Sund

Fréttamynd

Phelps kominn með tuttugu Ólympíuverðlaun

Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð.

Sport
Fréttamynd

Soni endurtók leikinn frá því í Peking

Bandaríska sundkonan Rebecca Soni varð í kvöld fyrst kvenna til þess að verja Ólympíutitil í 200 metra bringusundi þegar hún kom fyrst í mark í úrslitasundinu. Soni setti um leið heimsmet líkt og hún gerði á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.

Sport
Fréttamynd

Skammvinnur fögnuður hjá móður Michael Phelps

Debbie Phelps, móðir Michael Phelps sigursælasta Ólympíufara allra tíma, fagnaði ógurlega því sem hún taldi vera glæsilegan sigur sonar síns í 200 metra flugsundi á Ólympíuleikunum í gær. Phelps hafnaði hins vegar í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Adrian stal gullverðlaununum af Magnussen

Bandaríski sundkappinn Nathan Adrian tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum. Adrian kom í mark 1/100 úr sekúndu á undan Ástralanum James Magnussen.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur þriðja í sínum riðli - langt frá sínu besta

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, var langt frá sínu besta í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London. Hrafnhildur hefur verið að glíma við meiðsli og það hafði augljóslega áhrif á hana í sundinu í morgun.

Sport
Fréttamynd

Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum

Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk var töluvert frá sínu besta

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi náði sér ekki á strik í 200 metra fjórsundi kvenna á Ólympíuleikunum í London í morgun. Eygló, sem er 17 ára gömul, kom sjötta í mark í sínum riðli á tímanum 2.16,81 mín. Hún var töluvert frá Íslandsmetinu sem er í hennar eigu, 2.14,87 mín, en það met setti húná Íslandsmótinu á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk: Tók út stressið

Eygló Ósk Gústafsdóttir synti í sinni fyrstu grein af fjórum á Ólympíuleikunum í Lundúnum í gær. Hún keppti í 100 metra baksundi og var aðeins sjö hundraðshluta frá Íslandsmeti sínu. Hún synti á 1:02,40 mínútu sem skilaði henni í 32. sæti.

Sport
Fréttamynd

Michael Phelps rétt slapp inn í úrslitin í einni sinn bestu grein

Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps var áttundi og síðastur inn í úrslitin í 400 metra fjórsundi þegar undarrásirnar fóru fram í morgun á fyrsta degi sundkeppni Ólympíuleikanna í London. Það var ekki það eina óvænta í morgun því Ólympíumeistarinn í 400 metra skriðsundi, Park Tae-hwan, var dæmdur úr leik og Heimsmethafinn í sömu grein, Paul Biedermann, komst ekki í úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Jakob Jóhann ekki nálægt sínu besta

Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, varð fimmti í sínum riðli í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London og var ekki nálægt sínu besta.

Sport
Fréttamynd

Sarah Blake: Maður vill alltaf meira

Sarah Blake Bateman var vitanlega ánægð og glöð með nýja Íslandsmetið sem hún setti í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum í morgun.

Sport
Fréttamynd

Jakob Jóhann: Ríó 2016 er lokkandi

Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum.

Sport
Fréttamynd

Sarah Blake: Betra en í Peking

Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Hin hálfbandaríska Sarah Blake Bateman er nú að keppa sínum öðrum leikum fyrir Íslands hönd.

Sport
Fréttamynd

Ólympíuleikarnir eins og jólin

Þeir sjö sundmenn og -konur sem skipa íslensku keppnissveitina ætla að ná sínu besta fram á Ólympíuleikunum. Þrír þeirra hefja keppni á laugardagsmorgun en leikarnir verða settir í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Enn falla Íslandsmetin í Berlín

Íslenska sundfólkið heldur áfram að gera frábæra hluti á Opna þýska meistaramótinu í sundi í Berlín. Í gær féllu 5 Íslandsmet á þriðja keppnisdegi mótsins.

Sport