Fanney Birna Jónsdóttir

Fréttamynd

Villandi val

Ísland hefur skuldbundið sig á alþjóðlegum vettvangi til að gera eitthvað í loftslagsmálunum og meðhöndlun úrgangs er skref í þá átt að uppfylla þær skuldbindingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímaskekkjan

Engar breytingar á íslenska dómskerfinu urðu á síðasta ári. Nefnd skilaði af sér fullbúnu frumvarpi að beiðni ráðherra í febrúar, ráðherra taldi í kjölfarið eitthvað þurfa að eiga við það, sem ekki er óeðlilegt. En ekkert bólar enn á neinu því sem þar er lagt til, þrátt fyrir

Fastir pennar
Fréttamynd

Þau sem passa upp á okkur hin

Níu konur og börn dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin. Fréttablaðið greindi frá þessu á þriðjudaginn en þar kom fram að mun fleiri hafa leitað til athvarfsins á árinu sem er að líða en á síðasta ári. Þá höfðu fleiri komið í viðtöl í athvarfið í október en allt síðasta ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verið óhrædd

Í kvöld höldum við flest öll jól, af ólíkum ástæðum. Hvort heldur sem er vegna fæðingar frelsarans eða þeirra tímamóta að daginn tekur að lengja aftur, myrkrið hverfur og við sjáum fram á bjartari tíð með blóm í haga. Nú eða hvaða öðrum ástæðum sem er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Of fáar leiðir

Næsti vetur á þingi verður kosningavetur. Þá verða stjórnmálamenn oft hræddir um eigin hag og þeim hættir til að leiðast út í popúlisma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trúir þú á álfasögur?

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dró í gær til baka þá tillögu að fella niður 59 prósenta toll á innfluttu kartöflusnakki. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að ástæðan sé þrýstingur frá innlendum snakkframleiðendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umræðan um umræðuna

Upp úr sauð á Alþingi í gær. Eins og stundum vill gerast. Tilefnið var ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Björk Guðmundsdóttur söngkonu og líkast til frægasta núlifandi Íslendinginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mikil markmið

Parísarsamkomulagið var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 á sunnudag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Konur eiga sig sjálfar

Endurskoðun löggjafar um fóstureyðingar er í gangi í heilbrigðisráðuneytinu. Ákvæði laganna hafa staðið óbreytt í 40 ár. Þar er kveðið á um að fóstureyðing sé heimil undir ákveðnum kringumstæðum, þar á meðal þegar ætla má að tilkoma barns verði konunni of erfið vegna félagslegra aðstæðna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Styrkjum sveitirnar

Í flestum vestrænum löndum eru það ríkisreknir herir sem kallaðir eru út til að sinna björgunarstörfum, en á Íslandi eru það sjálfboðaliðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kerfið

Vonandi er þetta breytta verklag á neyðarmóttökunni aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem tekin verða til að bæta kerfið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt stopp

Í nágrenni Reykjavíkur, í víðum skilningi, búa þúsundir sem sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þar má nefna íbúa Reykjanesbæjar, Selfoss, Borgarness og nærsveita þessara bæja og fleiri staða sem eru í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni eða minna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grunnstoðir

Það er mjög erfitt að taka undir með formanni fjárlaganefndar og líta á þessa ráðstöfun fjármuna ríkisins til kirkjunnar, hátt í 400 milljónir, sem breytingu í þágu grunnþjónustunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hraðþingið

Almenn samstaða virðist vera um það hjá óbreyttum þingmönnum að þeir hafi lítið sem ekkert að gera. Í umræðum á Alþingi fyrir skemmstu var um það rætt undir liðnum fundarstjórn forseta að margar þingnefndir hefðu of lítið að gera sem setti þingmál í uppnám.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samstaðan

Skelfilegar árásir voru gerðar í París á föstudag. Fjöldi manna lét lífið og enn fleiri særðust. Stutt er liðið frá árásunum og því ekki ljóst hvaða afleiðingar þær munu hafa fyrir bæði hinn vestræna heim sem og Miðausturlönd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Biluð fangelsi

Menn sem sitja af sér refsivist í fangelsum eiga alveg nógu erfitt meðan á dvöl þeirra stendur þótt mannréttindi þeirra séu ekki brotin samhliða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haturberar

Drepa þessa múslima. Þetta er eins og kakkalakkar þegar þetta kemst inn í landið. Þau vilja ráða yfir öllum löndum sem þeir koma inn í. Drepa þetta í fæðingu. Enga fokking múslima kirkju á Íslandi.“ Svo hljóðar athugasemd við frétt Vísis frá 1. júní á þessu ári þar sem fjallað var um byggingu mosku í Sogamýri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð

Í gær lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem sakaður er um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings á Landspítalanum. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar, þar sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins er dreginn fyrir dóm í sakamáli fyrir meint mistök.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brandarakallar morgundagsins

Fyrir Alþingi liggur enn eitt frumvarpið um að afnema einkarétt ríkisins á áfengisverslun. Þar er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði gerði heimil í verslunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er snúa til dæmis að frágangi vörunnar, aldri afgreiðslufólks og viðskiptavina og öðru.

Fastir pennar
Fréttamynd

RÚV-raunir

Það er erfitt að færa fyrir því rök að eðlilegt sé að stofnun á vegum ríkisins selji auglýsingar í samkeppni við einkaaðila og noti fé sem fengið er með skylduáskriftum til að kaupa erlent afþreyingarefni með yfirboðum á samkeppnismarkaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sparnaðartillaga

Ísland er í sögulegu samhengi kristið land, við syngjum til Guðs í þjóðsöng okkar, á þjóðfánanum er krossmark og hér tökum við okkur lögbundið frí frá vinnu á kristnum hátíðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vaðla­heiðar­vega­vinnu­á­hætta

Ríkisendurskoðun gaf ríkisábyrgð á Vaðlaheiðargöngum falleinkunn í nýrri skýrslu í síðustu viku. Alþingi vék ákvæðum laga um ríkisábyrgð til hliðar árið 2012 til að fjármagna gangagerðina og 8,7 milljarða króna lán veitt fyrir framkvæmdinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fólki blöskrar

Í tengslum við flóttamannaumræðuna, sem farið hefur hátt undanfarið, hefur töluverð umræða skapast um Útlendingastofnun. Í gær voru stofnuninni afhentar 10.000 undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings albanskri fjölskyldu sem fær ekki hæli hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jörðin er undir

„Við verðum að ná árangri, ekki bara fyrir þessa kynslóð heldur fyrir komandi kynslóðir,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, í stefnuræðu sinni á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpunni um nýliðna helgi. Hollande varð tíðrætt um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heiminn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsigleðin

Það verður aldrei hörgull á örvæntingarfullu fólki sem skipuleggjendur fíkniefnainnflutnings geta misnotað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttvísin

Íslensk mannréttindaákvæði og alþjóðasáttmálar eru kristaltær hvað þetta varðar. Engum má refsa nema takist að sanna að hann hafi framið verknað sem var sannarlega refsiverður á þeim tíma sem hann var framinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þau eiga sig sjálf

Mannréttindi fólks með þroskahömlun eru skert á Íslandi. Sjálfræði þeirra er takmarkað og forræðishyggja nær til flestra þátta daglegs lífs. Rannsókn þriggja dósenta við Háskóla Íslands sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2015 leiddi þetta í ljós.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hatursfrelsið

Samtökin '78 kærðu í apríl tíu einstaklinga fyrir hatursummæli sem þau töldu refsinæm til lögreglu. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að þeim kærum sem undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu heyra hefði verið vísað frá þar sem ekki er talinn grundvöllur til rannsóknar.

Fastir pennar