Ákall til Páls Óskars Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Fegurðarskyn mitt fær áfall þegar ég kem skokkandi út úr guðs grænni náttúru útivistarsvæðanna inn í byggt ból úthverfanna. Ástæðan er mikill fjöldi grárra, svartra eða í skásta falli hvítra og forljótra steypukassa. Taldi fegurðarskynið fyrst að þetta væru kommúnistablokkir sem kapítalískur risi hefði rekið mislangt niður í jörð með sínum hagræðingarhæl og vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar það áttaði sig á því að þetta eru blokkir og einbýlishús, byggðar af miklum efnum og einbeittum vilja. Vissulega finnast líka falleg hús á stangli. En þessi ferhyrnda árátta ríður ekki við einteyming og hefur nú rutt sér til rúms í annars ágætum miðbæ Reykjavíkur. Það sem fegurðarskyn mitt skilur ekki, er af hverju þessi listfenga þjóð, sem býr við góðan kost og ríka sköpunargleði, kýs að búa í einsleitum steypustöplum, þar sem ekki örlar á risi, súlu, styttu, turni, sívalningi, jónískum snúðum eða nokkru sem kæmist nálægt því að vera nokkuð nýnæmi fyrir augað? Á þessi þjóð aðeins eitt mót til að steypa í? Kassar þessir eru líka málaðir svo niðurdrepandi litum að halda mætti að hönnuðir þeirra sem og eigendur telji að litadýrð sé vá mikil sem stemma verði stigu við. En vandinn við þetta líf er einmitt sá að það getur reynst mörgum erfitt að þreyja þorrann þar sem fábreytni og ferhyrndur hugsunarháttur ræður ríkjum. Fegurðarskyn mitt er svo þjáð að nú geri ég ákall til Páls Óskars sem einna mest skreytir og skemmtir í þessu landi með söng sínum og framgöngu. Palli minn, bregð þér nú á bak einhyrningi þínum og hringdu inn Hinsegin daga sem haldnir skulu verða í heilan áratug. Það veitir ekki af í landi hinna gráu ferhyrninga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðun Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Fegurðarskyn mitt fær áfall þegar ég kem skokkandi út úr guðs grænni náttúru útivistarsvæðanna inn í byggt ból úthverfanna. Ástæðan er mikill fjöldi grárra, svartra eða í skásta falli hvítra og forljótra steypukassa. Taldi fegurðarskynið fyrst að þetta væru kommúnistablokkir sem kapítalískur risi hefði rekið mislangt niður í jörð með sínum hagræðingarhæl og vissi því ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar það áttaði sig á því að þetta eru blokkir og einbýlishús, byggðar af miklum efnum og einbeittum vilja. Vissulega finnast líka falleg hús á stangli. En þessi ferhyrnda árátta ríður ekki við einteyming og hefur nú rutt sér til rúms í annars ágætum miðbæ Reykjavíkur. Það sem fegurðarskyn mitt skilur ekki, er af hverju þessi listfenga þjóð, sem býr við góðan kost og ríka sköpunargleði, kýs að búa í einsleitum steypustöplum, þar sem ekki örlar á risi, súlu, styttu, turni, sívalningi, jónískum snúðum eða nokkru sem kæmist nálægt því að vera nokkuð nýnæmi fyrir augað? Á þessi þjóð aðeins eitt mót til að steypa í? Kassar þessir eru líka málaðir svo niðurdrepandi litum að halda mætti að hönnuðir þeirra sem og eigendur telji að litadýrð sé vá mikil sem stemma verði stigu við. En vandinn við þetta líf er einmitt sá að það getur reynst mörgum erfitt að þreyja þorrann þar sem fábreytni og ferhyrndur hugsunarháttur ræður ríkjum. Fegurðarskyn mitt er svo þjáð að nú geri ég ákall til Páls Óskars sem einna mest skreytir og skemmtir í þessu landi með söng sínum og framgöngu. Palli minn, bregð þér nú á bak einhyrningi þínum og hringdu inn Hinsegin daga sem haldnir skulu verða í heilan áratug. Það veitir ekki af í landi hinna gráu ferhyrninga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst 2016
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun