Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 17:48 Johannes Sellin skoraði 11 mörk fyrir Þýskaland í dag. vísir/getty Argentínumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þriggja marka sigur, 27-30, á Rússum í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Rússlands. Þar mætir Argentína annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi. Rússar voru yfir framan af leik en Argentínumenn jöfnuðu og leiddu með einu marki í hálfleik, 16-17. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 23-23. Þá fóru Argentínumenn á flug, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu heljartaki á leiknum sem þeir létu ekki af hendi. Hornamaðurinn Federico Pizarro fór á kostum í liði Argentínu og skoraði níu mörk úr 11 skotum. Diego Simonet var einnig sterkur með sjö mörk og Federico Vieyra skoraði sex. Daniil Shishkarev skoraði sjö mörk fyrir Rússland sem er á leið í Forsetabikarinn. Þjóðverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Sádí-Arabíu í sama riðli. Þýska liðið var miklu sterkara og leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 8-18. Lærisveinar Dags Sigurðssonar bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum 17 marka sigur, 19-36. Hornamennirnir Johannes Sellin og Matthias Musche nýttu tækifærið í dag vel og skoruðu 11 mörk hvor. Línumaðurinn Erik Schmidt kom næstur með átta mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fjögur mörk. Sádarnir töpuðu öllum sínum leikjum og fara í Forsetabikarinn ásamt Rússum. Þjóðverjar unnu D-riðilinn með níu stig og mæta Egyptum í 16-liða úrslitunum. HM 2015 í Katar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Argentínumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu þriggja marka sigur, 27-30, á Rússum í lokaleik sínum í D-riðli Heimsmeistaramótsins í handbolta í Katar. Með sigrinum tryggði Argentína sér sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Rússlands. Þar mætir Argentína annað hvort Svíþjóð eða Frakklandi. Rússar voru yfir framan af leik en Argentínumenn jöfnuðu og leiddu með einu marki í hálfleik, 16-17. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 23-23. Þá fóru Argentínumenn á flug, skoruðu fjögur mörk í röð og náðu heljartaki á leiknum sem þeir létu ekki af hendi. Hornamaðurinn Federico Pizarro fór á kostum í liði Argentínu og skoraði níu mörk úr 11 skotum. Diego Simonet var einnig sterkur með sjö mörk og Federico Vieyra skoraði sex. Daniil Shishkarev skoraði sjö mörk fyrir Rússland sem er á leið í Forsetabikarinn. Þjóðverjar áttu ekki í miklum vandræðum með Sádí-Arabíu í sama riðli. Þýska liðið var miklu sterkara og leiddi með tíu mörkum í hálfleik, 8-18. Lærisveinar Dags Sigurðssonar bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum 17 marka sigur, 19-36. Hornamennirnir Johannes Sellin og Matthias Musche nýttu tækifærið í dag vel og skoruðu 11 mörk hvor. Línumaðurinn Erik Schmidt kom næstur með átta mörk. Mojtaba Alsalem var markahæstur í liði Sádí-Arabíu með fjögur mörk. Sádarnir töpuðu öllum sínum leikjum og fara í Forsetabikarinn ásamt Rússum. Þjóðverjar unnu D-riðilinn með níu stig og mæta Egyptum í 16-liða úrslitunum.
HM 2015 í Katar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira