Lögreglumál Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Innlent 8.4.2024 12:11 Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás Tveir menn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt, grunaðir um stórfellda líkamsárás. Þá voru tveir handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Innlent 8.4.2024 06:19 Fór út með hundinn og var rændur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tveir menn réðust á mann sem var út að ganga með hundinn sinn og rændu hann verðmætum. Innlent 7.4.2024 07:18 Hóteli lokað vegna starfsleyfisleysis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði hóteli í austurborg Reykjavíkur í dag vegna þess að hótelið hafði ekki starfsleyfi. Innlent 6.4.2024 17:15 Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Innlent 6.4.2024 10:54 Ógnaði fólki með hnífi og lét sig hverfa Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað fólki með hnífi í hverfi 108. Sá var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Innlent 6.4.2024 07:19 Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Innlent 5.4.2024 16:10 Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á borði héraðssaksóknara Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra, stendur enn. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Innlent 5.4.2024 14:31 Kalla eftir aðkomu lögreglu og brunavarna vegna olíusöfnunar í Vík Heilbrigðisnefnd Suðurlands kallar eftir aðkomu sveitarfélagsins Mýrdalshrepps, brunavarna, heilbrigðiseftirlitsins og lögregla vegna olíusöfnunar í Vík. Innlent 5.4.2024 07:02 Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 4.4.2024 20:48 Funda um opnun Bláa lónsins í fyrramálið Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum fundaði með forsvarsmönnum Bláa lónsins í dag og mun gera það aftur í fyrramálið til að taka ákvörðun um starfsemi lónsins. Hættuleg gasmengun hefur komið í veg fyrir opnun lónsins frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. Innlent 4.4.2024 16:01 Enn bólar ekkert á þjófunum og rannsókn í fullum gangi Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi sem fer fyrir rannsókn á stórtækum þjófnaði í Hamraborg, segir þjófana enn ófundna og að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Innlent 4.4.2024 13:39 Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. Innlent 4.4.2024 13:35 Lögmaður Maríu Lilju segir engan fót fyrir ásökunum „lögmanns úti í bæ“ Lögmaður Maríu Lilju Þrastardóttur, annarrar forystukonu söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa, segir ekkert til í þeim ásökunum sem bornar eru á hendur henni í kæru vegna söfnunarinnar. Kærandi er hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Innlent 4.4.2024 12:17 Blaðamenn fá sama aðgengi og aðrir viðbragðsaðilar í hættuástandi Blaðamannafélag Íslands og ríkið hafa komist að samkomulagi að aðgengi blaðamanna að vettvangi þegar hættuástand kemur upp. Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt jafn mikið aðgengi og öðrum viðbragðaðilum á vettvangi. Innlent 4.4.2024 11:09 Ekki ljóst hvor hinna drukknu ók bílnum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo eftir umferðarslys sem varð í umdæminu. Báðir reyndust þeir drukknir og var ekki hægt að staðfesta hvor þeirra hafi ekið bílnum þegar slysið varð. Innlent 4.4.2024 08:27 Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Innlent 2.4.2024 18:59 Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. Innlent 2.4.2024 10:32 Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. Innlent 1.4.2024 23:00 Ökuníðingur tekinn á ofsahraða Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar. Innlent 1.4.2024 07:13 Fóru tómhentir heim frá bensínstöðinni Lögregla hafði afskipti af manni í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem er sagður hafa hrækt á dyraverði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn neitaði einstaklingurinn að segja til nafns og lét öllum illum látum, að sögn lögreglu. Sá var vistaður í fangageymslu þar til hann var talinn viðræðuhæfur. Innlent 31.3.2024 07:33 Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. Innlent 30.3.2024 21:04 Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Innlent 29.3.2024 16:56 Skíðin fundust óskemmd í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði í gær borgara sem týndi skíðum sínum í umferðinni í Reykjavík. Skíðin fundust svo óskemmd við fjölfarna umferðargötu. Innlent 29.3.2024 13:56 Ógnaði dyraverði skemmtistaðar með hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt. Innlent 29.3.2024 07:20 Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. Innlent 28.3.2024 10:00 Líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að múrsteini hefði verið kastað í glugga hótels í Reykjavík á fyrsta tímanum í nótt. Málið er í rannsókn. Innlent 28.3.2024 07:19 Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. Innlent 27.3.2024 19:20 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Innlent 27.3.2024 16:04 Stálu áli í Grindavík en gómaðir af lögreglu Óprúttnir aðilar gerðu tilraun til að stela brotajárni og áli frá Vélsmiðju Grindavíkur í gærkvöldi. Ómar Davíð Ólafsson, eigandi Vélsmiðjunnar, segir að lögreglan hafi nappað þjófana þegar þeir voru komnir með tvö kör af áli inn í bílinn hjá sér. Innlent 27.3.2024 14:19 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 278 ›
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Innlent 8.4.2024 12:11
Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás Tveir menn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt, grunaðir um stórfellda líkamsárás. Þá voru tveir handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Innlent 8.4.2024 06:19
Fór út með hundinn og var rændur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tveir menn réðust á mann sem var út að ganga með hundinn sinn og rændu hann verðmætum. Innlent 7.4.2024 07:18
Hóteli lokað vegna starfsleyfisleysis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði hóteli í austurborg Reykjavíkur í dag vegna þess að hótelið hafði ekki starfsleyfi. Innlent 6.4.2024 17:15
Kæran felld niður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Innlent 6.4.2024 10:54
Ógnaði fólki með hnífi og lét sig hverfa Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað fólki með hnífi í hverfi 108. Sá var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Innlent 6.4.2024 07:19
Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Innlent 5.4.2024 16:10
Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á borði héraðssaksóknara Rannsókn á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra, stendur enn. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Innlent 5.4.2024 14:31
Kalla eftir aðkomu lögreglu og brunavarna vegna olíusöfnunar í Vík Heilbrigðisnefnd Suðurlands kallar eftir aðkomu sveitarfélagsins Mýrdalshrepps, brunavarna, heilbrigðiseftirlitsins og lögregla vegna olíusöfnunar í Vík. Innlent 5.4.2024 07:02
Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 4.4.2024 20:48
Funda um opnun Bláa lónsins í fyrramálið Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum fundaði með forsvarsmönnum Bláa lónsins í dag og mun gera það aftur í fyrramálið til að taka ákvörðun um starfsemi lónsins. Hættuleg gasmengun hefur komið í veg fyrir opnun lónsins frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. Innlent 4.4.2024 16:01
Enn bólar ekkert á þjófunum og rannsókn í fullum gangi Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi sem fer fyrir rannsókn á stórtækum þjófnaði í Hamraborg, segir þjófana enn ófundna og að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Innlent 4.4.2024 13:39
Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. Innlent 4.4.2024 13:35
Lögmaður Maríu Lilju segir engan fót fyrir ásökunum „lögmanns úti í bæ“ Lögmaður Maríu Lilju Þrastardóttur, annarrar forystukonu söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa, segir ekkert til í þeim ásökunum sem bornar eru á hendur henni í kæru vegna söfnunarinnar. Kærandi er hæstaréttarlögmaður og faðir þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Innlent 4.4.2024 12:17
Blaðamenn fá sama aðgengi og aðrir viðbragðsaðilar í hættuástandi Blaðamannafélag Íslands og ríkið hafa komist að samkomulagi að aðgengi blaðamanna að vettvangi þegar hættuástand kemur upp. Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt jafn mikið aðgengi og öðrum viðbragðaðilum á vettvangi. Innlent 4.4.2024 11:09
Ekki ljóst hvor hinna drukknu ók bílnum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo eftir umferðarslys sem varð í umdæminu. Báðir reyndust þeir drukknir og var ekki hægt að staðfesta hvor þeirra hafi ekið bílnum þegar slysið varð. Innlent 4.4.2024 08:27
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Innlent 2.4.2024 18:59
Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. Innlent 2.4.2024 10:32
Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. Innlent 1.4.2024 23:00
Ökuníðingur tekinn á ofsahraða Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar. Innlent 1.4.2024 07:13
Fóru tómhentir heim frá bensínstöðinni Lögregla hafði afskipti af manni í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem er sagður hafa hrækt á dyraverði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn neitaði einstaklingurinn að segja til nafns og lét öllum illum látum, að sögn lögreglu. Sá var vistaður í fangageymslu þar til hann var talinn viðræðuhæfur. Innlent 31.3.2024 07:33
Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. Innlent 30.3.2024 21:04
Sást til ungmenna eftir háværan hvell í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að háværir hvellir sem heyrst hafa í íbuðahverfum að undanförnu skýrist af flugeldanotkun ungmenna. Slík mál geti verið erfitt að komast fyrir, en fólk er þó hvatt til að tilkynna hvellina. Innlent 29.3.2024 16:56
Skíðin fundust óskemmd í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði í gær borgara sem týndi skíðum sínum í umferðinni í Reykjavík. Skíðin fundust svo óskemmd við fjölfarna umferðargötu. Innlent 29.3.2024 13:56
Ógnaði dyraverði skemmtistaðar með hníf Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt. Innlent 29.3.2024 07:20
Svipar til gamalla óupplýstra rána Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. Innlent 28.3.2024 10:00
Líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að múrsteini hefði verið kastað í glugga hótels í Reykjavík á fyrsta tímanum í nótt. Málið er í rannsókn. Innlent 28.3.2024 07:19
Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. Innlent 27.3.2024 19:20
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. Innlent 27.3.2024 16:04
Stálu áli í Grindavík en gómaðir af lögreglu Óprúttnir aðilar gerðu tilraun til að stela brotajárni og áli frá Vélsmiðju Grindavíkur í gærkvöldi. Ómar Davíð Ólafsson, eigandi Vélsmiðjunnar, segir að lögreglan hafi nappað þjófana þegar þeir voru komnir með tvö kör af áli inn í bílinn hjá sér. Innlent 27.3.2024 14:19