
Jón Sigurður Eyjólfsson

Að trumpast í áfengismálum
Ég veit að það er að bera í blindfullan lækinn en ég ætla aðeins að tala um áfengislögin. En fyrst langar mig að segja litla sögu: Einu sinni vann ég á sambýli þar sem afar góð kona bjó en hún átti erfitt með mál. Eitt sinn tók hún sig þó til, læddist inn á starfsmannaskrifstofu og pantaði sumarhús í Svíþjóð.

Skoska leyniskyttan
Óhjákvæmilega fer ég að velta því fyrir mér hvort ég hafi misskilið hann, þessi skoski hreimur býður þeirri hættu nefnilega heim.

Líf á villigötum
Viðkvæmir ættu að vinda sér í næstu málsgrein því í þessari er ég að aka eftir hraðbrautinni á leið til vinnu og stór hundur vappar inn í umferðina. Skiptir engum togum að bíllinn fyrir framan mig ekur utan í hann.

Að vinna tapað tafl
Ekkert hefur reynst mér eins erfitt á ævinni og það að vera unglingur. Man ég eftir löngum tímabilum á því æviskeiði þar sem ég vaknaði með kvíðahnút í maganum sem herptist meðan allt snerist í höndunum á mér.

Leiðbeiningar með hamingjuhjóli
Eflaust er það rétt hjá Megasi að ókeypis er allt það sem er best en síðan þarf að greiða dýru verði það sem er verst. En það sem þessi rándýri hryllingur hefur fram yfir okkar ókeypis djásn er að með honum koma ítarlegar leiðbeiningar.

Lífið er það sem gerist
Ég legg bíl mínum skammt frá markaði einum í grámygluðu hádegi og geri mig kláran fyrir innkaupin. Þá sé ég hvar gömul kona er að burðast með grænmeti og þótti mér hún hafa færst helst til mikið í fang svo af bílddælskri herramennsku býðst

Óttarr og Tálknafjarðar- heilkennið
Þegar við Logi voru litlir drengir á Bíldudal stóð okkur stuggur mikill af Tálknfirðingum. Aðallega vegna þess að þeir voru flestir rauðhærðir og freknóttir mjög. Óttuðumst við að draga dám af þeim með of miklu návígi.

Seifur og Sjálfstæðisflokkurinn
Oft hefur stór sannleikur notað magnaða lygi til að viðhalda sjálfum sér. Lénskerfið notaði guð þar sem lénsherrar, kóngar og klerkar trónuðu efst í valdapíramídanum, athugasemdalaust þar sem það átti að vera vilji skaparans.

Spillingin heima er best
Spillingin er ísmeygileg. Hún ryður sér til rúms án þess að þorri landsmanna taki eftir en er svo fyrr en varir orðin svo heimilisleg að fjöldi kjósanda getur ekki hugsað sér lífið án hennar. Hins vegar er spilling handan heimsála alltaf jafn heimskuleg.

Fatalaust frelsi
Ég var að hlaupa eftir ströndinni hér í Almeríahéraði, nýfluttur og því alvitlaus um staðarhætti. Allt í einu fannst mér ég vera staddur í ljóði eftir Stein Steinarr þar sem ég hljóp á annarlegri strönd. Stórt og mikið skilti útskýrði hins vegar að ég var á nektarströnd mikilli.

Tæknikratakjaftæði
Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag.

Fyllerí fyrir ferðamenn
Ég var ekki fyrr kominn til minnar sumarvistar á Íslandi en ég heyrði veislumann mikinn segja í útvarpinu að hið íslenska fyllerí heyrði sögunni til. Taldi ég víst að maðurinn væri firrtur og vissi ekki hvernig umhorfs væri í alþýðuhúsum svo ég spurði víðfróðan vin minn hvort satt væri.

Í draumi sérhvers manns
Þegar ég var ungur dreymdi mig oft rómantíska drauma þar sem föngulegar stúlkur voru í aðalhlutverki. Sá hængur var þó á að þessar stúlkur áttu það allar sameiginlegt að hafa á mér ímugust mikinn og töldu mig jafnvel hálfvita.

Ákall til Páls Óskars
Fegurðarskyn mitt fær áfall þegar ég kem skokkandi út úr guðs grænni náttúru útivistarsvæðanna inn í byggt ból úthverfanna. Ástæðan er mikill fjöldi grárra, svartra eða í skásta falli hvítra og forljótra steypukassa.

Glæsilegi götusóparinn
Bakvið hvert orð er mynd sem skýtur upp kollinum þegar orðið er nefnt. Þegar ég heyrði orðið "götusópari“ hér áður fyrr, sá ég strax í hugskoti mínu mynd af manni með raunalegan svip og í óræstilegum vinnugalla.

Einokun á orðinu
Leiðtogar og stjórnendur eru óþarflega meðvitaðir um að vinna þeirra er mun auðveldari ef fólkið, sem þeir er að sýsla með

Lífið er eins og að horfa á leik
Ég sit í mannþröng mikilli, syng þjóðsönginn í bringuna á mér - sönghæfileikar leyfa ekki meira - og horfi á sjónvarpsskjá sem hangir yfir mér líkt og stjarna yfir vitringunum forðum.

Samfylking kvennaflagara
Eitt sinn fór ég á diskótek með kvennaflagara miklum. Var hann svo vinsæll að stundum þurfti flugumferðarstjóra til að ráða úr kvennafansi hans. Þegar komið var inn sjáum við annan slíkan sem stóð með

Hreðjahnefar
Fyrir nokkru var það til umræðu hvort banna ætti sýningar á bardagaíþrótt einni þar sem áhorfið hefði slæm áhrif á óharðnaða sem áttu að hafa látið hnefa tala skömmu eftir eina viðureignina. Ég horfi ekki á þá íþrótt og er því ekki dómbær um það.

Þegar öllu er á botninn hvolf
Fyrir stuttu voru vanefndir vinnuveitenda minna í Malaga orðnar svo miklar að ég sá mér ekki sæmd í öðru en að segja upp. Við tók mikið öryggisleysi.

Lausaleiksgemsar
Kona mín er ekki aðeins vel vaxin heldur afar spámannlega líka. Verður nær allt að sannindum sem hún spáir. Fyrir stuttu fór ég út að skokka með glænýjan farsíma minn en hún fann því allt til foráttu.

Óhljóðalýður
Spánverjar eru hávaðamenn svo miklir að minni arnfirsku og stóísku ró stendur vart lengur á sama. Nú um helgina fór ég á bæjarhátíð í bæ konu minnar. Til að sýna lit, fór ég til kirkju sem alla jafna ætti að vera

Liggur ljóst fyrir
Það liggur alveg ljóst fyrir, að ríkisstjórnarinnar bíða gríðarlega mikilvæg verkefni. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig afskaplega vel í því að auka ójöfnuð í samfélaginu.

Guðspjölluð fjallkona
Nokkuð hefur verið tekist á um trú og trúleysi á þessum vettvangi og víst væri það að bera í bakkafullan lækinn að blanda sér í þá umræðu. Ég vil hins vegar nota tækifærið og lasta þann guð sem á fádæma átrúnaði að fagna um þessar mundir. Svo römm er trúarkennd sóknarbarnanna að bæði fegurð og gleði er fórnað á altari hans.

Graður og spakur
Um leið og ég las orð Kára um að við værum að verða vitlausari varð mér hugsað til dæmisögu einnar, sem mér fannst líklegust til að útskýra þessa válegu þróun


Af hverju kemur hamingjan ekki?
Ég bý við Costa del Sol sem í hugum margra er kjörlendi hamingjunnar. Hér er sólbarin strönd við sílygnan sæ, vín og kræsingar á svignandi borðum, föngulegt fólk á ferð en einnig skrúðbúnir Bretar sem fá Sigmund Erni og sokkana hans

Að mæta Bakkusi í búð
Manstu hvað við höfðum miklar áhyggjur af því að verða hornreaka í hruninu? Reyndin varð síðan sú að okkar biðu meiri vinsældir en við höfðum áður þekkt. Hvernig stóð á því?

Fullkominn forseti fundinn
Ég hef reynt að lesa þjóðarsálina til þess að finna hentugan arftaka Ólafs Ragnars. Ég held ég hafi komið auga á einn sem myndi gera Ísland gott á ný. Hann yrði ekki lengi að leggja niður þessi listamannalaun og benda okkur á að bókmenntir

Aparnir þagna
Hvaða átta atriði eru mikilvægust til þess að hlotnast velgengni? Þessa spurningu lagði ég eitt sinn fram fyrir nemendur í nokkrum af efstu bekkjum grunnskóla í Kordóvahéraði hér á Spáni. Svörin voru vissulega af ýmsum toga. Mörg báru þess merki að þarna væri fólk með heilbrigða sál ef svo mætti segja.