Íslensk katastrófa í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 07:00 Arnór Atlason hughreystir Vigni Svavarsson eftir leikinn við Svía í gær. vísir/Eva Björk Sessunautur minn í Al Sadd-höllinni í Katar í gær var blaðamaður sænska blaðsins Dagens Nyheter. Í spjalli okkar fyrir leik Íslands og Svíþjóðar spurði ég hann hvað hann óttaðist helst við leik íslenska liðsins. „Stjörnurnar þrjár,“ sagði hann. „Pálmarsson, Sigurðsson og Petersson.“ Ég kinkaði kolli. Enda hárrétt metið hjá honum. Auðvitað er það svo að sextán leikmenn þurfa að leggja hönd á plóg til að Ísland njóti velgengni á heimsmeistaramóti í handbolta en ef þessir þrír leikmenn eiga allir dapran dag í einum og sama leiknum er voðinn vís. Enda kom það á daginn. Strákarnir steinlágu gegn sænsku liði sem nýtti sér styrkleika sína til fullnustu og gerði allt það sem maður bjóst við af liðinu fyrir leik. Leikmenn íslenska landsliðsins áttu einfaldlega engin svör við varnarleik Svía og frammistöðu Mattias Andersson markvarðar. Lokatölur 24-16 fyrir Svía. Aron, Guðjón Valur og Alexander skoruðu samtals sex mörk úr 24 skotum í leiknum. Strákarnir klikkuðu svo á öllum þremur vítaskotunum sínum, þar af Guðjón Valur tveimur. Hraðaupphlaupsmörkin voru tvö. Það segir í raun allt sem segja þarf um þennan leik.Nýtingin var herfileg „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við vorum of oft að spila inn á þétta miðjuna þeirra en þegar við náðum að slíta vörnina þeirra í sundur og koma okkur í færi þá var nýtingin herfileg. Bæði varði hann [Andersson] vel en fjölmörg skot fóru fram hjá og í tréverkið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson við Fréttablaðið eftir leik. „Við áttum undir högg að sækja allan leikinn. Við reyndum að koma mönnum í gang en það gekk ekki. Mín bíður nú vinna við að ná sóknarleiknum í gang enda vita menn mætavel að við getum spilað miklu betur sem lið og miklu betur sem einstaklingar í færunum. Það voru margir ólíkir sjálfum sér og það er ljóst að við eigum mikið inni.“ Aron hrósaði réttilega varnarleiknum og markvörslunni. „Okkar stóra plan fyrir leikinn var að standa vel í vörninni til að gefa okkur tækifæri til að vinna leikinn. En það var ekki nóg því sóknin var of slök í dag.“Góður varnarleikur ekki nóg Arnór Atlason kom inn af bekknum með ágætum krafti og var markahæstur með fimm mörk. Strákarnir voru góðir í vörninni þegar þeir náðu að stilla upp og veit það vissulega á gott fyrir framhaldið því ekki verður sóknarleikurinn verri en hann var í gær. Kim Andersson skoraði ekki fyrir Svía í gær en það kom bara ekki að sök. Hlutfallsmarkvarsla Anderssons var 57 prósent sem er til marks um hversu vel Svíum gekk að taka bitið úr sóknarleik Íslands. Andersson bætti svo um betur með því að verja nokkrum sinnum úr dauðafærum. Ég hafði það á orði við sænska blaðamanninn að ég óttaðist helst Andersson fyrir leik og því miður var þessi magnaði markvörður í heimsklassa í gær. Frammistaða brasilísku dómaranna í gær var auðvitað hlægileg eins og allir sáu en hún hafði engin áhrif á úrslit leiksins. Strákarnir hittu einfaldlega á dapran dag og óskandi að þeir nái að reka af sér slyðruorðið gegn Alsíringum á morgun. Það er einfaldlega nauðsynlegt. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37 Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. 16. janúar 2015 22:08 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Sessunautur minn í Al Sadd-höllinni í Katar í gær var blaðamaður sænska blaðsins Dagens Nyheter. Í spjalli okkar fyrir leik Íslands og Svíþjóðar spurði ég hann hvað hann óttaðist helst við leik íslenska liðsins. „Stjörnurnar þrjár,“ sagði hann. „Pálmarsson, Sigurðsson og Petersson.“ Ég kinkaði kolli. Enda hárrétt metið hjá honum. Auðvitað er það svo að sextán leikmenn þurfa að leggja hönd á plóg til að Ísland njóti velgengni á heimsmeistaramóti í handbolta en ef þessir þrír leikmenn eiga allir dapran dag í einum og sama leiknum er voðinn vís. Enda kom það á daginn. Strákarnir steinlágu gegn sænsku liði sem nýtti sér styrkleika sína til fullnustu og gerði allt það sem maður bjóst við af liðinu fyrir leik. Leikmenn íslenska landsliðsins áttu einfaldlega engin svör við varnarleik Svía og frammistöðu Mattias Andersson markvarðar. Lokatölur 24-16 fyrir Svía. Aron, Guðjón Valur og Alexander skoruðu samtals sex mörk úr 24 skotum í leiknum. Strákarnir klikkuðu svo á öllum þremur vítaskotunum sínum, þar af Guðjón Valur tveimur. Hraðaupphlaupsmörkin voru tvö. Það segir í raun allt sem segja þarf um þennan leik.Nýtingin var herfileg „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við vorum of oft að spila inn á þétta miðjuna þeirra en þegar við náðum að slíta vörnina þeirra í sundur og koma okkur í færi þá var nýtingin herfileg. Bæði varði hann [Andersson] vel en fjölmörg skot fóru fram hjá og í tréverkið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson við Fréttablaðið eftir leik. „Við áttum undir högg að sækja allan leikinn. Við reyndum að koma mönnum í gang en það gekk ekki. Mín bíður nú vinna við að ná sóknarleiknum í gang enda vita menn mætavel að við getum spilað miklu betur sem lið og miklu betur sem einstaklingar í færunum. Það voru margir ólíkir sjálfum sér og það er ljóst að við eigum mikið inni.“ Aron hrósaði réttilega varnarleiknum og markvörslunni. „Okkar stóra plan fyrir leikinn var að standa vel í vörninni til að gefa okkur tækifæri til að vinna leikinn. En það var ekki nóg því sóknin var of slök í dag.“Góður varnarleikur ekki nóg Arnór Atlason kom inn af bekknum með ágætum krafti og var markahæstur með fimm mörk. Strákarnir voru góðir í vörninni þegar þeir náðu að stilla upp og veit það vissulega á gott fyrir framhaldið því ekki verður sóknarleikurinn verri en hann var í gær. Kim Andersson skoraði ekki fyrir Svía í gær en það kom bara ekki að sök. Hlutfallsmarkvarsla Anderssons var 57 prósent sem er til marks um hversu vel Svíum gekk að taka bitið úr sóknarleik Íslands. Andersson bætti svo um betur með því að verja nokkrum sinnum úr dauðafærum. Ég hafði það á orði við sænska blaðamanninn að ég óttaðist helst Andersson fyrir leik og því miður var þessi magnaði markvörður í heimsklassa í gær. Frammistaða brasilísku dómaranna í gær var auðvitað hlægileg eins og allir sáu en hún hafði engin áhrif á úrslit leiksins. Strákarnir hittu einfaldlega á dapran dag og óskandi að þeir nái að reka af sér slyðruorðið gegn Alsíringum á morgun. Það er einfaldlega nauðsynlegt.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37 Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. 16. janúar 2015 22:08 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08
Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37
Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. 16. janúar 2015 22:08
Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49
Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14
Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04