Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar.
Hrafnhildur synti á tímanum 2:27.81 mínútum en metið á hún sjálf og er 2:27.11 mínútur. Lágmarkið inn á HM í 50m laug sem er 2:27.88 mínútur.
Hrafnhildur var öruggur sigurvegari í greininni en í öðru sæti var Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB sem synti á 2:44.57 mínútum.
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi vann 200 metea baksund á 2:11.98 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:10.38 mínútur. Lágmarkið á HM í Barcelona náðist heldur ekki en það er 2:11.09 mínútur.
Hrafnhildur náði HM-lágmarki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



