Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 19:15 vísir/auðunn níelsson Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Kópavogsliðið hefur skorað flest mörk allra liða (48) og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum sem er mögnuð tölfræði. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft.Auðunn Níelsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér að ofan. Blikar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru heppnir að vera ekki nema 1-0 undir að honum loknum. Lillý Rut Hlynsdóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks small boltinn svo í stöng Blikamarksins. En leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda skiptingu i hálfleik og hún virkaði vel. Blikar juku sóknarþungann, sem var enginn í fyrri hálfleik, og strax eftir tveggja mínútna leik jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimakonum með Svövu Rós Guðmundsdóttur í fantaformi á hægri kantinum. Svava, sem kom til Blika frá Val fyrir tímabilið, lagði upp gott færi fyrir Fanndísi Friðriksdóttur á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Svava sjálf í dauðafæri en Roxanne Kimberly Barker varði skot hennar í stöng. Roxanne kom hins vegar ekki neinum vörnum við á 62. mínútu þegar Fanndís skoraði sitt 19. deildarmark með góðu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Svövu frá hægri. Blikar voru nær því að bæta þriðja markinu við en norðanstúlkur að jafna og svo fór að Blikar unnu 1-2 sigur sem tryggði þeim langþráðan Íslandsmeistaratitil.vísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelsson Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Kópavogsliðið hefur skorað flest mörk allra liða (48) og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum sem er mögnuð tölfræði. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft.Auðunn Níelsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér að ofan. Blikar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru heppnir að vera ekki nema 1-0 undir að honum loknum. Lillý Rut Hlynsdóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks small boltinn svo í stöng Blikamarksins. En leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda skiptingu i hálfleik og hún virkaði vel. Blikar juku sóknarþungann, sem var enginn í fyrri hálfleik, og strax eftir tveggja mínútna leik jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimakonum með Svövu Rós Guðmundsdóttur í fantaformi á hægri kantinum. Svava, sem kom til Blika frá Val fyrir tímabilið, lagði upp gott færi fyrir Fanndísi Friðriksdóttur á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Svava sjálf í dauðafæri en Roxanne Kimberly Barker varði skot hennar í stöng. Roxanne kom hins vegar ekki neinum vörnum við á 62. mínútu þegar Fanndís skoraði sitt 19. deildarmark með góðu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Svövu frá hægri. Blikar voru nær því að bæta þriðja markinu við en norðanstúlkur að jafna og svo fór að Blikar unnu 1-2 sigur sem tryggði þeim langþráðan Íslandsmeistaratitil.vísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelsson
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira