Lögreglumál

Fréttamynd

Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu

Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Hafði í hótunum við starfs­fólk fyrir­tækis

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kallað út eftir að maður hafði haft í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og svo óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­þolinn endaði sjálfur í fanga­geymslu

Um tvö leytið í nótt var óskað aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar í miðborginni. Árásaraðilinn var handtekinn á vettvangi, en þá reyndi árásarþolinn að frelsa hinn handtekna og var þá sjálfur handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Sló mann í höfuðið með pönnu

Lögreglan á höfuðborgarsvæði var kölluð til í gærkvöldi í úthverfi Reykjavíkurborgar vegna meiriháttar líkamsárásar þar sem maður hafði slegið annan mann í höfuðið með pönnu.

Innlent
Fréttamynd

Segir skárra að fá í sig raf­straum en kylfu­högg

Formaður Landssambands lögreglumanna segir lögreglumenn fagna ákvörðun dómsmálaráðherra um að breyta reglugerð til þess að heimila lögreglunni að bera svokölluð rafvarnarvopn, sem í daglegu tali eru kölluð rafbyssur. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan óskar eftir vitnum að bana­slysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Höfðabakka í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 10. desember síðastliðinn, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda sem lést.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára barn sat óbeltað í kjöltu móður sinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar í gær þar sem of margir farþegar voru í bílnum. Umrædd bifreið tekur aðeins tvo farþega en þrír voru í bifreiðinni. Umframfarþeginn var fimm ára barn, sem sat í fangi móður sinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. 

Innlent
Fréttamynd

Völdu að greina al­menningi ekki strax frá hækkun við­búnar­stigs

Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hækkar við­búnaðar­­stig

Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu í Mýr­dal af­létt

Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Stálu þremur hoppuka­s­tölum og flutninga­bíl um jólin

Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili.

Innlent