Kane með þrennu í sigri Tottenham | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2015 00:01 Harry Kane skoraði þrennu í dag. Vísir/Getty Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.Manchester City vann öruggan sigur á West Brom í fyrsta leik dagsins, Aston Villa og Swansea gerðu markalaust jafntefli á Villa Park og Arsenal vann Newcastle á útivelli. Harry Kane átti enn einn stórleikinn þegar Tottenham vann torsóttan 4-3 sigur á botnliði Leicester City á heimavelli.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan Kane skoraði þrjú fyrstu mörk Tottenham og er því orðinn markahæstur í deildinni með 19 mörk, einu meira en Diego Costa hjá Chelsea. Kane kom Tottenham yfir á 6. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Jamie Vardy minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki frá því í sigrinum fræga á Manchester United 21. september 2014. Wes Morgan, fyrirliði Leicester, jafnaði svo metin með skalla eftir fyrirgjöf Matt James á 50. mínútu. En Kane skaut upp kollinum á 64. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Tottenham úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Danny Rose. Tottenham komst í 4-2 þegar Jeffrey Schlupp setti boltann í eigið mark á 85. mínútu en David Nugent gaf sínum mönnum smá von þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á lokamínútunni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Tottenham fagnaði sigri. Spurs er í 7. sæti með 53 stig en Leicester situr í botnsætinu með 19 stig og er komið langleiðina niður í B-deildina. Southampton hélt enn og aftur hreinu þegar liðið lagði Burnley á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 37. mínútu og á þeirri 58. setti Jason Schackell boltinn í eigið mark. Þetta var í 14. sinn sem Southampton heldur marki sínu hreinu í vetur en liðið er í 6. sæti með 53 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Burnley er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti. Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur á Stoke á Brittania, 1-2. Mame Biram Diouf kom heimamönnum yfir á 14. mínútu en Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fjórða mark Murray í síðustu fjórum leikjum Palace. Það var síðan Wilfried Zaha sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Með sigrinum komst Palace upp fyrir Newcastle í 11. sæti deildarinnar en lærisveinar Alans Pardew hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Stoke er í 9. sæti með 42 stig, sex stigum meira en Palace.Tottenham 1-0 Leicester Tottenham 2-0 Leicester Tottenham 2-1 Leicester Tottenham 2-2 Leicester Tottenham 3-2 Leicester Tottenham 4-2 Leicester Tottenham 4-3 Leicester Enski boltinn Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Sex leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag.Manchester City vann öruggan sigur á West Brom í fyrsta leik dagsins, Aston Villa og Swansea gerðu markalaust jafntefli á Villa Park og Arsenal vann Newcastle á útivelli. Harry Kane átti enn einn stórleikinn þegar Tottenham vann torsóttan 4-3 sigur á botnliði Leicester City á heimavelli.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan Kane skoraði þrjú fyrstu mörk Tottenham og er því orðinn markahæstur í deildinni með 19 mörk, einu meira en Diego Costa hjá Chelsea. Kane kom Tottenham yfir á 6. mínútu og bætti öðru marki við sjö mínútum síðar. Jamie Vardy minnkaði muninn í 2-1 fyrir hálfleik með sínu fyrsta marki frá því í sigrinum fræga á Manchester United 21. september 2014. Wes Morgan, fyrirliði Leicester, jafnaði svo metin með skalla eftir fyrirgjöf Matt James á 50. mínútu. En Kane skaut upp kollinum á 64. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Tottenham úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Danny Rose. Tottenham komst í 4-2 þegar Jeffrey Schlupp setti boltann í eigið mark á 85. mínútu en David Nugent gaf sínum mönnum smá von þegar hann minnkaði muninn í 4-3 á lokamínútunni. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Tottenham fagnaði sigri. Spurs er í 7. sæti með 53 stig en Leicester situr í botnsætinu með 19 stig og er komið langleiðina niður í B-deildina. Southampton hélt enn og aftur hreinu þegar liðið lagði Burnley á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 37. mínútu og á þeirri 58. setti Jason Schackell boltinn í eigið mark. Þetta var í 14. sinn sem Southampton heldur marki sínu hreinu í vetur en liðið er í 6. sæti með 53 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Burnley er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti. Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur á Stoke á Brittania, 1-2. Mame Biram Diouf kom heimamönnum yfir á 14. mínútu en Glenn Murray jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta var fjórða mark Murray í síðustu fjórum leikjum Palace. Það var síðan Wilfried Zaha sem tryggði gestunum stigin þrjú með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks. Með sigrinum komst Palace upp fyrir Newcastle í 11. sæti deildarinnar en lærisveinar Alans Pardew hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Stoke er í 9. sæti með 42 stig, sex stigum meira en Palace.Tottenham 1-0 Leicester Tottenham 2-0 Leicester Tottenham 2-1 Leicester Tottenham 2-2 Leicester Tottenham 3-2 Leicester Tottenham 4-2 Leicester Tottenham 4-3 Leicester
Enski boltinn Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira