Bakþankar

Fréttamynd

Skóli án aðgreiningar

Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undir­búinn nægjanlega þegar honum var komið á.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsun kennaranna

Ein breyting á starfsumhverfi kennara myndi hvorki krefjast breytinga á rekstrarformi skóla né bónusgreiðslna fyrir hvert kennt orð.

Bakþankar
Fréttamynd

Í hvers nafni?

Ef upp kæmi sú staða að menn með sveðju réðust á mig í nafni einhvers, þá myndi ég ekki vita hverju ég myndi svara. Sveðjumennirnir myndu kannski öskra: "Í Guðs nafni“ og ég myndi líklega ekki rökræða neitt meira um það heldur bara reyna að forða mér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veipvöllurinn

"Strákarnir á leikvellinum voru að bjóða mér að prófa rafsígarettu. Þeir segja að þær séu ekkert hættulegar,“ sagði miðstrákurinn í uppnámi eitt kvöldið.

Bakþankar
Fréttamynd

Sá eini rétti að mati mömmu

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði níu mörk eftir áramót og fram að vori og meira og minna hélt heilu liði nánast einn síns liðs uppi í ensku úrvalsdeildinni, erfiðustu deild heims.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki segja neinum

Í leikskóla var mér kennt að segja "pjalla“ en ekki "píka“ vegna þess að "píka“, hlutlaust heiti yfir kynfæri mín, var dónalegt orð.

Bakþankar
Fréttamynd

Eitur í æðum

Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni.

Bakþankar
Fréttamynd

Að hafa skoðun á öllu

Jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti.

Bakþankar
Fréttamynd

Starfsmaður ársins

Ákvörðunin að setja upp skautasvell á Ingólfstorgi þessi jólin var skemmtileg. Þangað fór ég einu sinni með krökkunum og gekk svo margoft framhjá og sá aðra eiga góða stund. Starfsfólkið við svellið var afar almennilegt og tók vinnu sína alvarlega, hvort sem var á opnunartíma eða eftir lokun.

Bakþankar
Fréttamynd

Hommar og íslensk þjóðarsál

Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni "höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið.

Skoðun
Fréttamynd

Kóngur á spítala

Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Misskilinn

Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns.

Bakþankar
Fréttamynd

Árin í Landakotsskóla

Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Strákarnir okkar hvernig sem fer

Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Heilög Francisca

"Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda.

Bakþankar
Fréttamynd

Nokkrar hoppandi fótboltagórillur

Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt.

Bakþankar
Fréttamynd

Tekið sem sjálfsögðum hlut

Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut.

Bakþankar
Fréttamynd

Frá helvíti til himna

Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin.

Bakþankar
Fréttamynd

Við sigruðum þá…næstum því

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum.

Bakþankar
Fréttamynd

Viltu kaffi?

Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn.

Bakþankar
Fréttamynd

Bliki í þrjár klukkustundir

Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað finnst þér um byssur?

Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég var rænd!

Til allrar hamingju búum við í samfélagi þar sem okkur mun aldrei skorta tilefni til að hræðast. Sérstaklega ef við ákveðum að gera eitthvað sem í fyrstu gæti virst skemmtilegt

Bakþankar
Fréttamynd

Hvers virði eru launin?

Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku.

Bakþankar
Fréttamynd

Heimskur maður kýs

Ég kann ekki að meta sjóræningja. Í mér býr djúpstæður frumótti við sjóræningja. Mér svelgdist á kaffinu mínu þegar ég las að í framboði væri flokkur sem kennir sig við sjóræningja. Hvað næst? Hákarlaflokkurinn? Kóngulóahreyfingin? Eða Vinstri hreyfingin grænt flugslys?

Bakþankar
Fréttamynd

Legið á línunni

Jæja, viljið þið ekki bara fara að hætta þessu stelpur mínar? Hafið þið nokkuð fleira að segja?“

Bakþankar