Óli Kr. Ármannsson

Fréttamynd

Skýr svör liggi fyrir í vikulokin

Að lokinni þessari vinnuviku verður gengið til alþingiskosninga. Mögulega eru þetta einhverjar mikilvægustu kosningar í manna minnum, enda skipta ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar öllu máli um hvernig til tekst í að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppbyggingin verður erfið með ónýta mynt

Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin þarf að standa við sitt

Forvitnilegt væri að vita hvað ræður því í þjóðarsálinni að hér á landi virðist eiga nokkurn hljómgrunn að fólk eigi ekki að borga skuldir sínar. Á það bæði við um hugmyndir um fimmtungsniðurfellingu skulda og um að íslenska ríkið eigi ekki að greiða skuldir í útlöndum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftir á að hyggja

Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Taka þarf á þvísem máli skiptir

Ljóst má vera að ef koma á landinu upp úr kreppuhjólförunum þarf að koma til erlent fjármagn. Það fæst ekki í því magni sem þarf í umhverfi gjaldeyrishafta og/eða gjaldeyrisóróa. Þá verður að teljast ólíklegt að forsvarsmenn erlendra stórbanka sem hér hafa tapað ógrynni fjár verði áfjáðir í að fjármagna hér uppbyggingu ef ekki er fyllstu sanngirni gætt í samskiptum við þá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hófleg bjartsýni

Rétt er að halda til haga inntaki erindis Dr. Pedro Videla, prófessors í hagfræði-við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona, á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, undir lok síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ákvarðana er enn beðið

Fyrir helgi fjölluðu Samtök iðnaðarins um þá stöðu sem hér er kominn upp í hagkerfinu og leiðir til úrlausnar á árvissu Iðnþingi sínu. Þar kom meðal annars fram í máli manna að Evrópusambandið væri ekki valkostur, heldur nauðsyn. Undir lok þessarar viku er önnur árviss samkoma af svipuðum meiði, en þá blæs Viðskiptaráð Íslands til Viðskiptaþings 2009.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er hægt að læra af mistökum annarra?

Finnar gengu í gegn um djúpa efnahagskreppu í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og lentu líka í hruni fjármálakerfis síns. Landið stendur um margt sterkara á eftir, en leiðin í batann var þyrnum stráð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að halda sig við aðalatriði máls

Þriðja umræða og kosning í kjölfarið um ný lög um Seðlabanka Íslands stóð frá því klukkan ellefu árdegis í gær og fram undir klukkan sex síðdegis. Sjálfsagt má deila um hvort afgreiðsla málsins hafi þurft allan þennan tíma og óvíst að gagnið sé í samræmi við lengd umræðunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flýta þarf bata með öllum tiltækum ráðum

Næsta sunnudag er fyrsti mars. Sumir halda upp á daginn og nefna hann bjórdaginn. Fyrir fyrsta mars 1989 var einungis á færi útvalinna að flytja inn og drekka bjór. Allur almenningur mátti halda sig við brennda drykki og vín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfsagðir hlutir í lög leiddir af illri nauðsyn

Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sleggjudómar eða rökstudd álit

Í byrjun vikunnar gáfu hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga út samantekt undir yfirskriftinni "The Collapse of a Country“. Þar fara þeir yfir aðdraganda fjármálakreppunnar hér og eftirleik.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umsátursástand í Seðlabankanum

Undarleg staða er upp komin í efnahagsmálum landsins með því að tveir af þremur bankastjórum Seðlabanka Íslands ætla að draga lappirnar í nauðsynlegum umbótum sem hér er unnið að í efnahagsstjórninni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Valdamissir og barnaleg viðbrögð

Bankastjórn Seðlabanka Íslands er rúin trausti á alþjóðavísu og hefur það legið fyrir síðan í haust. Ný ríkisstjórn hefur þegar tekið fyrstu skrefin í að koma bankastjórninni af og er það vel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Losa þarf gjaldeyrishöft og lækka vexti

"Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styðja við góða stefnu, ekki einstaka stjórnmálaflokka eða stjórnarsamsteypur,“ segir Mark Flanagan, sem fer fyrir sendinefnd AGS hér á landi. "Stuðningur [AGS] heldur áfram, svo fremi sem viðeigandi aðgerðum er við haldið á Íslandi.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Glöggt er gests augað

"Útlit er fyrir að árið 2009 verði eitt það erfiðasta í hagsögu undanfarinna áratuga. Óvissuþættir sem varða stöðu þjóðarbúsins og fjármál ríkisins eru verulegir.“ Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og varla ofsagt að óvissa sé mikil um framhaldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvers á stórhuga smáþjóð að gjalda?

Ef Ísland drægi sig út úr alþjóðlegu fjármálakerfi og innri markaði Evrópu kann að vera að landið passaði betur inn í niðurstöðuna sem Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank, kemst að í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag. Hann segir ekki ljóst „hvers vegna lítið, mjög opið hagkerfi, þar sem stór hluti af útflutningi er vörur en ekki þjónusta ætti að taka upp alþjóðlega mynt".

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað ræður för í vaxtapíningunni hér?

Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýrivaxta á byggðu bóli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hryllingur í ríki Davíðs konungs

Hér er talað um að hörmungar ríði yfir í efnahagslífinu og má til sanns vegar færa að hrun gjaldmiðils og bankakerfis boði þrengingar fyrir land og þjóð. Í samfélagi þjóðanna getum við tæpast vænst mikillar samúðar vegna þessa. Verri hlutir hafa verið og eru enn látnir afskiptalausir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tíminn nýtist til að undirbúa kosningar

Slökkviliðsstarfi á vegum ríkisins er lokið að mestu og brunavaktin tekin við. Bankarnir hafa verið teknir yfir og búið að koma á gjaldeyrishöftum sem verja krónuna frekara falli í bili. Við tekur einkennilegt tómarúm þar sem algjör óvissa virðist ríkja um hvaða stefnu skuli taka til framtíðar hjá þjóðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnmálamenn kenna öðrum um

Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við amerísku fréttaveituna AP um helgina. Í viðtali Kastljóssins lýsti formaður bankastjórnar Seðlabankans þeirri skoðun að þjóðin ætti ekki að bera kostnað af skuldum "óreiðumanna" í útlöndum. Smám saman er verið að stilla saman strengi. Bankamenn skulu bera ábyrgð á stöðu efnahagsmála hér. "Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan," segir Geir við AP. Sökin er annarra, segja þessir háu herrar siglandi hraðbyri með þjóðina í umhverfi hafta, fátæktar og mögulega dollarabúða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Traust þarf að ríkja á stjórn efnahagsmála

Hér á landi sáðu stjórnvöld til útrásar og uppbyggingar atvinnugreinar á alþjóðavísu í fjármálageira. Hér var stefnt að því að koma upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð og fagnað var þróttmiklum vexti bankanna og skatttekjunum sem starfsemi fjármálageirans færði þjóðarbúinu. Núna standa eftir rústirnar einar af þessari uppbyggingu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Illu heilli virðist nú finnska leiðin fetuð

Nýjustu fregnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum herma að formlegt erindi Íslands þar sem grein er gerð fyrir efnahagsráðstöfunum vegna láns sjóðsins til landsins hafi enn ekki borist stjórn sjóðsins. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist ekki vita hvernig á þessu kunni að standa, bréfið hafi verið sent sjóðnum þriðja þessa mánaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fólk þarf að eiga sér viðreisnar von

Í þeim aðstæðum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir eftir að fjármálakerfi landsins hefur orðið alþjóðlegu fjármálakreppunni að bráð og óvissa ríkir um framtíðarhorfur margra ríður á að huga að því hvernig þjóðfélagið verður reist við á ný. Í þeim efnum er að mörgu að hyggja. Eitt er uppgjör við fortíðina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppgjörstímabil að hefjast af þunga

Um miðja síðustu viku hófst uppgjörstímabil þriðja ársfjórðungs í Kauphöll Íslands með því að Nýherji skilaði inn ársreikningi sínum, fyrst skráðra fyrirtækja líkt og svo oft áður. Í gær bættist svo Össur í hópinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skerið sem á steytti

Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkisins rýrni um sem nemur rúmum 25 milljörðum króna vegna falls Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, samkvæmt útreikningum sem birtir voru í Fréttablaðinu í gær. Upphæðin er gífurleg, enda hefði hún á næsta ári að öllum líkindum nægt til að standa undir framlagi ríkisins til bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, Atvinnuleysistryggingasjóðs, Sinfóníuhljómsveitarinnar og Landsbókasafnsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til að læra þarf að upplýsa um mistökin

Göfugt er að fyrirgefa og þá er iðrunin ekki síður mikilvæg þegar fólk hefur farið út af sporinu og rangar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægt er hins vegar, áður en til slíkra uppgjöra kemur, að fyrir liggi hvað er verið að fyrirgefa eða hvers sé iðrast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Voru aðrar leiðir færar en þjóðnýting?

Hlutverk seðlabanka er meðal annars að tryggja virkni fjármála­kerfisins og vera bankastofnunum lánveitandi til þrautavara. Fyrir helgi komst Glitnir í vandræði með fjármögnun og leitaði á náðir Seðlabankans um skammtímafjármögnun. Á sunnudagskvöld voru ráðin tekin af stjórn bankans og hann þjóðnýttur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðmiði á klúðrið

Stórtíðindi viðskiptalífsins á heimssögulega vísu hafa einkennt síðustu daga. Til þess að forða kreppu sem teygja myndi anga sína um heim allan búa stjórnvöld í Bandaríkjunum sig undir að taka á sig kostnað af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést í uppkaupum á undirmálslánaskuldabréfavöndlum.

Fastir pennar