Viðskipti erlent

Glænýtt Apple TV

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hægt verður að gera ýmislegt með hinu nýja Apple TV.
Hægt verður að gera ýmislegt með hinu nýja Apple TV. Skjáskot
„Ég er hæstánægður með að geta sýnt ykkur nýtt Apple TV,“ sagði Tim Cook, forstjóri Apple, þegar nýjasta útgáfa af sjónvarpsgræju fyrirtækisins. Beðið var með eftirvæntingu eftir kynningunni enda töluvert síðan Apple TV var uppfært.

Búið er að endurhanna viðmótið og fjarstýringuna sem fylgir með. Einnig er búið að tengja tækið við Siri, talgervil Apple, og því ætti að vera hægt að stjórna tækinu með því að ræða við Siri. Getur hún hækkað og lækkað, sett á texta, leitað að myndum og þáttum og spólað fram og til baka svo dæmi séu tekin.

Siri mun gegna lykilhlutverki í hinu nýja Apple TVSkjáskot
Með Apple TV fylgir nýtt stýrikerfi sem nefnist tvOS og hægt er að setja inn hin ýmsu smáforrit og m.a. er hægt að spila leiki, skoða veðurspánna, versla og ýmislegt fleira.

Apple TV verður með 64-bita A8 örgjörva, HDMI-tengi og ethernet-tengi. Fjarstýringin á í samskiptum við Apple TV með Bluetooth. Kemur tækið út í tveimur útgáfum, 32gb og 64gb. Mun Apple TV koma út í Bandaríkjunum í október og verður komið til 180 landa fyrir lok ársins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×