Lögreglumál

Fréttamynd

Réðust inn á heimili og slógu hús­ráðanda með spýtu

Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla vísaði hústökufólki úr íbúð í miðbænum

Eigandi íbúðar í miðbænum setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi og sagðist hafa haft fregnir af því að fólk héldi sig til í tómri íbúðinni. Lögregla fór á vettvang og fann sannarlega einstaklinga þar fyrir, sem var vísað á brott.

Innlent
Fréttamynd

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar

Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt met í hjóla­hvísli

Allt er gott sem endar vel, segir Hjóla­hvíslarinn, eða Bjart­mar Leós­son, sem endur­heimti í dag hjól sitt sem hafði verið stolið í nótt. Og þetta eru skila­boðin sem hann segist hafa verið að reyna að senda hjóla­þjófum: Það eru augu alls staðar.

Innlent
Fréttamynd

Hjóli sjálfs Hjóla­hvíslarans stolið

Hjóli Bjart­mars Leós­­sonar var stolið í nótt. Sá hvim­­leiði og því miður nokkuð al­­gengi at­burður sem hjóla­­stuldur er væri varla frétt­­næmur nema vegna þess að Bjart­mar hefur í um tvö ár staðið í hálf­gerðu stríði við hjóla­­þjófa borgarinnar. Svo þekktur er hann fyrir þá baráttu sína að flestir þekkja hann sem Hjólahvíslarann.

Innlent
Fréttamynd

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á stúlku á reiðhjóli

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild

Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Saurinn reyndist svo sannar­lega úr álft

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tekið af allan vafa um að hvítabjörn hafi ekki verið í nágrenni göngufólks á Hornströndum fyrir viku. Úrgangur sem göngufólkið taldi að gæti verið frá hvítabirni reyndist vera eftir álft.

Innlent
Fréttamynd

Átti von á að fá byssukúlu í bakið

Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið.

Innlent