Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Fyrirtæki Ásdísar Höllu sér um heimaþjónustu fyrir Garðabæ Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira