Ólafur Stephensen

Fréttamynd

Samstaða í raun?

Hin ýmsu samtök launafólks halda í dag upp á alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, 1. maí. Víða er fundað og farið í kröfugöngur undir merkjum samstöðu launafólks. Það má hins vegar velta fyrir sér, í ljósi þróunarinnar á vinnumarkaðnum að undanförnu, hvort sú samstaða sé raunveruleg

Fastir pennar
Fréttamynd

Vanræktar stríðsminjar

Fréttablaðið sagði frá því í gær að verktakar, sem eru að breikka göngu- og hjólastíg við rætur Öskjuhlíðarinnar í Reykjavík, hefðu óvart farið með jarðýtu í gegnum gólfplötu dúfnahúss, sem brezka hernámsliðið reisti í Öskjuhlíð á stríðsárunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eins flugvöllur eða enginn flugvöllur?

Um helgina var sagt frá niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir samtökin Hjartað í Vatnsmýri, en þau berjast fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað. Spurt var: "Vilt þú að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að halda Rússum á mottunni

Mál halda áfram að þróast til verri vegar í Úkraínu. Stjórnarherinn hefur að undanförnu tekizt á við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins, sem njóta beins og óbeins stuðnings Rússa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrir hag höfuðborgarinnar?

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, ætlar að tilkynna í dag hvort hann verði við áskorunum um að taka fyrsta sætið á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttinn við tækifærin

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra blés fyrirhugaða sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskóla Íslands af, eftir að hagsmunaöfl á borð við sveitarstjórn Borgarbyggðar og Bændasamtökin höfðu lagzt eindregið gegn henni, ásamt þingmönnum Norðvesturkjördæmis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sagan verður ekki umflúin

Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 um helgina hafa valdið deilum í flokknum. Árni Páll sagðist í þættinum vera mikill stuðningsmaður þjóðkirkjunnar:

Fastir pennar
Fréttamynd

Rukkað á nýrri Sundabraut

Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda.

Skoðun
Fréttamynd

Eiga sparisjóðirnir sér framtíð?

Rannsóknarnefnd Alþingis, sem skilað hefur skýrslu um fall sparisjóðanna, er varkárari í ályktunum sínum og yfirlýsingum en fyrri rannsóknarnefndir. Af skýrslu hennar má þó ráða að víða var pottur brotinn í starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugum að undirstöðunum

Oft hefur verið bruðlað í ríkisrekstrinum og skattpeningunum okkar sóað. Eftir hrunið hefur mikil vinna stjórnmálamanna farið í að skera niður útgjöld ríkisins og laga þau að tekjunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgur taprekstur

Ákvörðun útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. um að loka fiskvinnslu sinni á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri og flytja störfin til Grindavíkur hefur valdið fjaðrafoki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Næst er það grunnskólinn

Það er ekki ofmælt að kjarasamningurinn sem samninganefnd ríkisins og framhaldsskólakennarar gerðu í síðustu viku marki tímamót. Kennarar munu fá umtalsverðar launahækkanir umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði, en samþykkja í staðinn breytingar á vinnufyrirkomulagi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert vit í að slíta

Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir samtök á vinnumarkaði er mikilvægt innlegg í umræðuna um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Nálgunin í skýrslunni er ólík þeirri sem var notuð í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ríkisstjórnina, enda verkefninu stillt upp með öðrum hætti. Almennt er tónninn í þessari skýrslu jákvæðari hvað varðar möguleika Íslands á að ná hagfelldum samningi við ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlýr faðmur Framsóknar

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að undanskildum ráðherrunum og forseta Alþingis, eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um að móta viðskiptastefnu Íslands, sem feli í sér lægra vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Með öðrum orðum eigi að lækka tolla, vörugjöld og skatta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ómur kalds stríðs

Fyrir fáeinum vikum eða mánuðum hefðu menn afgreitt það sem hræðsluáróður og kaldastríðstal ef einhver hefði spáð því að á 21. öldinni yrði landamærum Evrópuríkja enn og aftur breytt með hervaldi; að eitt Evrópuríki myndi ráðast inn í annað og taka af því landsvæði. Það er liðin tíð, hefðu margir sagt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á hliðarlínu heimsins

Það er áhugavert hvað ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um tækifæri Íslendinga sem liggja í hlýnun loftslags á hnettinum hafa vakið hörð viðbrögð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Órökrétt framhald

Framlagning frumvarpanna um skuldaleiðréttingu á kostnað ríkissjóðs er dálítill sigur fyrir ríkisstjórnina, sem var búin að koma sér í þrönga stöðu með tillögunni um viðræðuslit við Evrópusambandið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ómöguleikinn og óminnishegrinn

Ýmsir forystumenn í stjórnarliðinu eru byrjaðir að viðurkenna að hörð viðbrögð almennings við þingsályktunartillögunni um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið, án þess að spyrja þjóðina álits, hafi komið þeim á óvart. Utanríkisráðherrann sagði á Bylgjunni fyrr í vikunni að hann væri meira að segja ekki frá því að það hefðu verið mistök að æða fram með tillöguna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollverndaðir vinnustaðir

Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að 76 prósenta verndartollur væri lagður á innfluttar franskar kartöflur, að því er virðist til að vernda einn innlendan framleiðanda sem annar um fimm prósentum af innanlandseftirspurn – að hluta til með útlendu hráefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fæðuöryggi og franskar

Þegar hinir himinháu tollar sem ríkið leggur á innfluttar búvörur eru til umræðu, grípa talsmenn landbúnaðarkerfisins oft til röksemdarinnar um fæðuöryggi. Með tollverndinni sé tryggt að samkeppnin frá útlöndum verði ekki of skæð, heldur blómstri innlend framleiðsla og séð sé til þess að Ísland geti verið sjálfu sér nógt um mat,

Fastir pennar
Fréttamynd

Kerfisbreyting er bezta tækifærið

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara.

Skoðun
Fréttamynd

Er EES-leið greið?

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku þunnt plagg sem er kallað Evrópustefna. Þar er lögð megináherzla á að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði áfram þungamiðjan í samskiptum Íslands og ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Fagfólkið má vita, ekki foreldrarnir

Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum.

Skoðun
Fréttamynd

Prinsipp og pukur í Seðlabankanum

Undarlegt mál, sem hófst með því að fyrrverandi ríkisstjórn gekk á bak orða sinna gagnvart Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og lét lækka laun hans, hefur orðið furðulegra eftir því sem frá líður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eina leiðin er að spyrja þjóðina

Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði.

Fastir pennar