Sleggjudómar eða rökstudd álit Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. febrúar 2009 00:01 Í byrjun vikunnar gáfu hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga út samantekt undir yfirskriftinni „The Collapse of a Country“. Þar fara þeir yfir aðdraganda fjármálakreppunnar hér og eftirleik. Sýn þeirra félaga er um margt ágæt, þótt sums staðar virðist hafa verið farið fram af meira kappi en forsjá. Þannig má telja ómaklegt að saka Jón Sigurðsson, fyrrum stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins, um að hafa tekið þátt í markaðssetningu Icesave netreikninga Landsbankans í Hollandi með því að hafa þekkst boð um að koma í viðtal í Moment, innanhúsrit Landsbankans í fyrravor. Í viðtalinu kveðst Jón vonast til að tekið sé að lægja öldurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og kveðst hóflega bjartsýnn á framhaldið, svo fremi sem bönkunum og eftirlitsstofnunum takist að bægja frá frekari fjárhagsörðugleikum. Fjárhagsstaða bankanna væri í grunninn sterk, líkt og lesa mætti úr síðasta ársreikningi og fyrsta fjórðungsuppgjöri 2008. Töluvert verk væri þó enn að vinna. En til þeirra verka dugði ekki sumarið og haustið og því fór sem fór. Í sama riti Landsbankans er frétt af því að matsfyrirtækið Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunnina A fyrir Landsbankann í byrjun maí. Íslensku bankarnir sættu nefnilega ekki bara eftirliti stofnana á borð við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka hér heima, heldur þurftu þeir að standa ítarleg reikningsskil til alþjóðlegra matsfyrirtækja. Þau sáu ekki heldur fyrir fall íslenska fjármálakerfisins, þótt ekki sé á það minnst í samantekt hagfræðinganna. Jón og Gylfi eru sammála breska hagfræðingnum Willems H. Buiter um að fall íslensku bankanna hafi verið óumflýjanlegt, ekki vegna alþjóðlegu fjármálakrísunnar, heldur vegna þess að íslenska ríkið hafi verið ófært um að styðja við þá og það skert trúverðugleika þeirra. Á endanum hefði orðið áhlaup. Þessi skoðun felur hins vegar jafnframt í sér að ekkert hafi verið gert til að bæta stöðu bankanna. Buiter tíndi sjálfur til nokkrar leiðir þegar hann kynnti fræga skýrslu sína á kynningarfundi Landsbankans í sumar. Aðgerðirnar sagði hann þó myndu verða pólitískt óvinsælar og mjög kostnaðarsamar, en meðal þess sem hann stakk upp á var að veðsetja orkuauðlindir þjóðarinnar fyrir milljarða dollara og byggja með því upp stöndugan gjaldeyrisvarasjóð. Um leið þyrfti að flytja verulegan hluta starfsemi bankanna yfir í dótturfélög erlendis. Hann spáði sem sagt ekki hruni um haustið, þótt hann teldi hrun líklegt. Og jafnvel þótt gripið yrði til aðgerða til stuðnings fjármálakerfinu taldi Buiter líka að til langframa, ætlaði landið sér í raun að halda úti alþjóðlegri bankastarfsemi, þá væri eini kosturinn að ganga í Evrópusambandið og taka hér upp evru. Evran er reyndar líka nefnd til sögu í áliti Gylfa og Jóns, enda sé vaxandi samstaða um það hér að veikur gjaldmiðill sé aðalorsök efnahagsvandræða landsins. Evran sé nærtækasti kosturinn, en einhliða upptaka ekki fýsileg. Núverandi gjaldmiðilskreppa yrði þá að bankakreppu vegna skorts á lánveitanda til þrautavara, auk þess sem setja þyrfti hömlur á úttektir úr bönkum vegna skorts á seðlum og gjaldeyrishöft yrðu viðvarandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í byrjun vikunnar gáfu hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Gylfi Zoëga út samantekt undir yfirskriftinni „The Collapse of a Country“. Þar fara þeir yfir aðdraganda fjármálakreppunnar hér og eftirleik. Sýn þeirra félaga er um margt ágæt, þótt sums staðar virðist hafa verið farið fram af meira kappi en forsjá. Þannig má telja ómaklegt að saka Jón Sigurðsson, fyrrum stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins, um að hafa tekið þátt í markaðssetningu Icesave netreikninga Landsbankans í Hollandi með því að hafa þekkst boð um að koma í viðtal í Moment, innanhúsrit Landsbankans í fyrravor. Í viðtalinu kveðst Jón vonast til að tekið sé að lægja öldurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og kveðst hóflega bjartsýnn á framhaldið, svo fremi sem bönkunum og eftirlitsstofnunum takist að bægja frá frekari fjárhagsörðugleikum. Fjárhagsstaða bankanna væri í grunninn sterk, líkt og lesa mætti úr síðasta ársreikningi og fyrsta fjórðungsuppgjöri 2008. Töluvert verk væri þó enn að vinna. En til þeirra verka dugði ekki sumarið og haustið og því fór sem fór. Í sama riti Landsbankans er frétt af því að matsfyrirtækið Fitch hafi staðfest lánshæfiseinkunnina A fyrir Landsbankann í byrjun maí. Íslensku bankarnir sættu nefnilega ekki bara eftirliti stofnana á borð við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka hér heima, heldur þurftu þeir að standa ítarleg reikningsskil til alþjóðlegra matsfyrirtækja. Þau sáu ekki heldur fyrir fall íslenska fjármálakerfisins, þótt ekki sé á það minnst í samantekt hagfræðinganna. Jón og Gylfi eru sammála breska hagfræðingnum Willems H. Buiter um að fall íslensku bankanna hafi verið óumflýjanlegt, ekki vegna alþjóðlegu fjármálakrísunnar, heldur vegna þess að íslenska ríkið hafi verið ófært um að styðja við þá og það skert trúverðugleika þeirra. Á endanum hefði orðið áhlaup. Þessi skoðun felur hins vegar jafnframt í sér að ekkert hafi verið gert til að bæta stöðu bankanna. Buiter tíndi sjálfur til nokkrar leiðir þegar hann kynnti fræga skýrslu sína á kynningarfundi Landsbankans í sumar. Aðgerðirnar sagði hann þó myndu verða pólitískt óvinsælar og mjög kostnaðarsamar, en meðal þess sem hann stakk upp á var að veðsetja orkuauðlindir þjóðarinnar fyrir milljarða dollara og byggja með því upp stöndugan gjaldeyrisvarasjóð. Um leið þyrfti að flytja verulegan hluta starfsemi bankanna yfir í dótturfélög erlendis. Hann spáði sem sagt ekki hruni um haustið, þótt hann teldi hrun líklegt. Og jafnvel þótt gripið yrði til aðgerða til stuðnings fjármálakerfinu taldi Buiter líka að til langframa, ætlaði landið sér í raun að halda úti alþjóðlegri bankastarfsemi, þá væri eini kosturinn að ganga í Evrópusambandið og taka hér upp evru. Evran er reyndar líka nefnd til sögu í áliti Gylfa og Jóns, enda sé vaxandi samstaða um það hér að veikur gjaldmiðill sé aðalorsök efnahagsvandræða landsins. Evran sé nærtækasti kosturinn, en einhliða upptaka ekki fýsileg. Núverandi gjaldmiðilskreppa yrði þá að bankakreppu vegna skorts á lánveitanda til þrautavara, auk þess sem setja þyrfti hömlur á úttektir úr bönkum vegna skorts á seðlum og gjaldeyrishöft yrðu viðvarandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun