Skroll-Fréttir Lögreglu grunar að höfuðpaurinn í fjársvikamáli gangi laus Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Grunur leikur á að einn af höfuðpaurum málsins gangi enn laus. Innlent 20.9.2010 18:53 Jóhanna hefur efasemdir um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur efasemdir um það að rétt sé að ákæra ráðherrana fjóra sem meirihluti Atlanefndarinnar svokölluðu leggur til að ákærðir verði fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Samkvæmt tillögunum verða ráðherrarnir ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda að bankahruninu. Innlent 20.9.2010 17:09 Launahækkanir varaborgarfulltrúa kosta 5 milljónir Heildarkostnaður af breytingu á launum borgarfulltrúa sem samþykkt var í forsætisnefnd borgarstjórnar síðastliðinn föstudag er áætlaður um 5 milljónir á árinu 2011, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar. Innlent 20.9.2010 14:45 Borgarstjóri Reykjavíkur mótmælir við Alþingi Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er í fremstu línu mótmælenda við Alþingi en þar standa yfir mótmæli gegn mannréttindabrotum í Slóvakíu. Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir mótmælunum sem hófust klukkan 9.10. Innlent 20.9.2010 09:35 Maður á sextugsaldri afvopnaður á slysadeild Maður á sextugsaldri var afvopnaður á Landspítalanum um klukkan ellefu í morgun. Maðurinn kom á spítalann til þess að sækja sér læknisþjónustu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.9.2010 13:23 Vilja álit EFTA dómstólsins á hæstaréttardómnum Stjórnarfundur Hagmunasamtaka heimila samþykkti einróma sídegis að leita til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurstöðu Hæstaréttar frá því í gær. Jafnframt að leita leiða til að fá álit EFTA dómstólsins. Á annað hundrað manns staðfestu í dag þátttöku sína í hópmálsóknum Samtaka lánþega gegn fjármálafyrirtækjum. Talsmaður samtakanna segir viðskiptaráðherra ekki geta sett lög sem berji niður betri rétt lánþega. Innlent 17.9.2010 18:51 Smáhýsi halda utangarðsfólki frá fangelsi Velferðarráð samþykkti í dag að auka þjónustu og stuðning við íbúa smáhýsa á Granda í Reykjavík. Innlent 16.9.2010 18:47 Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Innlent 16.9.2010 18:40 Starfsmaður Ríkisskattstjóra meðal grunaðra í stórfelldu svikamáli Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Innlent 16.9.2010 18:13 Óhugnanleg upptaka af hótunum meints kynþáttahatara Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldur hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Innlent 15.9.2010 18:44 Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér. Innlent 14.9.2010 18:57 Óttast að vinnuálag kvenna á heimilum eigi eftir að stóraukast Hætta er á að vinnuálag kvenna á heimilum eigi eftir að aukast mjög, verði enn skorið niður í umönnunarstörfum segir formaður BSRB, en upp undir helmingur stjórnenda ríkisstofnana telur sig nú ekki geta hagrætt frekar. Innlent 14.9.2010 18:40 Vill kæra Frakka fyrir mannréttindabrot Frakkar hafa verið að reka ólöglega innflytjendur úr landi í stórum stíl og einkum þá Sígauna. Erlent 14.9.2010 16:34 Alexander vinsælasta nafnið Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Innlent 14.9.2010 09:02 „Ótrúlegt örlæti“ Verkamaður hjá Reykjavíkurborg var svo sleginn þegar hann sá frétt Stöðvar 2 í gær um skemmdarverk sem unnnin voru á bíl Margrétar Marelsdóttir að hann hafði samband og bauðst til að borga skemmdirnar. „Ótrúlegt örlæti," segir Margrét. Innlent 11.9.2010 19:45 Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Innlent 26.8.2010 18:55 „Sæll félagi Össur“ - Magma bað ráðherra um frið fyrir Vinstri grænum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hlutaðist til um kaup Magma Energy í HS Orku nokkuð eftir að hann hætti sem iðnaðarráðherra, þótt orku- og auðlindamál heyrðu ekki undir hann. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, bað iðnaðarráðherra um frið fyrir Vinstri grænum í bréfi sem hann sendi á síðasta ári. Innlent 26.8.2010 16:38 Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Innlent 26.8.2010 18:20 Óttast arsenikkmengun i neysluvatni Bændur í nágrenni Hveragerðis óttast að neysluvatn hafi mengast af arsenikki, en tvær kýr drápust á bænum í fyrra af ókunnum ástæðum. Innlent 26.8.2010 17:09 Foreldrar í Vesturbæjarskóla æfir yfir aðstöðuleysi Mikil reiði ríkir á meðal foreldra í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Skúrarnir voru fluttir á lóðina í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Innlent 26.8.2010 13:35 Villtar kanínur í Elliðaárdalnum - myndband Hoppandi kátar kanínur hafa lengi verið eitt af aðalsmerkjum Elliðaársdalsins, en óvenju mikið er af þessum krúttlegu greyjum þar í sumar. Vandamál segja sumir en aðrir líta á það sem forréttindi að hafa þær í bakgarðinum. Breki Logason fór í kanínuleit í dag. Innlent 25.8.2010 18:50 Hvalhræ urðað við Ásbúð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað gert verði við hræið af Steypireyði sem rak á land við eyðibýlið Ásbúð á Skaga fyrir skömmu. Líklegt er þó að það verði urðað í fjörunni. Innlent 25.8.2010 18:41 Árni Friðriksson í olíuleit á Drekasvæðinu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Innlent 25.8.2010 18:39 Kirkjuráð biðst fyrirgefningar Kirkjuráð biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar biskups fyrirgefningar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kirkjuráði. Þar kemur fram að Kirkjuráð trúi frásögnum þeirra Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og fyrir hönd þjóðkirkjunnar biðji kirkjuráð þær og aðra þá sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar. Innlent 25.8.2010 17:21 Kynungabók komin út Mennta- og menningarmálráðuneytið hefur gefið út Kynungabók, upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja. Markmið með útgáfu Kynungabókar eru að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu Innlent 25.8.2010 14:12 Hundruð manna til Þjóðskrár Hundruð manna hafa lagt leið sína á skrifstofu Þjóðskrár Íslands í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hefur stór fjöldi þeirra verið þar til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni en nákvæmar tölur um það liggja ekki fyrir. Innlent 24.8.2010 15:51 Dreifðu brauði fyrir utan Stjórnarráðshúsið Vörubílstjórinn Sturla Jónsson mótmælti í félagi við annan mann fyrir utan Stjórnarráðshúsið í dag þar sem fram fór ríkisstjórnarfundur. Í samtali við fréttamann á staðnum sagði Sturla sig og félaga sinn dreifa brauði fyrir utan húsið til að laða máva að lóðinni í mótmælaskyni við sitjandi ríkisstjórn. Innlent 24.8.2010 11:33 Ók inn í bankann Bifreið var ekið inn í Íslandsbanka á Kirkjusandi klukkan rúmlega tvö í nótt. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn ölvaður og fór bíllinn í gegnum glerhurð í andyri og hálfur í gegnum vegg þar fyrir innan. Ökumanninn sakaði ekki en lögregla telur að um ásetning hafi verið að ræða þrátt fyrir ölvunina. Ekki mun þó hafa verið um ránstilraun að ræða heldur fremur að maðurinn hafi talið sig eiga óuppgerðar sakir við bankann. Hann gistir nú fangageymslur og bíður þess að komast í yfirheyrslu. Innlent 24.8.2010 06:58 Vill að leynd yfir skýrslu um útigangsmenn sé aflétt Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur gagnrýnir leynd yfir skýrslu um málefni utangarðsfólks. Hann hefur farið fram á að trúnaði um skýrsluna verði aflétt. Innlent 23.8.2010 19:16 Pakistanar á Íslandi kalla eftir aðstoð Pakistanar hér á landi kalla eftir aðstoð vegna flóðanna í landinu. Þau færi samfélagið áratugi aftur í tímann og mikið fé þurfi til endurbyggingar. Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall sitt til þjóða heims um aðstoð. Innlent 23.8.2010 18:29 « ‹ 1 2 3 4 ›
Lögreglu grunar að höfuðpaurinn í fjársvikamáli gangi laus Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmiklu fjársvikamáli. Grunur leikur á að einn af höfuðpaurum málsins gangi enn laus. Innlent 20.9.2010 18:53
Jóhanna hefur efasemdir um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur efasemdir um það að rétt sé að ákæra ráðherrana fjóra sem meirihluti Atlanefndarinnar svokölluðu leggur til að ákærðir verði fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Samkvæmt tillögunum verða ráðherrarnir ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda að bankahruninu. Innlent 20.9.2010 17:09
Launahækkanir varaborgarfulltrúa kosta 5 milljónir Heildarkostnaður af breytingu á launum borgarfulltrúa sem samþykkt var í forsætisnefnd borgarstjórnar síðastliðinn föstudag er áætlaður um 5 milljónir á árinu 2011, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar. Innlent 20.9.2010 14:45
Borgarstjóri Reykjavíkur mótmælir við Alþingi Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er í fremstu línu mótmælenda við Alþingi en þar standa yfir mótmæli gegn mannréttindabrotum í Slóvakíu. Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir mótmælunum sem hófust klukkan 9.10. Innlent 20.9.2010 09:35
Maður á sextugsaldri afvopnaður á slysadeild Maður á sextugsaldri var afvopnaður á Landspítalanum um klukkan ellefu í morgun. Maðurinn kom á spítalann til þess að sækja sér læknisþjónustu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.9.2010 13:23
Vilja álit EFTA dómstólsins á hæstaréttardómnum Stjórnarfundur Hagmunasamtaka heimila samþykkti einróma sídegis að leita til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurstöðu Hæstaréttar frá því í gær. Jafnframt að leita leiða til að fá álit EFTA dómstólsins. Á annað hundrað manns staðfestu í dag þátttöku sína í hópmálsóknum Samtaka lánþega gegn fjármálafyrirtækjum. Talsmaður samtakanna segir viðskiptaráðherra ekki geta sett lög sem berji niður betri rétt lánþega. Innlent 17.9.2010 18:51
Smáhýsi halda utangarðsfólki frá fangelsi Velferðarráð samþykkti í dag að auka þjónustu og stuðning við íbúa smáhýsa á Granda í Reykjavík. Innlent 16.9.2010 18:47
Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Innlent 16.9.2010 18:40
Starfsmaður Ríkisskattstjóra meðal grunaðra í stórfelldu svikamáli Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Innlent 16.9.2010 18:13
Óhugnanleg upptaka af hótunum meints kynþáttahatara Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldur hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Innlent 15.9.2010 18:44
Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér. Innlent 14.9.2010 18:57
Óttast að vinnuálag kvenna á heimilum eigi eftir að stóraukast Hætta er á að vinnuálag kvenna á heimilum eigi eftir að aukast mjög, verði enn skorið niður í umönnunarstörfum segir formaður BSRB, en upp undir helmingur stjórnenda ríkisstofnana telur sig nú ekki geta hagrætt frekar. Innlent 14.9.2010 18:40
Vill kæra Frakka fyrir mannréttindabrot Frakkar hafa verið að reka ólöglega innflytjendur úr landi í stórum stíl og einkum þá Sígauna. Erlent 14.9.2010 16:34
Alexander vinsælasta nafnið Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Innlent 14.9.2010 09:02
„Ótrúlegt örlæti“ Verkamaður hjá Reykjavíkurborg var svo sleginn þegar hann sá frétt Stöðvar 2 í gær um skemmdarverk sem unnnin voru á bíl Margrétar Marelsdóttir að hann hafði samband og bauðst til að borga skemmdirnar. „Ótrúlegt örlæti," segir Margrét. Innlent 11.9.2010 19:45
Segir Suðurnes í heljargreipum Vinstri grænna Viðræður um orkusölu til álversins í Helguvík eru komnar í loft upp og kveðst forstjóri HS Orku líta svo á að orkusölusamningur við Norðurál sé runninn úr gildi. Bæjarstjórinn í Garði segir Suðurnesjum vera að blæða út í atvinnuleysi og þau séu í heljargreipum Vinstri grænna. Innlent 26.8.2010 18:55
„Sæll félagi Össur“ - Magma bað ráðherra um frið fyrir Vinstri grænum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hlutaðist til um kaup Magma Energy í HS Orku nokkuð eftir að hann hætti sem iðnaðarráðherra, þótt orku- og auðlindamál heyrðu ekki undir hann. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, bað iðnaðarráðherra um frið fyrir Vinstri grænum í bréfi sem hann sendi á síðasta ári. Innlent 26.8.2010 16:38
Arsenikkmengun: Vísindamenn vilja rannsókn Vísindamenn telja að rannsaka þurfi betur arsenikkmengun í tengslum við gufu frá Hellisheiðarvirkjun. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fullyrðir að neysluvatn á Friðarstöðu og í Hveragerði sé í lagi. Innlent 26.8.2010 18:20
Óttast arsenikkmengun i neysluvatni Bændur í nágrenni Hveragerðis óttast að neysluvatn hafi mengast af arsenikki, en tvær kýr drápust á bænum í fyrra af ókunnum ástæðum. Innlent 26.8.2010 17:09
Foreldrar í Vesturbæjarskóla æfir yfir aðstöðuleysi Mikil reiði ríkir á meðal foreldra í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Skúrarnir voru fluttir á lóðina í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Innlent 26.8.2010 13:35
Villtar kanínur í Elliðaárdalnum - myndband Hoppandi kátar kanínur hafa lengi verið eitt af aðalsmerkjum Elliðaársdalsins, en óvenju mikið er af þessum krúttlegu greyjum þar í sumar. Vandamál segja sumir en aðrir líta á það sem forréttindi að hafa þær í bakgarðinum. Breki Logason fór í kanínuleit í dag. Innlent 25.8.2010 18:50
Hvalhræ urðað við Ásbúð Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað gert verði við hræið af Steypireyði sem rak á land við eyðibýlið Ásbúð á Skaga fyrir skömmu. Líklegt er þó að það verði urðað í fjörunni. Innlent 25.8.2010 18:41
Árni Friðriksson í olíuleit á Drekasvæðinu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Innlent 25.8.2010 18:39
Kirkjuráð biðst fyrirgefningar Kirkjuráð biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar biskups fyrirgefningar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kirkjuráði. Þar kemur fram að Kirkjuráð trúi frásögnum þeirra Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og fyrir hönd þjóðkirkjunnar biðji kirkjuráð þær og aðra þá sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar. Innlent 25.8.2010 17:21
Kynungabók komin út Mennta- og menningarmálráðuneytið hefur gefið út Kynungabók, upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja. Markmið með útgáfu Kynungabókar eru að veita raunsæja mynd af stöðu kynjanna í samfélaginu Innlent 25.8.2010 14:12
Hundruð manna til Þjóðskrár Hundruð manna hafa lagt leið sína á skrifstofu Þjóðskrár Íslands í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hefur stór fjöldi þeirra verið þar til að skrá sig úr Þjóðkirkjunni en nákvæmar tölur um það liggja ekki fyrir. Innlent 24.8.2010 15:51
Dreifðu brauði fyrir utan Stjórnarráðshúsið Vörubílstjórinn Sturla Jónsson mótmælti í félagi við annan mann fyrir utan Stjórnarráðshúsið í dag þar sem fram fór ríkisstjórnarfundur. Í samtali við fréttamann á staðnum sagði Sturla sig og félaga sinn dreifa brauði fyrir utan húsið til að laða máva að lóðinni í mótmælaskyni við sitjandi ríkisstjórn. Innlent 24.8.2010 11:33
Ók inn í bankann Bifreið var ekið inn í Íslandsbanka á Kirkjusandi klukkan rúmlega tvö í nótt. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn ölvaður og fór bíllinn í gegnum glerhurð í andyri og hálfur í gegnum vegg þar fyrir innan. Ökumanninn sakaði ekki en lögregla telur að um ásetning hafi verið að ræða þrátt fyrir ölvunina. Ekki mun þó hafa verið um ránstilraun að ræða heldur fremur að maðurinn hafi talið sig eiga óuppgerðar sakir við bankann. Hann gistir nú fangageymslur og bíður þess að komast í yfirheyrslu. Innlent 24.8.2010 06:58
Vill að leynd yfir skýrslu um útigangsmenn sé aflétt Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur gagnrýnir leynd yfir skýrslu um málefni utangarðsfólks. Hann hefur farið fram á að trúnaði um skýrsluna verði aflétt. Innlent 23.8.2010 19:16
Pakistanar á Íslandi kalla eftir aðstoð Pakistanar hér á landi kalla eftir aðstoð vegna flóðanna í landinu. Þau færi samfélagið áratugi aftur í tímann og mikið fé þurfi til endurbyggingar. Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall sitt til þjóða heims um aðstoð. Innlent 23.8.2010 18:29