snjóa um nóttina. Ástæðan fyrir að það snjóaði svo mikið og svo lengi var sú að éljabakkinn færðist mjög hægt yfir höfuðborgarsvæðið. Að sögn Birtu snjóaði mest á höfuðborgarsvæðinu sé litið til alls landsins en næst mesta snjódýptin mældist á Hólmavík, 24 sentimetrar. Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu við að moka götur en klukkan fjögur í nótt voru allar snjómoksturvélar ræstar út. Höfuðborgarbúum sem er illa við snjóinn geta þó huggað sig við það að ekki er útlit fyrir viðlíka snjókomu næstu dagana. „Það eru einhverjar líkur á éljum en ekkert í líkingu við það sem var í gærkvöldi og í nótt,“ segir Birta. „En það þarf líklega ekkert að segja Íslendingum það að spár geta breyst.“ Veður Tengdar fréttir Þungfært í íbúðargötum: Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni "Fólk er víða í basli,“ segir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 28. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Það snjóaði gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu í nótt en aðeins fimmtán sinnum frá árinu 1949 hefur mælst meiri snjókoma á einum sólahring. Snjódýpt í Reykjavík mældist í morgun 32 sentimetrar. Er það mesta snjódýpt í Reykjavík í nóvember síðan 1979 og sú fjórða mesta í Reykjavík frá stofnun Veðurstofu Íslands samkvæmt Sigurði Þór Guðjónssyni veðursagnfræðingi. Upp úr ellefu í gærkvöldi tók að snjóa í borginni en samkvæmt upplýsingum frá Birtu Líf Kristinsdóttir, vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, snjóaði nær linnulaust til klukkan sex í morgun. Ekki gert var ráð fyrir svo mikilli ofankomu en síðdegis í gær var þó ljóst að nokkuð myndi snjóa um nóttina. Ástæðan fyrir að það snjóaði svo mikið og svo lengi var sú að éljabakkinn færðist mjög hægt yfir höfuðborgarsvæðið. Að sögn Birtu snjóaði mest á höfuðborgarsvæðinu sé litið til alls landsins en næst mesta snjódýptin mældist á Hólmavík, 24 sentimetrar. Snjómokstursmenn hafa staðið í ströngu við að moka götur en klukkan fjögur í nótt voru allar snjómoksturvélar ræstar út. Höfuðborgarbúum sem er illa við snjóinn geta þó huggað sig við það að ekki er útlit fyrir viðlíka snjókomu næstu dagana. „Það eru einhverjar líkur á éljum en ekkert í líkingu við það sem var í gærkvöldi og í nótt,“ segir Birta. „En það þarf líklega ekkert að segja Íslendingum það að spár geta breyst.“
Veður Tengdar fréttir Þungfært í íbúðargötum: Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni "Fólk er víða í basli,“ segir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 28. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þungfært í íbúðargötum: Lögreglan varar fólk við að vera á ferðinni "Fólk er víða í basli,“ segir varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 28. nóvember 2015 10:57