Umfjöllun og viðtöl: FSu - Grindavík 84-85 | Ómar tryggði Grindavík sigurinn í Iðu Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 15. október 2015 22:00 Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík unnu í spennandi leik í kvöld. vísir/ernir FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum